Feykir


Feykir - 14.05.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 14.05.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 19/2009 Tónlistarskóli Skagafjarðar Kennarar mótmæla niðurskurði Byggðarráð Skagafjarðar lýsir áhyggjum Óvissa um fiskveiði- stjórnunarkerfið Kennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar hafa sent frá sér harðorða ályktun sem er tilkomin vegna uppsögn á starfi og starfshlutfalli tveggja kennara við skólann. í ályktuninni segir að samkennarar harmi það skilningsleysi sem felst í aðför að margra ára uppbygginga- starfi. Það séu nöturlegar Jón ráðherra Jón Bjarnason, Vinstri grænum, mun stýra ráðuneyti landbúnaðar- og sjávarútvegsmála næstu fjögur árin en ný ríkisstjórn íslands var kynnt sl. sunnudag. þakkir fyrir vel unnin störf og ömurleg skilaboð til söng- héraðsins Skagaíjarðar og ekki samboðið stjórnendum sveitarfélagsins að fara þannig með vald sitt á erfiðum tímum. Segjast kennarar við skólann ætlast til þess að kjörninr fulltrúar þeirra standi vörð um tónlistarmenntun í Skagafirði og forgangsraði í samræmi við það. Guðbjartur Hannesson var ekki meðal ráðherra Samfylkingar sem teflir aðeins fram einum landsbyggðar- þingmanni í ráðherraliði sínu. Byggðarráð Sveitarfélags- ins Skagafjarðar lýsir í ályktun sem það sendi frá sér um helgina, þungum áhyggjum yfir þeirri óvissu er ríkir um fiskveióistjórn- unarkerfið. Byggðarráð hvetur stjórnvöld til að standa vörð um stöðu og framtíð sjávarbyggðanna ekki síst í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir um land allt eftir efnahagshrunið. í ályktuninni segir -Sjávarútvegur er ein af mikilvægustu undirstöðum atvinnulífs í Skagafirði og byggir íjöldi fólks beint og óbeint afkomu sína á honum. Heilbrigðisstofnunin á Hvammstanga mun sameinast öðrum í eina stofnun, Heilbrigðisstofnun Vesturlands ásamt Heilbrigðisstofnuninni Akranesi, Heilsugæslu- stöðinni Borgarnesi og heilbrigðisstofnununum á Snæfellsnesi, Hólmavík og Búðardal. Ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og fyrirtækja var lagður fyrir sveitarstjórn í sfðustu viku en niðurstaða rekstrar- reiknings samstæðunnar er jákvæður um rúmar 10 milljónir. Þá var rekstur málaflokka í samræmi við fjárhagsáætlun Auðhumla, samvinnufélag í eigu um 700 mjólkurfram- leiðenda um land allt hefur keypt 4.894.806 kr. hlut í Vilko ehf. á genginu 2,2 á hlut. Kaupverð er því 10.768.573 kr Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og Tryggja verður með óyggjandi hætti að ef breytingar verða gerðar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu miði þær að því að tryggja betur störf þeirra þúsunda sem í sjávarútvegi starfa og auki atvinnuöryggi í sjávarbyggðunum ásamt því að treysta stöðu fyritækja í sjávarútvegi. Byggðarráð bendir á mikilvægi þess að stjórnvöld hafi náið samráð við hagsmunaðila og sveitar- stjórnir áður en ráðist er í grundvallarbreytingar í svo veigamiklum málaflokki sem sjávarútvegurinn er.“ Á vef heilbrigðisráðuneytis segir að þetta þýði að frá og með 1. janúar 2010, þegar ný stofnun tekur til starfa, tekur Heilbrigðisstofnun Vestur- lands yfir réttindi og skyldur samkvæmt ráðningarsamn- ingum starfsmanna, annarra en forstöðumanna. ársins og tekjur sveitarfélagsins hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. í ályktun frá meirihluta segir að mikilvægt sé að koma með þessa j ákvæðu niðurstöðu inn í þann tekjusamdrátt sem blasir við í rekstri sveitar- félaga. umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á íslandi og erlendis. í erindi sem Vilko ehf sendi Blönduósbæ var farið þess á leit að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum í Vilkó. Bæjarráð Blönduósbæjar samþykkti erindið fyrir sitt leyti. Húnavatnshreppur Slæmt ástand vega Sveitarstjóm Húna- vatnshrepps hefur samþykkt að rita bréf til samgönguráðherra og Vegagerðarinnar vegna ófremdarástands vega í sveitarfélaginu. Mun sveitarstjórnin í ffamhaldinu óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar. Samgönguráðherra hefur áður verið sent bréf um ástand vega í Húnavatnshreppi og sendi Feykir í ffamhaldi af því fyrirspurninr á samgönguráðherra, Kristján Möller, um málið. Þeirri fyrirspurn var ekki svarað. Sýsluskrifstofan á Sauðárkróki Númer4 Síðasta föstudag var niðurstaða úr könnun á Stofnun ársins 2009 kynnt á Hótel Nordica f Reykjavfk. Sýsluskrifstofan á Sauðárkróki var þar í hópi minni fyrirtækja og lenti f 4. sæti yfir fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2009. Könnunin var gerð meðal félagsmanna SFR, stéttar- félags í almannaþjónustu, þar sem þátttakendur voru spurðir um trúverðugleika stjórnenda, vinnuskifyrði, ímynd, sjálfstæði, sveigjan- leika, ánægju með launakjör og fleira. Það var sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal sem hlaut hæstu einkunn minni fyrirtækja en Umferðastofa þeirra stærri. -Við hér á sýsluskrifs- tofunni erum afar ánægð með að vera í 4. sæti, segir glaðbeitt starfsfólk sýsluskrifstofunnar á Sauðárkróki. Leidari Ofboðslega stolt en líka svolítið gömul Tór, gæsahúð og kjánalegt bros einkenndi útlit mitt á meðan á flutningi Islands í Evrovision stóð. Þau stóðu sig frábærlega vel og algjör unaður á að hlýða. Það sama má ekki segja um alla keppendur og ég stóð mig að því að horfa á allt annað en ég átti að vera að horfa á. Ég hafði til dæmis áhyggjur afþví að vindvélin væri stillt á það mikinn kraftað aumingja konan í akríldúknum í atriði Hvítrússa myndi ekki hafa lifa lagið á enda. Mér fannstsum atriðin rosalega kjánaleg og önnur táknræn ogfalleg eins og atriðiðfrá ísrael. Elvis ejtirherman, æi nei, ég ætla ekki að segja meir. Finnland voi~u flottir þó en lagiðfrá Tyrklandi hafði ég heyrt oft oft áður í mörgum mörgum keppnum. Síðan hafði ég líka áhyggjur afþví að stultumar myndu gefa sig í sirkusatriðinu sem var á undan íslenska laginu. Held svei mérþá að ég hefi bara skemmt mér nokkuð vel yfirþessari menningaraukandi keppni. Ekki skemmdifyrir að kvöldið endaði vel, við komumst áfram. Kannski keppnin verði bara í Miðgarði að ári?? Hver veit;) Gleðilega Evrovisionhelgi Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Feykir Utgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Arni Gunnarsson, Áskell HeiðarÁsgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgdannadun Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is © 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is © 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325krónurmeð vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Ný ríkisstjóm tók við völdum sl. sunnudag Húnaþing vestra Hvammstangi undir Akranes Húnaþing vestra Góður rekstur árið 2008 Blönduós___________________ Auðhumla eignast í Vilkó

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.