Feykir


Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 20/2009 Kolbjörg Katla Hinriksdóttir var í starfskynningu hjá Feyki s.l. mánudag og þótti blaðamanni alveg tilvalið aó taka við hana hestaviótal þar sem hún er mikil hestakona og komin af hestafólki. Kolbjörg Katla_ Skemmtilegast aö reka stóóiö á Hörgárdalsheióina HESTAUMFJÖLLUN FEYKIS Kolbjörg er dóttir þeirra Kolbrúnar Maríu Sæmundsdóttur og Hinriks Más Jónssonar á Syðstu - Grund. Þar hefur verið stunduð hrossarækt lengi þar sem Sæmundur Sigurbjörnsson er búandi þar til margra ára. Kolbjörg er spurð fyrst hvort komin séu folöld hjá henni. -Ekki hjá mér. En afi fékk tvö folöld en því miður dó annað þeirra. Hryssan kastaði í vonda veðrinu um daginn og folaldið komst ekki á spena strax. Það komst þó á fætur og lifði í þrjá daga en svo einn morguninn lá það dautt, segir Kolbjörg og telur að það hafi ekki kunnað að taka spena. Aðspurð segir Kolbjörg að hún eigi þrjú hross, tvo hesta og eitt mertryppi sem ekki er komið á tamningaaldur. -Annar hesturinn er full- orðinn og ég ríð út á honum á sumrin í ferðum og svoleiðis en hinn erum við mamma að temja núna. Pabbi sleit hásin í vetur svo hann getur ekki hjálpað til. Kolbjörg er mikil keppnis- manneskja hvort heldur sem er í hestamennsku sem og öðrum íþróttum. -Ég tók þátt í Grunnskólamótinu í vetur og gekk bara ágætlega í smalanum. Lenti í öðru sæti á Sauðárkróki og á Blönduósi í síðustu keppninni. Svo prófaði ég fjórgang, en Skjóni vildi ekki alveg hlýða og fór ekki á stökk í reiðhöllinni á Blönduósi. Líklega er hún of lítil fyrir hann því hann þarf meira pláss til að athafna sig. Honum líður best þegar við erum bara úti og þegar ég leyfi honum bara að hlaupa. Skjóni er uppáhalds hestur- inn hennar Kolbjargar, gamall gæðingur sem hefur farið nokkrar ferðirnar á keppnis- vellinum. -Pabbi keppti á honum á Landsmóti í Reykja- vík árið 2000 og ég keppti á Landsmóti á Vindheima- melum 2006, segir Kolbjörg og segir að henni hafi gengið bara ágætlega. En hvað er framundan í sumar? Ég ætla að ríða út, halda áfram að temja hestinn minn, keppa á félagsmóti hjá Stíganda, stefna á Fjórðungs- mót á Kaldármelum og það sem er skemmtilegast, að reka stóðið á Hörgárdalsheiðina. Myndir Hjalti Árnason Syðra-Skörðugil_____ Undir Blesa skröltir skeifa Elvar Einarsson og Fjóla Viktorsdóttir að Syðra- Skörðugili reka þar hrossabú af miklum myndarskap, eru með 30 hross á húsi og eiga von á nokkrum spennandi folöldum í sumar þó ekkert sé fætt enn. -Fyrst skal nefna nokkur folöld sem eiga að fæðast undan honum Laufa okkar frá Syðra- Skörðugili, segir Elvar. Laufi er undan Láru ff á Syðra-Skörðugili sem er Glampadóttir og Hróð frá Refsstöðum. Lára ætti að koma með folald núna undan Tind frá Varmalæk. Einnig eigum við von á folöldum undan Krumma frá Blesastöðum, Huginn frá Haga og Blæ frá Hesti. Þetta eru allt folöld sem verður mjög spennandi að sjá hvernig verða. Hvernig kemur veturinn út? - Mér finnst hann hafa komið mjög vel út. Þetta er búinn að vera annasamur vetur, mikil eftirspurn eftir tamningu og mikið af ungum hrossum. Var t.d. með fimm 4ra vetra stóðhesta í vetur og stefni á að sýna þrjá af þeim í kynbótadóm ímai. Auk þessara þriggja stóðhesta, stefnir Elvar með tölvert fleiri hross í kynbótadóm. - Já. Eins og staðan er í dag er stefhan tekin á að sýna ijóra stóðhesta og átta hryssur, þetta eru hross á öllum aldri. Elvar er liðtækur keppnis- maður og hefúr lengi verið í fremstu víglínu á vellinum. Hvað skyldi vera framundan hjá honum í sumar. Markmiðið er að vera með á Fjórðungsmótinu á Kaldár- melum í sumar, vonandi gengur það upp en við skulum sjá hvernig úrtakan fer. Islandsmótið er einnig á planinu bæði fúllorðinna sem og íslandsmót barna, unglinga og ungmenna þar sem dæturnar eru að verða ansi liðtækar á keppnisvellinum. Skeiðfélagið Kjarval stefnir á mótaröð í sumar á miðvikudögum á hálfs mánaðar fresti og verður það mjög spennandi að taka þátt í henni. Þessi mótaröð endar svo á skeiðveislu föstudaginn fyrir Laufskálarétt. Síðan eru það þessi vanalegu innanfjarðarmót sem er alltaf gaman að taka þátt í. Hestaferðir eru að sjálfsögðu ómissandi þáttur hestamennsk- unnar og er það engin undantekning hjá Elvari og fjölskyldu. - Já það er a.m.k ein ferð sem er búið að skipuleggja og það er ferð fram í Austurdal með nokkra Svia í ágúst. Síðan verður kannski farið í einhverja stutta tamningatúra, segir Elvar og aðspurður um hvaða vísu hann fari oft ast með á útreiðum stendur ekki á svari. Fljót er nóttin daga að deyfa dimtnan færist yfirgeim. Undir Blesa skröltir skeifa, skyldi hún ekki tolla heim.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.