Feykir


Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 10
lO Feykir 20/2009 Svavar Sigurðsson og Eva Óskarsdóttir hafa búið til vin í garóinum Gróðurhús og gullfiskar í garóinum Eva skoðar rósimar sem væntanlega fara að blómstra innan tíðar og Svavar fylgist með. Fyrir tæpu ári síðan var garðurinn þeirra Svavars og Evu hefðbundinn raðhúsagarður. Nú ári síðar er þar stór sólpallur, pottur, gullliskatjörn og 18 fm gróðurhús. Feykir átti stefnumót við Svavar og Evu í lítilli vin í eyðimörkinni. -Ég bað Svavar að kaupa handa mér svona gróðurskáp í Europris og hann hringdi þess í stað beint í Óttar heitinn Bjarnson og falaðist eftir gróðurhúsi sem hann átti á þaki Sauðárkróksbakarís. Óttar sagði Svavari að fara bara og skoða sem og hann gerði með þessum líka fína árangri, segir Eva og hlær aðspurð um tilurð allra framkvæmdanna í garðinum. -í framhaldinu fór lóðin öll í kássu og eitt leiddi að öðru og því var ákveðið að fara í pallinn. Síðan sáum við heitan pott inni á barnalandi og keyptum hann líka, bætir hún við. Á einu ári hefur heldur betur gróið í gróðurhúsinu og þar eru nú eplatré, kirsu- berjatré, baunir, vínber og í raun allt sem Evu dettur í hug að stinga niður og á annað borð kemur upp. Svavar kemur inn í gróðurhúsið en hann hafði staðið hálfur ofan í gull- fiskatjörn sem varð til bara núna um helgina. -Þetta er bara svona félagapressa frá álíka rugluðum mönnum og mér sem eru með svona tjarnir. Síðan sendu þeir mér fiska og þá var ekki aftur snúið, segir Svavar. Hvernig tjörn er þetta? -Þetta eru kallaðar koitjarnir en í henni eru japanskir fiskar svokallaður vatnakarfi sem getur verið úti í tjörn allt árið. Hvað er næst á dagskránni hjá ykkur? -Það er aldrei að vita hvaða vitleysa okkur dettur í hug næst það er smá reitur í garðinum sem gæti þurft að gera eitthvað við, segir Eva og þau hlæja bæði. Það er ekki ónýtt að eiga epli i gróðurhúsinu. Uppskeru er að vænta strax i haust. Kirsuberin standa lika fyrir sínu. Nú eða bara kúrbítursem vex bara nokkuð ömgglega við hlið bauna, tómata og salats. Jarðaber i tunnu er frumleg og flott hugmynd sem auðvelt er að framkvæma. Fiskarnir í tjörninni em enn sem komið er mjög litlir en þeir geta orðið mjög stórir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.