Feykir


Feykir - 07.05.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 07.05.2009, Blaðsíða 11
18/2009 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Aóalbjðrg og Kristján kokka Ööruvísi uppskriftir sem kitla bragðlaukana Aö þessu sinni eru það Aðalbjörg Vagnsdóttir og Kristján Alexandersson sem gefa okkur uppskriftir vikunnar. Þær eru mjög girnilegar og henta vel til að lengja Sæluvikuna a.m.k. fram að næstu helgi. Aðalbjörg og Kristján skora á Erlu B. Erlingsdóttur og Agnar Friðrik Agnarsson að koma með næstu uppskriftir. FORRÉTTUR Öðruvísi beikon ogegg 1 stórt bréfbeikon 6 eggharðsoðin ogsöxuð 1 dl. púrrulaukur smátt saxað 2 dl. majones 1 dl. sýrður rjómi ‘/2 tsk. sítrónupipa, salt eftir smekk 2 tsk. worchestersósa 3 tsk. sinnep 2 msk. graslaukur 50 gr. möndluspænir, ristaðar á pönnu. Gott að setja smátt söxuð vínber út í. Aðferð: Steikið beikon og brjótið í litla bita, sett í skál ásamt púrru og eggjum. Blandið saman majonesi, sýrðum rjóma, sósu, sinnepi og öllu kryddi. Blandið saman við beikonið og eggin og laukinn. Setjið möndluflögurnar síðast og vínber ef vill. Láta standa í kæli í tvo tíma. Borið íram með ristuðu brauði. Skötuselurinn: Hann er grillaður við vægan (medium) hita á útigrillinu í c.a. 6 mín. á hvorri hlið. Mikilvægt að víkja ekki frá grillinu á meðan svo hann verði ekki ofeldaður. AÐALRÉTTUR Fiskur steiktur í snakki Hráefni 4 ýsuflök eða skötuselur 1 poki Bugles venjulegt, mulið 'A poki paprikuskrúfur, muldar 2 msk. heilhveiti 2 msk. laukur, smáttsaxaður (másleppa) 3 tsk. aromat 2 tsk. graslaukur, þurrkaður 2 egg, smá mjólk ogsinnep pískað saman Olía til steikingar Aðferð: SSkerið fisk í hæfilega bita. Blandið saman snakki, hveiti og öllu kryddi. Dýfið fiskinum í eggjablönduna og veltið upp úr snakkblöndunni. Steikið á pönnu í c.a. 4 mínútur á hvorri hlið. Má setja í heitan ofn í smá stund. Frjálst meðlæti. EFTIRRÉTTUR Slompaðar pönnukökur m/ís, berjum og sósu 130 gr. hveiti 1 msk. sykur 1 tsk. salt 100 gr. suðusúkkulaði 5 dl. mjólk 2 egg Súkkulaði og mjólk brætt saman. Blandið öllu hinu saman við. Steilct á venjulegan hátt. Setjið 1 dl. af Grand Mariner yfir ber af eigin vali, látið standa í c.a. 1 klst. SÓSA lOstk. bombur 10 stk. Freyju karamellur 100 gr. súkkulaði 2 dl. rjómi Bræðið allt saman í potti. Setjið ís inn í pönnukökurnar, brjótið saman og berið fram með berjunum og heitri sósunni. Dúndurgott!! Verði ykkur að góðu! Fjölbrautaskóli Noröurlands vestra Fagmenn framtíöar Nemendur Tréiðnadeildar fjölbrautaskólans gerðu sér dagamun í síðustu viku þegar formlegri kennslu lauk þessa önnina. Þá voru grillin dregin fram og dýrindis grillmatur hanteraður að hætti fagmanna. Að sögn Óskars Más brautarstjóra Tréiðnadeildar, var hópurinn afskaplega samheldinn og áhugasamur um verkefni vetrarins en það er komin hefð á það að nemendur í húsasmíði smíði timburhús á 3. og 4. önn og var byrjað á einu slíku síðastliðið haust. Alls voru 21 nemandi sem sáu um bygginguna og hafa þeir aldrei verið fleiri. Viðfangsefni skólaársins 2008-2009 var aðstöðuhús fyrir tjaldstæði á Sauðárkróki, sem er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Húsið er um 80 m2 og mun leysa af hólmi lida skúrinn sem hefur þjónað gestum tjaldstæðisins á Sauðárkróki í fjöldamörg ár. Hafist var handa þann 25. ágúst á síðasta ári við að undirbúa byggingarstað og húsið orðið fokhelt fyrir áramót. Eftir áramót var unnið í því innan dyra en jafnframt klætt að utan eftir því sem veður leyfði. Verkinu miðaði vel áfram og nemendur mjög áhugasamir um að láta verkið ganga vel, enda voru afköst nemenda það mikil að bæta varð við verkefnum. í því skyni var samið við Skagafjarðarveitur um byggingu 22 m2 dæluhúss, sem setja á niður yfir borholu í landi Steintúns í fyrrum Lýtingsstaðahreppi. Nemendur sjá um alla smíðavinnu, þ.m. innréttingar, hurðir og fl. Nokkrar staðreyndir um trésmíðadeildina Starfsnám í bygginga - og mannvirkjagreinum er skipulagt þannig að nemendur innritast fyrst í sameiginlegt einnar annar grunnnám en velja að því loknu nám í húsasmíði, húsgagnasmíði, málun,múrsmíði,pípulögnum, eða veggfóðrun og dúklögn. í verknámshúsi skólans fer fram kennsla í verklegum greinum og bóklegum faggreinum. Þar er glæsilegur vélasalur, bekksalur og lakkklefi fyrir tréiðnað auk góðrar teiknistofu fýrir iðnteikningu. Tréiðnaðardeild FNV hefúr nú verið starfrækt frá því í september árið 2000. Aðstaða er góð og vélakostur er bæði nýr og einn sá fúllkomnasti á landinu. Að loknu grunnnámi býður FVN upp á nám í húsasmíði og húsgagnasmiði sem eru löggiltar iðngreinar. Nám í þessum greinum tekur 4 ár og því lýkur með sveinsprófi. Verkleg kennsla í húsasmíði hófst haustið 2003, þar sem nemendur smíða sumarhús. Þetta verkefni er í samvinnu við atvinnulífið þar sem fyrirtæki geta fylgst með nemendum. Hluti nemenda og kennara við tjaldstæðishúsið Nemendur kampakátir við heimasmíðað veisiuborö Svona lítur tjaldstæðishúsið út sem staðsett verður á Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.