Feykir


Feykir - 07.05.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 07.05.2009, Blaðsíða 10
lO Feykir 18/2009 Menningarumfjöllun Feykis Leikfélag Sauóárkróks fagnar tímamótum Þessum heiðurskonum Hönnu Pétursd., Önnu Pálu Guðmundsd. og G. Abelína Magnúsd. voru veittar viðurkenningar í tilefni afmælisins, en þær léku í Nýársnóttinni fyrsta leikriti endurreists Leikfélags Leikfélag Sauðárkróks sýnir nú leikverkið Frá okkar fyrstu kynnum eftir Jón Ormar Ormsson. Þar eru dregnar fram glettur úr sögu leikfélagsins en það fagnar nú því að á liðnu ári voru 120 ár liðin frá stofnun þess. Sl. laugardag var sérstök hátíðarsýning á verkinu og að henni lokinni fór fram afmælishóf leikfélagsins. Leikfélag Sauðárkróks var stofnað árið 1888 á undan flestum leikfélögum á landinu. Leikfélag Reykjavíkur var stofnað 1897, Leikfélag Akureyrar 1907, Vestmannaeyja 1910 og Þjóðleikhúsið ekki fýrr en 1950. Stjórn leikfélagsins samdi því við Jón Ormar Ormsson um að setja saman afmælissýningu sem frumsýna átti á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2008. Þegar komið var fram á sumar varð ljóst að Pétur Pan yrði meira en nóg verkefni handa okkur um haustið svo afmælissýningunni var frestað frarn í Sæluviku 2009. Verkið heitir Frá okkar fyrstu kynnum, sett saman af söngvum og brotum úr leikritum sem hafa verið sýnd hér á Sauðárkróki undanfarin 120 ár og svo slæðist dálítið nýmeti með. Hefur verkinu verið afar vel tekið og uppselt á allar sýningar fram að þessu. Það er Jón Ormar Ormsson sem samdi verkið og er jafnframt leikstjóri auk Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Leikfélagið naut styrks frá Menningarráði SSNV. £ £ If ITlenningarráð m m m 1 Norðurlands vestra Verkefnisstjóri þróunarverkefnis á sviöi nýtingar silungsveiðivatna hjá Veiöimálastofnun Veiðimálastofnun auglýsir eftir verkefnisstjóra með aðsetur á Sauðárkróki til að stýra nýsköpunar og þróunarverkefni á sviði nýtingar silungsveiðivatna og ferða- þjónustu henni tengdri. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi á fram- haldsstigi á fagsviðum Veiðimálastofnunar eöa öðru námi sem nýtist í verkefninu og búa yfir góðri færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæðum vinnubrögðum. Æskilegt er aö umsækjendur hafi reynslu af verkefnastjórn og/eða þróunar- og nýsköpunarstarfi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt ferilskrám berist fyrir 15. mai til Veiðimálastofnunar Sæmundargötu 1, 550 Sauðárkróki. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Jónsson (sími 5806343) sviösstjóri nýsköpunar- og þróunarsviös Veiðimálastofnunar. Sigurveig formaOurLS og Sigurlaug gjaldkeri LS. Þröstur Guðbjartsson leikstjóri og Jón Stefán Kristjánsson leikstjóri Góð ráð fengin hjá Guðbrandi Ægi. Steini Hannesar, Bragi Har. og Elsa Jóns. Frá Heilbrigðisstofnuninni Sérfræðikomur Edward Kiernan, kvensjúkdómalæknir verður með móttöku á stofnuninni 14. og 15. maí. Tímabókanir í síma 455 4022 ofnunin

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.