Feykir


Feykir - 14.05.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 14.05.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 19/2009 Jón Óskar Pétursson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum Kraftur þekkingar og nyskopunar á Norðurlandi vestra Norðurland vestra á sér glæsilega sögu menningar og blómlegra byggða og svæðið er ríkt af auðlindum lands og sjávar sem hafa um árabil staðið undir atvinnulífinu. Þrátt fyrir það hefur hagvöxtur og íbúafjöldi þróast á neikvæðan hátt undan- farin ár. Ástæður þess má að stærstum hluta rekja til þeirra miklu umbyltinga sem orðið hafa í frumframleiðslugrein- unum sem hvað fyrirferða- mestar eru í atvinnulífi á Norðurlandi vestra, það er, sjávarútvegi og landbúnaði. Tækniframfarir og lagalegt umhverfi þessara greina hefur leitt af sér fækkun starfa og fólksfiutninga úr dreifbýli í þéttbýli. Þessi þróun er ekki einskorðuð við þetta svæði heldur hefur hún átt sér stað víða um land og um allan heim þar sem vinnuaflið hefur færst úr frumframleiðslugreinum yfir í þekkingar- og þjón- ustugreinar. Samfélög taka breytingum í tímans rás og segja má að raunverulegur styrkur þeirra felist í þvi hvernig þeim tekst til í slíku þróunarferli. Til að takast á við breytingar þarf valkosti og tækifæri og það þarf sköpunarmátt, vandvirkni og dirfsku bæði til að sjá möguleikana og nýta sér þá á markvissan hátt. Markmiðið hlýtur að vera að skapa samfélag þar sem breytingar eru uppbyggjandi, með fjölbreyttu atvinnulífi og góðu mannlífi. Norðurland vestra stendur í þessum sporum. Mikilvægi þekkingar Sagan sýnir að þekking er kraftmesta tækið til eflingar atvinnulífs og byggða og ljóst er að samfélög framtíðarinnar verða drifin áfram af þekkingarleit og sköpun. Þá er hlúð að og byggt á þeirri reynslu og vitneskju sem samfélög hafa þroskað með sér, auk þess sem litið er víðar og þekking og lærdómur annars staðar frá nýtt eins og kostur er. Þetta stuðlar að jákvæðri þróun samfélagsins og laðar að fólk og fyrirtæki. Allt bendir til að nánasta framtíð Norðurlands vestra muni einkennast af slíkri þróun, og fullyrða má að hún er komin vel af stað. Við höfum öfluga skóla á öllum stigum. Háskólinn á Hólum er al- Húnavatnshreppur HringUr Auðkúluréttar steyptur upp í sumar Fjallaskilanefnd Auðkúluréttar hefur sent sveitastjórn Húnavatnshrepps erindi þar sem rætt er um flýtingu gangna og framkvæmdir í Auðkúlurétt. Varsveitarstjóraog oddvita falið að ræða við aðrar fjallskiladeildir um flýtingu gangna. Þá var ákveðið að taka tilboði Húsherja ehf vegna uppsteypu á hring í Auðkúlurétt að upphæð kr. 443.346 m/vsk. Rúmast upphæð tilboðsins innan fjárhagsáætlunar og hefur ekki áhrif á fyrirhugaðar framkvæmdir við Undir- fellsrétt. Atvinnuátak Blönduósbæjar og Vinnumálastofhunar 20 storf 13 manuði Vinnumálastofnun hefur samþykkt umsókn Blönduósbæjar um sérstakt átaksverkefni „Átak í umhverfismálum og skógrækt". Samþykkt voru 20 störf í 3 mánuði hvert. Var málið lagt fram til kynningar á síðasta fundi bæjarráðs Blönduósbæjar. Jón Óskar Péturson framkvæmdastjóri SSNV þjóðlega viðurkennd mennta- stofnun sem beinir sjónum sínum að atvinnugreinum sem tengjast auðlindum menningar og náttúru; Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra leggur áherslu á iðn- og verkmenntun sem hefur átt undir högg að sækja hérlendis; og Farskólinn miðstöð símenntunar stendur fyrirfjölbreyttunámskeiðahaldi með atvinnu- og byggðaþróun að leiðarljósi. Undanfarin ár hafa á svæðinu sprottið upp þekkingarsetur, söfn, starfs- stöðvar rannsóknastofnana, vísindagarður og sprotafyrir- tæki, sem tengjast stað- bundnum auðlindum menn- ingar, sögu, menningararfs og náttúru, oft tengt ferðaþjónustu og matvælaiðnaði. Sveitarfélög og íbúar hafa sett slíka starfsemi í forgang og eru sammála um að hún skipti miklu fyrir stöðu og þróun viðkomandi samfélaga. Arvinnufyrirtæki svæðisins hafa ekki látið sitt eftir liggja og leggja nú höfuðáherslu á eflingu þekkingar og nýsköpun innan sinna vébanda og í byggðar- laginu. Þetta einkennir t.d. stefnu langstærsta fyrirtæki- sins, Kaupfélags Skagfirðinga og fyrirtækjasamstæðu þess, sem og margra annarra fyrirtækja bæði í hátækni, mat- vælaframleiðslu eða ferða- þjónustu. Þá hafa opinberar stofhanir í nokkru mæli opnað starfs-stöðvar á svæðinu, en forsenda þess er m.a. aðgengi að menntuðu starfsfólki. Hvar liggja tækifærin til atvinnuþróunar og nýsköpunar? Við sjáum nú þegar margvísleg dæmi um nýsköpun í Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum atvinnulífi Norðurlands vestra og við eigum eftir að sjá öra þróun á næstunni. Svæðið býr yfir mikilli sérstöðu sem skynsamlegt er að byggja á. Mikill uppgangur er í ferða- þjónustu og mörg tækifæri eru þar vannýtt. A engan er hallað þegar því er haldið fram að Norðurland vestra sé umfram annað matvælaframleiðslu- svæði. Mikil sóknarfæri liggja í samspili hefðbundinnar mat- vælaframleiðslu, rannsókna og ferðaþjónustu. Margvísleg tækifæri felast í nýsköpun í landbúnaði og sjávarútvegi, t.d. tengt hestamennsku, fiskeldi og veiðum. Mikil tækifæri liggja og í menningarstarfi og nýtingu staðbundinna náttúru- auðlinda t.d. í hátækniiðnaði. Svæðisbundna orku má nota markvissar til uppbyggingar í heimabyggð, t.d. fjölbreyttari nýtingu jarðhita í heil- brigðisþjónustu og ferðaþjón- ustu. Mennta- og rannsókna- stofnanir svæðisins hafa burði til að efla enn frekar fjölbreytta rannsóknastarfsemi sem laðar að íslenska og útlenda sérfræðinga, en þessi þróun hefur reyndar verið í fullum gangi undanfarin ár. Fjölbreytt atvinnulíf og menning eru lykilatriði. Þannig verðum við enn sterkari í að takast á við framtíðina í síbreytilegum heimi, höfum valkosti og forskot í anda sjálfbærrar þróunar. Samstaða og samstarf Til þess að okkur takist að nýta tækifæri okkar til fulls eru samstaða og samstarf lykilorð. Mörg góð dæmi eru nú þegar fyrir hendi. Við verðum þó að þroska enn frekar sameiginlega sýn á auðlindir okkar, þær aðferðir og tæki sem við höfum og móta sameiginleg markmið. Saman getum við verið stolt af því að hugmyndir okkar og þróunarvinna stenst fullkom- lega alþjóðlegan samanburð. Við erum í samkeppni við önnur landssvæði og í raun allan heiminn, og til að standa okkur í henni, og geta jafnframt nýtt okkur ytri tengsl, þurfum við umfram allt annað að standa þétt saman og vera skrefi framar. Nýjustu kenn- ingar um farsæla byggðaþróun hvetja til hvers kyns samstarfs. Til dæmis leggur Vaxtar- samningur Norðurlands vestra áherslu á myndun svæðis- bundinna klasa í þekkingar- og atvinnustarfsemi. Sömuleiðis standa öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra að menningarráði sem stýrir öfl- ugu starfi í menningarmálum og hefur styrkt margvísleg staðbundinmenningarverkefni um allt svæðið. Til þess að efla samstöðu og samræmda sýn okkar verðum við að ræða saman og kynna okkur á markvissan hátt hvað er að gerast. Því boðar Vaxtarsamningur Norðurlands vestra til Þekkingarþings Norðurlands vestra þann 19. maí nk. Þingið verður haldið í Fellsborg á Skagaströnd. Markmið þingsins er að vekja athygli á því fiölbreytta rannsókna- og fræðastarfi sem hér fer fram, með dagskrá sem byggist að mestu leyti á stuttum erindum fræðimanna og fulltrúa rannsóknarstofnana og þekkingarsetra á svæðinu. Tökum höndum saman, skynjum og virkjum kraftinn í okkur sjálfum og snúum endanlega við neikvæðri þróun íbúafiölda og hagvaxtar i okkar heimabyggð og leggjum um leið lið uppbyggingu Islands á erfiðum tímum. Jón Óskar Pétursson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.