Feykir


Feykir - 07.05.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 07.05.2009, Blaðsíða 8
8 Feyklr 18/2009 MENNINGARUMFJÖLLUN Feykis Nes Listamiðstöó Ýmsir listamenn hafa dvalið á Skagaströnd ígóóu yfirlæti Stór sýning frá Kunstlerhaus Lukas væntanleg Nes listamiðstöð á Skagaströnd sem hefur verið starfandi í tæpt ár hlaut styrk frá Menningarráði Norðurlands á þessu ári að upphæð 750.000 krónur. Markmið listamiðstöðvar- innar er að skapa vettvang fyrir alþjóðleg samskipti, þar sem starfandi listamönnum á öllum sviðum, ásamt rithöfíindum og leiklistarfólki, er gefinn kostur á að koma saman og vinna að sínum hugðarefnum. Styrkurinn á þessu ári verður notaður til að veita völdum listamönnum, bæði innlendum og erlendum, dvalar- og verkefnisstyrki meðan þeir dvelja á Skagaströnd. Umsóknarfrestur um styrkinn er 1. mars n.k. og verður um einum listamanni á mánuði veittur styrkur til dvalarinnar. Þeir listamenn sem hljóta hann skuldbinda sig til að leggja eitthvað af mörkum til samfclagsins á Norðurlandi vestra í formi listsýningar, örnámskeiðs, fyrirlestrahalds og/eða samstarf við skóla og stofnanir á svæðinu. Þannig verða einhverjir listviðburðir í boði á hverjum mánuði í héraðinu. Síðastliðið ár veitti Menn- ingarráðið svipaðan styrk til Ness listamiðstöðvar til þess að kynna hana fyrir innlendum listamönnum. Reyndist sú tilraun mjög vel og hefur dvöl þessara listamanna á Skagaströnd þegar reynst mikil lyftistöng fyrir menningarlífið og mannlífið á svæðinu. Til að mynda gaf Þorgrímur Þráinsson rithöfundur öllum bæjarbúum Skagastrandar eitt eintak af bók sinni „Hvernig gerir þú konuna þína hamingjusama,” og Halldór Árni Sveinsson myndlistarmaður leiðbeindi fólki fyrstu skrefin í því hvernig mála ætti með olíulitum. Nes listamiðstöð telur það gríðarlega mikilvægt að styrkir líkt og Menningarráð Norður- lands vestra veitir séu aðgengilegir í héraði, því það hefur þegar sýnt sig að það glæðir lífi í menninguna sem bjóða upp á þessa styrki Menningarráðsins hjá Nesi er fleiri listamönnum gefinn kostur á að dvelja á Skagaströnd en ella yrði. Styrkurinn mun án efa einnig verða til þess kynna Nes listamiðstöð út á við og þannig fjölga um- sóknum til dvalar á þessu og komandi árum. Nes listamiðstöð ætlar sér stóra hluti á árinu. Hingað til hafa um 5-9 listamenn dvalið í listamiðstöðinni á mánuði, en á vormánuðum verður gistirýmum fjölgað svo að pláss verði fyrir um 12-20 listamenn á hverju tímabili. Jafnframt ætlar listamiðstöðin að hefja reglubundnar list- sýningar í Frystinum, sýningarsal miðstöðvarinnar aðFjörubraut8.Listamiðstöðin mun og fá til sín stóra sýningu frá Kunstlerhaus Lukas, samstarfsaðila sínum í Þýskalandi. Sú sýning nefnist Solitude - landslag í breytingu og verður hún opnuð um miðjan júlí. £ 5 1| ITIenningarráð Bt Jr m 1 Norðurlands vestra Ferðafélag íslands gaf árió 2007 út veglegf bók um Húnaþing eystra. Feykir sendi Skúla Björnssyni tölvupóst og forvitnaðist örlítiö um útgáfuna. Ferðabók um Austur Húnavatnssýslu Hvað er að frétta úr herbúðum Ferðafélags íslands? -Það erallt mjög gott að frétta - mikill áhugi á ferðum félagsins og félagsstarfinu. Við erum einnigað byggja upp öflugt ungmennastarf innan félagsins og draga sem flesta út í náttúmna til að losna við facebook msn o.s.frv. um tíma I Er mikil virkni í starfinu? -Já Það em tæp tíu þusund manns félagar að ótöldum mökum og bömum sem að fá sjálfkrafa aðild þegar einn aðili í fjölskyldunni gengur í félagið. Einnig er gott félagsstarf á vetumar, mikið um námskeið í flallamennsk við starfrækjum Fjallaskóla í Þórsmörk o.s.frv. Fyrir hverja er félagið? -Það er í raun fyrir alla - því að félagið býður svo fjölbreytta dagskrá -ferðir við hvers manns hæfi - unga sem gamla. Eru virk ferðafélög á Norðurlandi vestra? -Já Ferðafélag Skagafjarðar er deild í Ferðafélagi íslands, fomiaðurþarerÁgústGuðmunds- son.þú getur skoðað heimasíðu deildarinnar á www.fi.is. Þið gáfuð út bók um Húnaþing eystra fyrir tveimur árum. Með hvaða hætti nálgist þið svæðið í útgáfunni? - Þessi bók er 300 bls. og fjallar mjög nákvæmlega um svæðið - þetta erskrifað afJóniTorfasyni.en allir þeir sem að rita árbækur FÍ eru mjög staðkunnugir og þekkja í raun hverja þúfu. í raun er þetta besta heimildarit um svæðið sem til er og svo eru einnig allar árbækur Ferðafélags ísland. Það er mikið af náttúrulýsingum og sögur af fólki sem að bjó eða býr á þekktum stöðum. Er fjallað eitthvað meira um eitt svæði en annað? -Nei í raun ekki en farið vel yfir alltsvæðið og náttúmvættum lýst mjög vel. Hverjum hentar bókin, það er gönguferðafólki, fólki í tjaldútilegu eða heimamönnum sem vilja fræðast um sitt nærumhverfi -Bókin hentaröllum - heimamenn munu kynnast sveit sinni mun betur, ferða- og göngufólk nýtir hana mjögvel með þvi að lesa um göngusvæðin, velja gönguleiðir o.s.frv. Þetta er bók sem ætti að vera til á hverju heimili og öllum sumarbústöðum. Hvar má nálgast bókina? -Það má panta hana á fi@fi.is og hún kostar 6900 kr m/vsk. Eitthvað að lokum? Ekki nema það að hvetja fólk til að ganga í Feröafélag íslands - þannig nýtur það geysilegs ávinnings - þess má geta að árgjaldið er einungis 5400 kr og innifalið í því er árbók hvers árs - afsláttur í fjölda verslana, afsláttur í ferðir félagsins - forgangur að skálagistingu í þá 40 skála sem að félagið rekur umlandið. Þannig tekur fólk líka best á uppbyggingu gönguleiða um hálendið - um merkingar og aðstöðu ferðafólks sem unnið hefur verið á vegum félagsins í 82 ár.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.