Feykir


Feykir - 14.05.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 14.05.2009, Blaðsíða 9
19/2009 Feyklr 9 HESTAUMFJÖLLUN FEYKIS Magnúsi Braga Magnússyni á íbishóli finnst ekkert gaman aó ríöa út á leióinlegum hrossum og leggur mikla áherslu á aö rækta hross meó húmor. íbishóll Adrenalínið á fullri ferö Eins og allir vita sem talað hafa við Magnús Braga fer þar mikill húmoristi og leggur hann sig í líma við að falla ekki í þá gryfju og vera eins og allir aðrir. Þegar blaðamaður spyr hvað hann sé með margt á húsi, spyr hann á móti. -Hvað viltu? Ég er með 21 hross en ef ég á að segja alveg satt eru þau eitthvað fleiri. Mörg góð hross hafa komið upp í ræktun Magnúsar og má fyrstan telja Feng frá íbishóli sem sló rækilega í gegn bæði hér heima og erlendis. -Svo átti ég í fyrravetur eina rauðlitförótta graðhestinn í heiminum með fyrstu verð- laun og fæ ég undan honum nú í vor. En ég seldi hann til Noregs því mig vantaði pening, segir Magnús eða Maggi Magg eins og hann er oftast kallaður. Um þátttöku í keppnum segist hann stefna á Fjórðungs- mót og skeiðleika hjá Skeið- félaginu Kjarval. -Þetta félag er gríðarleg lyftistöng fyrir skeiðhesta og hefði þurft að koma fyrir löngu. Við þurfum aðhlúabeturaðskeiðhestunum og við erum með öflugasta skeiðhreiðrið hér í Skagafirði, segir Magnús og finnst mjög skemmtilegt að byrja keppni úr startbás-unum. -Þetta er „axjón". Adrena- línið er á fullri ferð. Aðspurður um hvaða vísu hann fari oftast með þegar hann er á baki, hugsar Magnús sig í stutta stund en segir svo: Farðu hægt meðfolann minn, fáum hann reynistþægur. Hann er eins og heimurinn, hrekkjóttur ogslægur. Dimmalimm á Þingeyrum______ Meö tvö folöld Að Þingeyrum átti sér stað á mánudag sá sjaldgæfi atburður að hryssa kastaði tveimur folöldum. Á vef Hestafrétta er frásögn Helgu Thoroddsen á Þing- eyrum af atburðinum en þar segir: Þegar farið var að gá að folaldshryssum hér á bæ um hádegið í gær þá kom í ljós að Dimmalimm frá Breiðavaði var að byrja að kasta. Það kom svo sem engum á óvart þar sem tíminn var kominn en þegar eitt folald var komið stóð hryssan ekki upp heldur fæddi annað öllum að óvörum. Það var heppni að við skildum taka eftir þessu þar sem óvíst er að bæði hefðu lifað án smá aðstoðar til að byrja með. Þetta eru hryssa og hestur undan Blæ frá Hesti og braggast bæði vel. Hryssan er agnarlítO en spræk og bæði eru þau komin á spena. Hryssan var 14 kfló við fæðingu og hesturinn 24 þannig að saman eru þau rúmlega meðalþyngd venjulegs folalds. Það er gaman að segja frá því að það gekk mjög illa að koma folaldi í Dimmalimm fyrst þegar til stóð að halda henni enda var hún þá orðin 14. vetra. í fyrra kom svo fyrsta folaldið, hestur undan Stála frá Kjarri sem til varð við sæðingu og núna er sú gamla heldur betur búin að bæta okkur upp biðina með því að koma í þetta sinnið með 2 stykki, frísk og snotur folöld. Pálína Hraundal í léttu Feykisspjalli Markaðssetning sem skilar árangri Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði vann um helginn öniiur verðlaun fýrir bás sinn á sýningunni Ferðalög og frístundir sem fram fór í Laugardagshóllinni. Verkef nastjórar verkefnisins fyrir hönd Skagfirðinga voru ferðamálafræðingamir Pálína Ósk Hraundal og Þórður Ingi Bjamason. Básinn var innblásinn af sögu og afþreyingarmöguleikum Skagafjarðar og með það fyrir augum hófust þau Pálína og Þórður fianda við að skapa frumlegan en jafnframt ódýran bás. -Reiðhöllin lánaði okkur baklandið á básnum, framhlið af gömlum bæ sem skapaði skemmtilega stemmingu. Við ákváðum íframhaldinu að smíða endurgerð af Nýja bæ á Hólum en þar fékk ég til liðs við mig listamennina sem voru með verk á sýningunni Litbrigði samfélags. Bærinn var málaður á þann hátt að hann endurspeglaði þá veðrun og þennan gamla anda sem við vildum ná ígegn, útskýrir Pálína Ósk. Auk hússins fengu þau lánaðan bát hjá Ævintýraferðum aukhnakksogreiðhjálms.-Síðan lögðum við upp með að vera öll í búningum sem endurspegluðu það sem við vorum að kynna. Sjálf var ég í reiðfötum, Þórður var í þjóðbúningi, Selma á Miklagarði, Jóhanna á Steinsstöðum og Sigurður á tjaldstæðinu í Varmahlíð voru í göngufötum, Helga Rós í lopapeysu og Þórhildur kokkur á Hótel Varmahlið í kokkabúningi. Þá var líka með okkur Bikash Gurung, leiðsögumaður í rafting ogvar hann sportlega klæddur. Tilgangur ferðarinnar suður var að markaðssetja Skagafjörð sem áfangastað í ferðalögum innanlands og vill Pálína meina að markmiðinu hafi verið náð. -Þama kom ótrúlegur fjöldi fólks sem var að kynna sér það sem í boði er hér innan lands og allir sem komu á sýninguna gerðu það með opnum hug. Það komu í það minnsta sex aðilar til mín sem voru að skipuleggja hópferðir fyrir sumarið og ég Verðlaunaafhendingin. setti saman fyrir þá skemmtiferð í Skagafjörð. Þannig að það er ekki spuming að þetta skilaði árangri, segir Pálína. I rökstuðningi dómnefndar segir um bás Skagfirðinga; -Bás Skagafjarðar, sem hreppti annað sætið, endurspeglaði vel Skagafjörðinn, var þjóðlegur, búningar fallegir, kynningarefni vel sýnilegt, skemmtilegir sýn- ingarmunir og hrossakjötið einstaklega bragðgott. Annasamt sumar framundan Pálína hefur verið ötul við að kynna Skagafjörð, skipuleggja ferðir og halda utan um viðburði. En hvað skyldi vera framundan hjá þessari athafnasömu ungu konu? -Núna er það aðallega ferð með ferðafélaginu í Glerhallavík núna um helgina. Síðan er ég verkefnastjóri yfir Gönguvikum á Norðuriandi ísumaraukþesssem ég verð með útivistamámskeið fyrir böm ÍSumarflM. Síðan verð ég á Grænlandi í sumar þar sem égmun verða leiðsögumaðurfyrir íslenska hópa sem þangað koma. Síðan kem égheim í nokkra daga áður en við fjölskyldan flytjum til Noregs en þar er ég að fara ímastersnám íútinámi, segir Pálína að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.