Feykir


Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 9
20/2009 Feykir 9 Viðtal vió Þuríði Hörpu Óskirnarjafn margar og börnin eru mörg Kolbjörg Katla og Þuríður Harpa kátar i sólinni á Króknum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir féll af hestbaki árið 2007 og er nú lömuð frá mitti og niður. Hún hefur nú fundið meðferð á Indlandi sem getur hjálpað henni að ná bata. Þessi ferð getur farið upp f 30 milljónir og því hefur faríð af stað söfnun til styrktar Þuríði. Einn liður í söfnuninni er verkefniþarsemgrunnskólaböm í Skagafirði tína steina sem þau hvísla síðan óskum sýnum að og setja í litlar öskjur sem seldar eru til styrktar Þuríði. Hvemig kom hugmyndin að Óskasteinaverkefninu til? -Upphaflega var ég að hugsa hvemig ég gæti fjármagnað ferðina og datt í hug að selja óskasteina í blómabúðum um land allt En góð vinkona mín Rita Didriksen sagði að það tæki allt of langan tíma og kom með hugmyndina að því að leiða þetta inn í grunnskólana. Það þarf marga til að vinna svona verkefni, hverja fékkstu til liðs við þig? -Ég fékk skólastjómendur og kennara og hafði meðal annars samband við Kvenfélaga- samband Islands. Hvernig á að framkvæma verkefnið í skólunum? -Krakkamir tína steinana á Höfðaströnd og pakka þeim síðan í öskjumar. Eru þetta bara litlir venjulegir pappakassar? -Nei steinamir fara í litlar öskjur sem ég hannaði og vonr prentaðaríOdda. Hvers konar óskir eru þetta? -T.d. óskir um gott gengi og góðan bata, óskimar eru jafn margar og bömin eru mörg. Hverjir sjá um að selja steinana? -Það verða væntanlega kvenfél- ögin ílandinu. Getur maður nálgast steinana þar eða er hægt að kaupa þá í búðum? -Þeir verða hjá þeim í sumar og það er hægt að panta þá á síðunni oskasteinn.com eða senda tölvupóst á netfangið oskasteinn@oskasteinn.com Hvað kostar einn svona steinn? -Steinninn kostar 2500 kr. Hvað býstu við að fá mikið út úr þessarrí söfnun? -Þetta eru um 6800 steinar svo ef ég sel alla steinana fæ ég um 17 milljónir. Hefur þú nú faríð í alla skólana og kynnt verkefnið fyrir krökkunum? -Ég hef heimsótt alla skóla í Skagafirði til að kynna þetta. Veistu hversu mörg böm og unglingar taka þátt í þessu verkefni með þér? -Það eru um 640 nemendur. Kolbjörg Katla Hlnriksdóttir Önnur deildin í knattspyrnu er komin af stað en fyrsta umferó hennar fór fram um síóustu helgi. Noróanliðin Hvöt og Tindastóll stóóu í baráttunni og þjálfararnirjens Elvar Sævarsson og Bjarki MárÁrnason voru spuröir nokkurra spurninga áöur en leikirnir fóru fram og má sjá aó þeir eru meö spárnar á hreinu. Boltinn farinn aö rúlla í 2. deildinni Bjarki Már Árnason vel dekkaður. Jens Elvar Sævarsson Jens Elvar er nýr þjálfari Hvatar og hans fyrsta verkefni sem slíkur með meistaraflokki. Hann stefnir á að leika eitthvað með liðinu í sumar en hann er að koma sér í form eftir meiðsli. Það má segja að mikil pressa sé á Jens því Hvöt var í toppbaráttunni á síðasta ári og liðinu er spáð góðu gengi í sumar. Sumarið leggst vel í Jens og að hans sögn eru Hvatarmenn spenntir að byrja. -Við höfum verið duglegir að æfa í vetur og okkur gekk vel í þeim leikjum sem við spiluðum. Fleiri sigrar en töp og við nokkuð sáttir, segir Jens en óhætt er að taka undir með honum því Hvatarmenn hafa verið sigursælir í vetur. Fótbolti.net birti spá þar sem liðunum í annari deildinni var spáð mismunandi gengi og endaði Hvöt það í þriðja sæti. -Við erum sáttir við spána, Jens Elvar Sævarsson. segir Jens. Það er gaman að þjálfarar og fyrirliðar hafi trú á okkur. Ég veit ekki hvort þetta gengur eftir. Ég veit svosen ekki mikið um önnur lið og hjá okkur eru margir farnir og nýjir komnir. En við lendum eldd neðar, segir Jens ákveðinn og vill meina að þeir fari eldd eftir einhverjum spám heldur eru þeir ákveðnir í að standa sig. -Markmiðin höldum við fýrir okkur, á slæmum degi getum við tapað fyrir hvaða liði sem er en á góðum degi getum við unnið alla, segir Jens og leggur áherslu á að fyrst er að festa sig í sessi í 2. deild. Leikurinn síðasta laugardag var Hvatarmanna en þeir sigruðu ÍH/HV með fjórum mörkum gegn einu á heimavelli. Jens hafði áður spáð um úrslitin. -Það er okkar krafa að gera heimavöllinn að okkar vígi. Við komum með eitt stig f leildnn en ætlum að ná í tvö í viðbót, segir Jens og stóð við sitt. Bjarki Már Árnason Bjarki Már verður aðalþjálfari meistaraflokks Tindastóls í sumar en honum til halds og trausts verða þeir Sævar Pétursson og Guðjón Örn Jóhannsson en sá síðastnefndi verður þjáfari annars flokks karla í sumar. Þar sem Bjarki verður spilandi þjálfari kemur Guðjón til með að vera á línunni og stjórna ef báðir þjálfararnir verða inn á. Að sögn Bjarka eru góðir strákar að koma upp úr öðrum flokknum , aðrir að koma aftur og einhverjir eru nýir. -Við erum með sama kjarnann og í fýrra. Liðið er byggt á heimamönnum, margir ungir en ég er mjög bjartsýnn. Við eigum eftir að koma á óvart og með smá heppni ættum við að geta blandað okkur í toppbaráttuna og ekki komi upp meiðsli. Ég held að það séu afskaplega fá lið sem eru með eins marga heimmenn og Tindastóll og ég vænti þess að fólk fjölmenni á völlinn og hvetji liðið áfram, segir Bjarki og finnst ótrúlegt að stemningin skuli ekki vera meiri á Króknum gagnvart Tindastól. -En nú ætla strákarnir að spila með hjartanu í sumar og þá þurfa heimamenn að koma og styðja við bakið á þeim. Oft er vitnað í spána hjá Fótbolti.net en þar er Tindastól spáð sjötta sæti. Bjarki telur spána raunhæfa en að það er hægt að gera betur. Fyrsti leikur Tindastóls var á laugardaginn síðasta við Gróttu syðra og fékk Bjarki það verkefni að spá fyrir leildnn. -Já, ég er svo sem ekkert hræddur við að spá um úrslit. Við fáum eitt stig. Það verður jafntefli, segir Bjarki og reyndist sannspár því leikurinn endaði 0-0.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.