Feykir


Feykir - 14.05.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 14.05.2009, Blaðsíða 6
6 Feyklr 19/2009 OPNUUMFJÖLLUN Feykis Heldra fólk í Skagafiröi Söngur og gleði hjá eldri Skagfiröingum Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði er að leggja upp í söngferðalag austur á land nú á næstunni. Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir formaður hópsins skrifar hér smá hugleiðingu fyrir ferðina en það er greinilegt að ferðir þessar leggjast vel í mannskapinn. Einnig er ferðasaga frá því í fyrra en þá var farið á Vestftrðina. Ferðasagan er mest í bundnu máli og er það hinn kunni hagyrðingur, Jói í Stapa, sem skráði hana og þó hún sé frá fyrra ári þá má samt segja að hún sé tímalaus og á þvi alveg eins vel við núna. Það er glatt yfir sönghópi eldri borgara í Skagafirði þegar hann leggur upp í sína árlegu söngferð, en nú erum við að leggja upp í eina slíka til Vopnafjarðar. Hópurinn telur um 45 félaga, söngstjóri er Jóhanna Marín Óskarsdóttir og einsöngvari Þorbergur Skagfjörð Jósefsson. I fyrra fórum við til ísafjarðar. Ekki vorum við komin í næstu sýslu þegar fyrsta vísan kom. Það eru margir hagyrðingar í hópnum og hlegið um alla rútuna þegar hæst ber. Við erum svo heppin að veðrið er alltaf gott í ferðunum okkar, lof sé honum þarna uppi. Við leggjum af stað á laugardag, syngjum á sunnu- degi og hittum eldri borgara og eigum með þeim góða stund. Það er mjög ánægjulegt að hitta fólkið á viðkomandi stöðum og ná saman í tali og tónum. Starfsfólk hótelanna hefur ekki brugðist okkur, öðru nær, við höfum fengið mjög góða þjónustu og ekki skemmir að við höfum fengið sal til að syngja í og skemmta okkur fram að miðnætti á sunnu- dagsvöldinu. Á mánudags- kvöld erum við mætt til okkar heimkynna. Alltaf þakkar maður þegar vel hefur gengið og allir komast heilir í höfn, jafnvel þó skrokkurinn sé eitthvað lemstraður. Við sendum bílstjórum okkar bestu kveðjur og þakkir. S.G. Ferö Sönghóps eldri borgara 2008 Farið var til ísafjarðar og lagt af stað 24. maí klukkan 8 frá Sauðárkróki. Á Vatnsskarði varð fyrsta vísan til. Okkur bjóðast indœl kjör ei skalframkvcemd tafin. Með söng í huga og söng á vör senn erfórin hafin. Á leið út með Húnaflóa, í afburða góðu veðri. Líður blær um loftin há Ijóst má ylinn greina. Húnaflóa bylgjan blá, buldrar hljótt við steina. Á leiðinni vestur um Strandir fengum við leiðsögumann, sem sagði okkur til vegar og ýmsar sagnir af Ströndum. Síðan hóf hann að spyrjast fyrir um hvort ekki væri í hópnum kona sem hægt væri að fá í vinnu, það vantaði konu í mötuneyti hjá eldri borgurum á Hólmavík. Hérfór einn með orðagný, en afar hœpnumfriði. Krœfur vidi hann krœkja í konu úr okkar liði. Þegar komið var á Hólmavík, vildu sumir líta inn í kaupfélagið, en þegar komið var að dyrunum sýndist þeim verslunin lokuð og á dyrunum var spjald sem á stóð BILAÐ. Ennþá hefur okkarfór, arði litlum skilað. Á Hólmavík er kraft um kjör og kaupfélagið bilað. Ekki er vitað um frekari vísnagerð á leiðinni vestur um Djúp, utan upphaf að litlu ljóði sem kviknaði á leiðinni um Skötufjörð. Sá atburður varð á Isafirði að kona ein fór að bursta tennur sínar en fannst einkennilegt bragð að tannkreminu enda kom í ljós að hún hafði tekið giktaráburð í staðinn fyrir tannkrem. Ýmislegt til óþurfta vill athöfnina brjála. Efkemurgikt í kjálkana á konum óðamála. Konur í hópnum þóttust sjá að Garðar héldi óvenjulega þétt utan um konu sína og höfðu á orði að hann myndi vera hræddur um hana fyrir „Þríeykinu", en það voru þrír karlar sem gistu í sama herbergi og fengu þessa nafngift. Garðar sín má gœta nú, í grimmri ferðah rin u. Og verja sínafógrufrú fyrir Þríeykinu. En grunur lék á að af afbrýði gætti hjá þessum ágætu konum. Hjá sér engafundufrið, fyrri sakna kynna. Þar sem nemda Þríeykið þeim vildi ekkert sinna. Þegar lagt var af stað frá ísafirða var skorað á menn sem gætu, að yrkja vísur. Efað vantar einhvern kraft, andann til að styrkja. Þá er ráð aðþenji kjaft, þeirsem kunna aðyrkja. Út á þetta komu fljótlega nokkrar stökur. Lítinn sjóð og léttan mal, leitt er að bjóða gesti. En andann Ijóða skenkja skal og skapið góða í nesti. Fleyri létu í sér heyra. Lítill er minn Ijóðasjóður, launin vart égþarfað kynna. Þvíað enginn andans gróður, er t mér að sjá néfinna. Samt égþetta set á blað, svo að lýðirfái litiðþað sem ekki að œtti að vera á stjái. SH Mörg er stakan gegn oggóð, sem gaman er aðflíka. En úrþví Stebbi yrkir Ijóð ég œtla að reyna líka. HJ Ekki batnar ástand vort, á þó líði vöku. Ég hefgetað aldrei ort óbrenglaða stöku. SG Enn erégseinn tilsvara, sálarþrotinn kraftur. Allt er tilfjandans aðfara nema fádœma góður kjaftur. SG EftirMímis mjaðarþamb, mjög er karlinn slyngur. Jói eins og lítið lamb, leikur við hvern sinnfingur. SJ Heldur þótti höfundi vand- ræðalega takast til með sam- líkinguna þar sem lambið hefði klaufir en ekki fingur. Úr því þóttist Jói bæta. Kenningþessi virðing vann, við erum heil i trúnni. Þarsem Kiljan frœgurfann, fingurna á kúnni. Andargiftin ekki dauf, þó öðru virðist tapa. Leikur nú við hverja klauf, karlanginn frá Stapa. Þetta féll í góðan jarðveg. / hnittna stöku hungrar menn, hugann til að seðja. Kveddu áfram Jói enn, okkur til að gleðja. KÞ Þegar komið var að Reykjanesi var okkur tekið af sérstakri alúð. Þar fengum við ljúffenga súpu til að seðja okkar soltnu maga. Afalúðþakkar okkar lið, áningu áferðavési. Sannarlega saddi kvið, súpan góð á Reykjanesi. Einn úr hópnum brá sé á tal við konu eina þar á staðnum, og hún ræddi meðal annars um fólksfækkun á staðnum og þeirri þróun þyrfti að snúa við. Gárungarnir gerðu sér mat úr þvi. Þróun snúaþyrfti við, því hefég œtlun djarfa. Karl sem vill hér leggja lið, og Ijósmóður til starfa.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.