Feykir


Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 20/2009 Sauðárkrókur Suðurgarðurinn afhentur formlega Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður hafnarnefndar tekur við staðfestingarskjali um afhendingu Suðurgarðs úr hendi Jóns Árnasonar. AÐSENT EFNI Ólafur Hallgrímsson skrifar Frá okkar fýrstu kynnum -120 ár í sógu leikfélags Frá æfmgu á Frá okkar fyrstu kynnum. Frá vinstri: Páil Friðriksson, Guðný Axelsdóttir, Vignir Kjartansson, Siguriaug Vordís Eysteinsdóttir, Ingvi Þór Bessason og Jónatan Björnsson. Sveitarfélaginu Skagafirói var á föstudag formlega afhentur Suðurgarðurinn svokallaði sem er sjóvarnargarður við Sauðárkrókshöfn. Það var Þórdfs Friðbjörnsdóttir formaður hafnarnefndar sem veitti honum viðtöku af Jóni Árnasyni hjá Víðimelsbræórum en þeir sáu um verkið. Garðurinn er mikið mannvirki og hefur staðist væntingar og rúmlega það því að sögn Jóns Árnasonar eru áhrif hans á sjókyrrð í höfninni meiri en búist var við. Garðurinn sem er 354 metra langur kostar umlOO milljónir. í hann fóru um 60 þúsund rúmmetrar af grjóti sem fengið var á þremur stöðum; Hegranesi, Hvalnesi Byggðarráð Húnaþings vestra hefur falið starfsmönnum tæknideildar sveitarfélagsins að undirbúa átaksverkefni fyrir umsækjendur um sumastörf hjá sveitarfélaginu sem ekki var hægt að ráða í fyrstu og Vindheimum. Við hann störfuðu að jafnaði 8-10 manns frá því um mánaðarmótin september - október. Víðimelsbræður fengu að fresta afhendingu garðsins í vetur og vildi Jón koma þakldæti á framfæri fyrir það en dregið var úr framkvæmdahraða með niðurskurði á yfirvinnu til að halda mönnum vinnu lengur. Að sögn Jóns er verk- efnastaða Víðimelsbræðra þannig að verkefni duga fram í júlí. Eftir þann tíma er ómögulegt að sjá fyrir nú og verktilboð eru í tómu rugli en Feykir fjallaði um það fyrr í mánuðinum að verktakar bjóði allt niður í 45-50% í verk og augljóst að erfitt er að taka þátt í slíkum leik. umferó. Á fundi byggðarráðs mættu forstöðumaður tæknideildar, Ólafur H. Stefánsson og umhverfisstjóri Birgit Kositzke og fóru yfir ráðningar sumar- starfsmanna. Núna í Sæluvikunni frumsýndi Leikfélag Sauðárkróks leikverkið Frá okkar fyrstu kynnum eftir Jón Ormar Ormsson, sem jafnframt er leikstjóri ásamt Guðbrandi Ægi Ásbjörnssyni. Með verki þessu minnist félagið 120 ára leikstarfsemi á Sauðárkróki, en félagið var upphaflega stofnað 13. apríl 1888 og var virkt um tveggja áratuga skeið, en lagði síðan upp laupana og var endurvakið 1941 og hefur starfað óslitið síðan. Leikstarfsemi á Sauðárlcróki á sér því mjög langa sögu, því ýmis önnur félög störfuðu þar að leildistarmálum árin sem LS lá í dvala. Það hefúr þvi verið leikið á Sauðárkróki í 120 ár. Sæluvilcuverkið að þessu sinni var því eins konar upp- rifjun á leikstarfsemi félagsins frá upphafi vega. Leikurinn gerist í anddyri Hótel Þalíu í Bifröst á Sauðárkróki. Verkið skiptist í tvennt. Fyrri hlutinn nefnist Góðum vinum fagnað, þar sem brugðið er upp atriðum úr nokkrum verkum, sem félagið hefur tekið til meðferðar á liðnum árum. Kór leikara opnar sýninguna og syngur hann jafnframt á milli atriði og kórfélagar bregða sér í hin ýmsu gervi, eftir því sem þörf krefur. Undirleik annast hljómsveit undir stjórn Rögnvaldar Val- bergssonar. Sýnd eru atriði úr átta leikverkum, mismunandi löng. Má þar nefna þátt úr Skugga - Sveini, þar sem þeir Björn Magnússon og Árni Jónsson fara á kostum sem Skugga Sveinn og KetiU skrækur, einnig Páll Friðrilcsson í hlut- verki Grasa Guddu og Jónatan Björnsson sem Gvendur smali. Atriði úr Pilti og stúlku sýnir m.a. samtal þeirra Ing- veldar á Hóli og Gróu á Leiti sem leikar eru af Evu Óskars- dóttur og Elsu Jónsdóttur. Lengsta atriðið er úr Gullna hliði Davíðs Stefánssonar, þar sem fram koma Lykla Pétur, leildnn af Sindra Rafni Har- aldssyni, Bragi Haraldsson í hlutverki Jóns og Guðný Axelsdóttir í hlutverki kerl- ingarinnar. Óvininn leikur Páll Friðriksson með miklum tilþrifum en Pál postula Vignir Kjartansson og Maríu mey Hanna Bryndís Þórisdóttir, í heild frábær leikur. Síðari hluti leikritsins eftir hlé ber heitið Þokkaleg þvæla og samanstendur af söng og leiknum atriðum. Þar er sögusviðið einnig Hótel Þalía. Byrjað er á atriði úr Hamlet eftir Shehespeare, þar sem Gísli Þór Ólafsson er í hlutverki Hamlets. Sungnir eru söngvar úr leikverkum, m.a. Sauma- stofunni eftir Kjartan Ragnarsson. Ýmsir kynlegir kvistir birtast í anddyri hótels- ins, þ.á.m. kjallaravörður, allmjög drukldnn, sem Haf- steinn Hannesson leikur af mikilli snilld. Er hreint ótrúlegt hve honum tekst að fetta sig og bretta í andliti án þess eiginlega að segja nokkurt orð. Er minnst varir birtist fmnskur hagfræð- ingur, Jússa Puustinen að nafni, leikin af Guðnýju Axelsdóttur, sem kominn er í erindum Al- þjóðabankans, (ekki Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins) og hefur að því fram kemur í orðum höfundar leikskrár ákveðna skirskotun við það ástand sem nú ríldr í þjóðfélaginu um þessar mundir, án þess að farið sé nánar í þá sálma. Satt að segja er mér ekki fyllilega ljóst hvert erindi hans er þarna. Lokasöngur verksins í flutningi alls hópsins er hið þekkta lag Ennþá man ég hvar við mættumst fyrsta sinn (Frá okkar fyrstu kynnum) sem vísar til nafnsins á leikritinu. í held er þetta lífleg sýning. Leikendur skila hlutverkum sýnum með ágætum, svo og aðrir þeir sem að sýningunni koma. Athygli vekur hve margt ungt fólk tekur þátt í þessari uppfærslu sem vissulega lofar góðu með framtíðina. Þarna sjást ný andlit. Þá hlýtur það einnig að hafa yljað ýmsum um hjartarætur að sjá þrjá eldri leikara á sviði á ný, þau Hafstein, Braga og Elsu, sem öll hafa sett mikinn svip á sýningar félagsins á liðnum árum. Höfundurinn, Jón Ormar Ormsson er enginn nýgræð- ingur í leiklistarlífi Skagfirð- inga. Hann hefur lengið verið einn af máttarstólpum Leik- félags Sauðárkróks bæði sem leikari, leikstjóri og leikrita- höfundur. Minnist ég leilcrits- ins Sumarið fyrir stríð, eftir Jón Ormar, sem frumsýnt var á Sæluviku 1996. Það leilcrit var sýnt lengi fyrir fullu húsi í Bifröst en síðan valið athyglisverðasta áhugasýning leikársins og sett upp í Þjóðleikhúsinu það sama ár. Jón Ormar hefur víða komið við í menningarlífi Skagafjarðar og starf hans ómetanlegt. Skagfirðingar hafa metið starfsemi Leilcfélags Sauðár- króks að verðleikum í 120 ár með því að sækja sýningar þess, og enn er það ómissandi þáttur í menningarlífinu. í tilefni afmælisins hefúr félagið gefið út vandað afmælisrit í samantekt og myndum, er ritinu síðan dreift inn á öll heimili i Skagafirði. Geta má þess að sýningin 6. maí sem undirritaður sá, var í boði Sparisjóðs Skagafjarðar sem þannig sýnir lofsvert framtak til styrktar leiklistarlífi héraðsins. Til hamingju Leikfélag Sauðárkróks með afmælið og sýninguna. Ólafur Þ. Hallgrímsson Smá í Feyki:: Síminn er 455 7171 SIHSauglýsingar Til sölu Til sölu hornsófi, sófaborð og hæindastóll. Upplýsingar í síma 453 5785 Húnaþing vestra Ataksverkefni fyrir ung- linga án sumarvinnu

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.