Feykir


Feykir - 14.05.2009, Page 11

Feykir - 14.05.2009, Page 11
19/2009 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Jón og Margrét kokka Blöndulaxinn klikkar aldrei -Við erum svoddan fiskætur hjónin svo við ákváðum að gefa þrjár fiskuppskriftir: graflax, spánskættaðan saltfiskrétt og steinbft, segja þau Jón Sigurðsson og Margrét Einarsdóttir á Blönduósi. Þau vilja helst hafa laxinn úr Blöndu en ekki kemur fram hvort hinar tegundimar eigi að vera úr Húnaflóanum, en það sakar ekki og kartöflurnar eru bestar gjaman úr Selvík. Jón og Margrét skora á þau hjónin Erlu Björgu Evensen og Guðmund Haraldsson sem margir þekkja sem Árbakkahj ónin á Blönduósi, en þau ráku veitingahúsið við Árbakkann um 9 ára skeið. Graflax (bestað hann sé úr Blöndu) 4 mskfíntsalt ‘á msk. hvítur pipar 1 msk. þriðja kryddið 1 tskfennikel 3 msk. dill (þurrkað) 1 tsk. saltpétur (má slepp) Laxinn flakaður ogbeinhreins- aður. Kryddinu stráð yfir, flökin lögð saman og pakkað í álpappír og plastpoka og haft í ísskáp amk. 3 sólarhringa, fer eftir stærð laxins, en kryddmagnið hér að ofan miðast við ca. 8 punda lax. Graflaxsósa: 250gr. majones 1 msk. sœttsinnep 1 msk. hunang. 1 tsk. dill Örlítið salt og pipar og ögn af sósulit. Borið fram með ristuðu brauði. Spánskur saltfiskur 900gr. saltfiskhnakkar 600 gr. soðnar kartöflur (gjarnan úrSelvík.) 2 ‘á dl. hvítvín eða mysa 6 msk. ólifuolía 3 msk. brauðrasp 2 msk.ferskt rósmarín 3 stórir þroskaðir tómatar Saltogpipar Ofninn hitaður í 180°c. Kartöflurnar skornar í sneiðar. Beinhreinsið saltfiskinnogsetjið hann ofan á kartöflurnar. Stráið svo rósmaríni og brauðraspi yfir. Skerið tómatana í sneiðar og leggið ofan á. Hellið restinni af olíunni og hvítvíninu yfir og kryddið með salti og pipar. Bakið í 20 mínútur. Meðlæti; ferskt salat eftir smekk. Steinbítur með fetaosti 1 kg. steinbítur 1 stk. blaðlaukur 2 stk. hvítlauksgeirar 3 msk. gróft sinnep 1 msk. grœnmetiskraftur Nýmalaður pipar 200gr.fetaostur í kryddolíu. Roð- og beinhreinsið stein- bítsflökin og skerið þau í ca. 3 cm. bita. Skerið blaðlaukinn í fernt eftir endilöngu og síðan þvert í sneiðar. Pressið síðan hvítlaukinn saman við sinnepið og hrærið grænmetiskrafti og pipar saman við. Blandið svo öllu þessu vel saman og setjið í smurt eldfast mót. Dreifið fetaosti yfir og bakið í ofni við 180°c í ca. 15 mínutur. Meðæti: Salatogeðakartöflur. Allt eftir smekk. EFTIRRÉTTUR Heimabakaður púðursykurmarengs Heimabakaður púðursykur- marengs brotinn í flotta skál og ferskum ávöxtum og þeyttum rjóma blandað saman við að viid. Klikkar aldrei. Verði ykkur að góðul ( GUOMUNDUR VALTÝSSON 1 Vísnaþáttur 498 Heilir og sælir lesendur góðir. Tryggur lesandi þessa þáttar og góður visnaunnandi sendir leiðréttingar á tveimur vísum sem birtst hafa á síðasta ári. I þætti nr. 482 er vísa um aðferðir kvenna til að dytta að útliti sínu. Telur þessi lesandi að hún sé rétt þannig. Mœrin keypti meðalið sem miklarfegurð líkamans. Hugðist mundi hressa við hrákasmíði skaparans. Þá er í þætti nr. 484. Fyrri hluti vísu er þar birtist að mati bréfritara, réttur svo breyttur. Ég hefi þyrstur kelað kysst kvenna misst og notið. Bestu þakkir fyrir þessar upplýsingar. Það er Erlendur Hansen sem yrkir svo. Ljósin hvarma brunnu um kveld þú kveikir hjá mér Ijóð. Við aftanstund, við arineld brann ástarinnarglóð. Svo kemur vor og veturflýr og vorperla í tún. Ogjörðin grœn, afgleði býr viðgyllta morgunbrún. Um skvísu sem tengist sveitinni yrkir Elli. Þú komst eins og kallað vœri í kvöldheimsins blíðasta þey. Ert framsóknar fyrirbœri þaðfmnst ekki sœtari mey. Skarphéðinn Einarsson kenndur við Tungukot í Blöndudal, mun hafa ort þessa fallegu vorvísu. Varmann raka vorið bjó. Viðjur klaka slakna. Vœngir blaka blítt í ró blómin taka að vakna. Þá langar mig að spurja lesendur hvort þeir viti höfund að þessari fallegu hringhendu. Allt er hljótt um óttuskeið yndi ersótt til baka. Sumarnóttin helg og heið heillar drótt að vaka. Þar sem allt stefnir nú í að gaddur fari að víkja, og grænki ísafoldin, er ágætt að rifja næst upp þessa vísu Sigurðar Magnússonar. Grœna hjalla gyllir ól grös í halla skína. Upp tilfallafann égskjól fyrirgalla mína. Benjamín Sigvaldason leggur okkur til næstu vor og sumarvísu. Vorið blíða hjartahlýtt hugans léttir meinum. Og alltaf vekur eitthvað nýtt innst í sálarleynum. Allt er rótt við ystu strönd enginnflótti skýja. Sígur að óttu sveipar lönd sumarnóttin hlýja. Gísli Jónsson bóndi í Saurbæ í Vatnsdal mun hafa ort þessar. Ég vil syngja um sumarið sólarkynngi og alheimsfrið, blómadyngju, bárunið og bjarmann kringum jjœrstu mið. Röðulfingur roða ský röddin klingir spóa. Allt í kringum iðar ný indœl syngur lóa. Held endilega að þessi ágæta vísa sé einnig eftir Gísla. Einstœð vísa, örstutt tal eykur náin kynni. Hún e rfrábœrtfylgiskjal fyrir hugsuninni. Á búnaðamámskeiði er margir bændur sóttu veturinn 1936, sagði Pálmi Einarsson ráðanautur ffá tilraunum sem hann hafði gert við ræktun á kartöflun. Séra Gunnar Ámason prestur á Æsistöðum sem var meðal þátttakenda orti að erindi loknu. Yfirsöng þarf engan þá ekki heldur sálma. En kartöflu ég kasta á kistuna hans Pálma. Á sama námskeiði sagði Guðmundur Jósafatsson bóndi á Brandsstöðum frá tilraun sem hann hafði gert til kornræktar. Lét þess jafnframt getið að hann hefði slegið akurinn á sunnudegi. Það taldi séra Gunnar alvarleg helgispjöll og orti Pálmi af því tilefni. Hart er lögmál himnum á hlýðið drottins lögum. Upp hér skera enginn má arð á sunnudögum. Ekki líkaði Æsustaðaklerki umræðan og mun hafa ort þessa svarvísu. 1 þessum dölum þrauta og kífs það ergert að lögum. Allir sá til eilífs lífs eiga á sunnudögum. í lok námskeiðs kvaddi Páll Sófaníasson viðstadda og bað þá að bera kveðju sína til þeirra sem gert hefðu fjósverkin á meðan þeir voru í burtu. Séra Gunnar var fljótur að snúa þessum skilaboðum Þegar þú heldur héðan frá hlýddu eggjan minni. Farðu strax ífangið á fiósakonu þinni. Óska églesendum gleðilegra páska og bið þá að vera sœla að sititii. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduási Sími 452 7154

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.