Feykir


Feykir - 07.05.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 07.05.2009, Blaðsíða 9
FRÉTTASKÝRING FEYKIS 18/2009 Feykir 9 HESTAUMFJÖLLUN FEYKIS Feykir mun á næstu vikum fjalla um hin svokölluðu vorverk á hrossaræktarbúum í héraði. Það er hvort von sé á spennandi folaldsfæðingum, hvort eitthvað gott hafi komið úr tamningum vorsins og svo framvegis. Við nðum á vaðið með Sauðárkrókshestum og Vatnsleysu. Sauðárkrókshestar 14 folöld vænt- anleg í vor Guðmundur Sveinsson og Boði Guðmundur Sveinsson lá í flensu þegar blaðamaður hafði samband við hann og var ekki ánægður með það en það glaðnaði heldur yfir honum þegar hann var inntur eftir folöldum vorsins. Guðmundur á von á fjórtán folöldum þetta árið og flest undan sitthverjum hestinum. -Ég held að aðeins tvö folöld sem væntanleg eru séu undan sama hestinum. Ég ferðaðist ekki mikið um landið með merarnar heldur nýtti mér þá hesta sem eru hér í kring, segir Guðmundur. Aðspurður um hrossasölu segir Guðmundur að salan hafi verið frekar treg eftir áramótin, - en ég á svo sem ekki mikið til að bjóða núna, segir Guðmundur og segist vera að undirbúa jarðveginn fyrir sölur næsta vetur. Hestaferðir verða farnar hjá Guðmundi þó ekki sé búið að fastnegla hvert skuli haldið. -Það verður eitthvert farið, það er alveg nauðsynlegt. Langt er síðan Guðmundur hefur sést á keppnisvellinum og inntur eftir því segir hann að félagsmálin taki sinn tíma. -Svo hef ég verið bundinn yfir KS-deildinni. En ég stefni á að keppa meira. • • Orvæntingarfull undirboð að sliga verktaka Orvæntingafuilir jaróvinnuverktakar á íslandi virðast þessa dagana bjóða allt niður í 45 - 50% af kostnaðaráætlunum verka í von um að hreppa hnossið. Sömu sögu segja aðrir verktakar en mbl.is greinir frá verktaka á Suðurnesjum sem greip til þess að segja öllum 50 starfsmönnum sínum upp. Sagðist verktakinn ekki treysta sér til þess að reka fyrirtæki sitt í umhverfi þar sem flest verk eru unnin fyrir um 50% af kostnaðaráætlun. Vinnureglur Vegagerðar ríkisins eru þær að verktaki sem býður í verk verður að sýna fram á að velta síðustu þriggja ára á undan sé í það minnsta helmingur upphæðar verksins. Verktaki verði að hafa staðið skil á opinberum gjöldum auk þess sem verkstaða og almenn ábyrgð verktaka er skoðuð. Hafl verktaki staðið í skilum og rekið fyrirtæki sitt vel síðustu þrjú ár er því ekki gerð athugasemd við að tilboð í verk nemi ekki nema tæplega helming kostnaðar við verkið. Þá er farið fram á verktryggingu en bankar eru í auknum mæli farnir að fara fram á að verkkaupi skilji eftir hluta greiðslu til verktaka sem tryggingu bankans. Þetta þýðir þá í raun að verktaki er farinn að vinna verkið fyrir helmingi lægra verð en það er í raun talið kosta auk þess að hluta af greiðslu hans er haldið eftir þar til verkinu lýkur. Verktaki sem Feykir.is ræddi við sagði að ljóst væri að verktakar sem tækju að sér verk á þessum undirkjörum gætu ekki staðið í skilum og þá yrðu það oftar en ekki undirverktakar, birgjar og fleiri sem sætu eftir með sárt ennið og fengju skuld sína ekki greidda. Undirboð sem þessi væru einfaldlega upphafði á endinum. -Það ástand sem einkennir markaðinn í dag er í fyrsta, öðru og þriðja lagi verkefnaskortur sem aftur leiðir að sér þessi skelfilegu undirboð sem eru engum til gagns eða góðs, segir Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs Samtaka Iðnaðarins. Aðspurður um hvort samtökin muni beita sér í þessu ástandi segir Árni að búið sé að þrýsta verulega á hið opinbera um að setja fleiri verk í útboð. -Stærri sveitarfélög og ríkið hafa eiginlega verið með útboðsbann síðustu mánuði sem hefur komið illa niður á þessari stóru grein. Hér eru mörg störf í húfi, segir Árni. Er eitthvað að frétta? Hafðu samband - Síminn er 455 7176 Vatnsleysa Með 40 hross á jámum Það er nóg að gera hjá Arndísi Brynjólfsdóttur á Vatnsleysu alla jafnan. Hún er kennari á Jór í Fjölbrautaskólanum ásamt því að sinna búi og öðrum verkum tengdu hestamennskunni. Hún á von á mörgum spennandi folöld í sumar. -Já, það koma mörg spennandi folöld og eitt er þegar fætt. Undan Rós f. Vatnsleysu kom svört hryssa undan Hlyn frá Vatnsleysu. Síðan fáum við undan Lydíu f. Vatnsleysu og Hróð f. Refsstöðum. Og síðan koma undan bæði Glampa og Andra frá Vatnsleysu, segir Arndís. I vetur hafa verið í kring um 40 hross á járnum á Vatnsleysu. Þar starfar nú Hörður Óli Sæmundsson en hann var í verknámi fyrir nokkurm árum á Vatnsleysubúinu. Að sögn Arndísar kom veturinn vel út, oftast gott útreiðarveður og hrossasala gekk vel. Farið verður með einhvern hóp í lcynbótadóm og stefnt er á að taka þátt í einhverjum keppnum í sumar. -Já, það verða ýmis mót hér heima og svo að sjálfsöguðu fjórðungsmót. Aðspurð um það hvort einhverjar hestaferðir væru fyrirhugaðar í sumar segir Arndís það vera. -Það verða farna ferðir hér innanhéraðs eins og á hverju sumri, segir Arndís og greinilegt að ferðirnar eru ómissandi hluti hestamennskunnar hjá Vatnsleysubændum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.