Feykir


Feykir - 14.05.2009, Page 5

Feykir - 14.05.2009, Page 5
19/2009 Feykir 5 MINNINGARGREIN Gísli Jónsson bóndi í Miðhúsum Vorið var á næsta leyti þegar bóndin og veiðimaðurinn Gísli Jónsson í Miðhúsum settist niður við eldhúsborðið heima í síðasta sinn. Stoltur maður og frjáls, sjálfum sér nægur í hárri elli. Fylgdi örlögum sem enginn getur flúið og eru jafn viss og eðilsávísun farfuglanna. Sunnanþeyrinn barst yfir hafið, lyfti undir vængi vorboðanna, sem vitja nóttlausa vorsins í norðri. Tugþúsundir gæsa stróka sig niður á akrana. Refir sækja um lágnætti björg í bú, sjóbirtingur rennur upp ár og selir elta. Skagfirskir bændur - sem vinna langan dag á vorin að hjálpa drottni við sköpunarverkið - ættingjar og vinir komu saman í kirkjunni á Miklaæbæ í Akrahreppi að kveðja Gísla. Við singdum yfir kistuna, þökkuðum gamla manninum fyrir liðna daga og rifjuðum upp minningar. Albert hafði farið á skytterí um morguninn og fannst það vel við hæfi. Þeir Gísli skutu hundrað gæsir á einum morgni þegar best lét. Að mér hvarflaði bernskukminning þegar við strákarnir söfnuðum hagabyssupatónum eftir metveiði Gísla og Hvata á Stöðinni á túni heima í Flatatungu. Svo komu kallarnir inn drukku kaffi og reyktu pípur í eldhúsinu. Gísli sagði veiðisögur. Önnur augabrúnin á skaust langt uppfyrir hina og hann hallaði sér fram, “maður lifandi! Hvati tók undir með veiðimannsblik í auga “Og já, já, elskan mín”. Á bæjarhlaðinu stóð grár Willis með kerru fulla af fugli. Kannski tvöhundruð gæsir. Gísla valdi fyrir mig fyrstu byssuna og tók hana á leyfið sitt. Hann gerði þetta fyrir okkur bræður því við vildum eiga byssur og veiða en vorum of ungir. Gísli var eini maðurinn sem mátti taka heim með sér skotvopn úr verslun á Krók til að prófa og velja úr. Fyrir vikið fengum við úrvals byssur. Hann lagði okkur einnig lífsreglur í stangveiðinni. Á sínum tíma tókum við Kári bróðir minn að okkur grenjavinnslu í Akrahreppi. Ungir og fákunnandi. Gísli hafði sinnt þessu lengi og var óþreytandi að gefa okkur ráð. Einu sinni lágum við á greni á Akradal og vorum í erfiðri viðureign við lífsreynda og ljónstygga læðu. Sem endaði þannig að gamli hershöfðinginn í Miðhúsum stýrði aðgerðum í gegnum talstöð og þar hitti lágfóta fyrir oíjarl sinn. Við upphaf veiðiferðar var yfirleitt komið við í Miðhúsum og oft líka á leiðinni heim. Ég á góðar minningar úr eldhúsinu á Miðhúsum. Hjónin Gísli og Guðrún Stefánsdóttir voru að mörgu leyti ólík en áttu vel saman. Hún var frábær kona, greind og orðvör. Kliðurinn frá helsingjunum á sléttunum neðan við Miklabæ truflaði upprifjun mína og ég hugsaði að ef Gísli væri þarna núna væri hann ábyggilega líka að spekúlera í gæsunum og hvernig væri hægt að komast að þeim. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þeim hjónunum, notið vináttu og gestrisni og á eftir að sakna þeirra. Félagsskapur þeirra var mannbætandi og ævistarfið óeigingjarnt. Og þegar ég leit yfir afkomendahópinn stóra, börn, tengdabörn, barna- börn og barnabarnabörn var margt í svip og háttum sem minnti á þau. Almættið hefur skilað áfram þeim ríku og fjölbreyttu hæfileikum sem Gísla og Guðrúnu voru gefin. Blessuð sé minning þeirra. Árni Gunnarsson Er eitthvað að frétta? Hafðu samband - Síminn er 455 7176 (ÁSKORENDAPENNINN ) Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir á Skagaströnd skrifar Kynslóóin sem kreppan bjargaói Undanfarna mánuði hefur mikið verið rætt um þessa kreppu sem nú tröllríður öllu. í fjölmiðlum velta menn sér sí og æ upp úr öllum hugsanlegum neikvæðum afleiðingum hennar og áhrifum. Þær fámennu raddir, sem vilja benda á hugsanleg jákvæð áhrif kreppunnar, drukkna í harmkvælum fjöldans. Ég var að ræða þetta við góðan vin um daginn og saman komumst við að þeirri niðurstöðu að sennilega myndi kreþpan bjarga okkar kynslóð. Við erum nefnilega af þeirri kynslóð sem ekki varspurð, að loknum menntaskóla, hinnar sígildu spurningar: "Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?” Heldurvarspurt: “Hvað ætlar þú að gera til að verða ríkur?” Okkurvarsannarlega gert það auðvelt. Við áttum greiðan aðgang að háskólanámi og þangað streymdi stór hluti kynslóðarinnar í viðskiþtagreinarnar, sem áttu að gera hvern þann ríkan er þarlyki námi. Þeirsem álpuðust í bókmennta- eða stjómmálafræði, félagsráðgjöf eða aðrar greinar, sem ekki voru taldar gefa eins vel í aðra hönd. Mættu gjarnan skilningsleysi kynslóðarinnar og vorkunn. Vorkunn -því öruggt var að þeir væru að gera sér Iffið fjárhagslega erfiðara en nauðsyn bartil. Svo átti að standa undir þeim kröfum sem gerðar voru til ofurkynslóðarinnar. Kynslóðarinnarsem ólst uþp við betri aðstæður en nokkurn tíman hafði áður þekkst og hafði þaðsvogott. Kauþa bíl -helst nýjan. Eiga börn -sem fýrst, helst meðan verið var í námi. Kaupa íbúð -helst nógu stóra til að rúma vísitölufjölskylduna og vera vænleg til veisluhalda og fylla hana með flottum húsgögnum og flatskjáum. Og fyrir náminu, bílum, börnunum, íbúðinni og innvolsinu átti bara að taka lán, lán, lán og afturlán og svo svolítinn yfirdrátt til að geta staðið í skilum með lánin. Nýútskrifuð kom stór hluti kynslóðarinnar skuldum vafin á vinnumarkaðinn. Með brenglað verðmætamat ogjafn vel milljón kall í mánaðarlaun, missti yfirdráttarkynslóðin sig gjörsamlega við að hafa fé milli handanna og spreðaði aurunum sínum óspart í dauða hluti. Dauða hluti, sem nú leystu fagnaðarerindið af hólmi og áttu að veita mönnum lífshamingjuna. Síðan hrundi spilaborgin og nú stendur viðskipagrei nayfirdráttalánakynsl óðin á orginu eins og frekur krakki. Alveg vita brjáluð yfir því hversu illa er búið að fara með hana. Brjáluð yfir þeim óraunhæfu kröfum sem gerðarvoru bl hennarog engin leið varaðstanda undir. Brjáluð yfir því að enginn skyldi hafa haft vit fyrirhenni. En hver krafði kynslóðina? Hver ætlaðist til þessa af henni, annaren hún sjálf ítilraun sinni til að gera lífið að amerískri Hollywood-mynd? Hafði engin vit fyrir henni? Eða skellti hún skolleyrum fyrir varnaðarorðum elstu kynslóðanna, sem alltaf brýndu fýrir kynslóðinni að eiga fyrir því sem verið væri að kaupa? Að það væri annað og meira sem gæfi lífinu gildi ogfærði hamingju en nýr bíll, stór íbúð og flatskjár. Eins ogalliraðrir frekir krakkar mun kynslóðin hætta að orga. Taka sig saman í andlitinu og takast á við lífið eins og það er í raun og veru. Temja sér GAMALT og heilbrigðara verðmætamat en hún hafði. Læra að hamingjan verður ekki keypt. Læra að fara með peninga og hugsanlega ala börnin sín upp í að forðast lán eins og heitan eldinn með mannvirðingu, heiðarleika, dugnað, elju- og NÆJGUSEMI að leiðarljósi. Ég skora á Sr. Sigríði Gurmarsdóttur sóknarprest á Sauðárkróki að koma með næsta pistil. Húnavatnshreppur auglýsir starf matrdðs við Húnavallaskóla lausttil umsóknar. Starfið fellst í rekstri skólamötuneytis fyrir um hundrað kostgangara, matseld, verkstjórn og innkaup hróefnis. Óskað er eftir einstaklingi með menntun ó þessu sviði og reynslu af störfum í mötuneyti. Einnig er auglýst eftir starfsmanni í mötuneyti Húnavallaskóla. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga ogStarfsgreinasambands Islands. Umsóknafresturertil og með 1. júní 2009. Starfstími frd miðjum ógúst 2009. Upplýsingar um starfið eru veittar d skrifstofu Húnavatnshrepps að Húnavöllum. Sími: 452 4661 Netfang: jens@emax.is HÚNAVATNSHREPPUR V. J

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.