Feykir


Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 11
20/2009 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Erla og Agnar kokka kokka Frönsk lauksúpa í forrétt Að þessu sinni ætla þau Erla Björg og Agnar Friðrik að bjóða upp á franska lauksúpu, Tortellini f ostasósu og óhemju girnilega ostaköku. Erla og Agnar ætla að hafa áskorandann innan íjölskyldunnar og skora á Bylgju Agnarsdóttur móður Agnars að koma með næstu uppskrift. 3 stk. Mars ( u.þ.b. 150g) 2 matarlímsblöð Aðferð: Skerið Twix súkkulaðið í bita og setjið í matvinnsluvél ásamt kexinu og myljið smátt. Hrærið smjörinu svo saman við að síðustu. Hellið mylsnunni í meðalstórt smelluform og þrýstið henni niður á botninn og u.þ.b. 3-4 cm. upp með hliðunum. Kælið í að minnsta kosti 30-40 mínútur. Skerið Mars í bita. Hrærið rjómaostinn vel saman með sykrinum í matvinnsluvél og blandið svo svrða riómanum saman við með FORRÉTTUR Frönsk lauksúpa 2 stórir laukar ‘á l vatn 2 tsk soðkraftur 10 gr. smjörlíki 1/8 tsk. timian 1/8 tsk. chillidujt Litlar brauðsneiðar (heilhveiti) Ostur, rifinn. Smjördeig (má sleppa) Aðferð: Búðu til soð með því að leysa soðkraftinn upp í vatninu. Hreinsaðu Iaukinn og skerðu hann í mjög þunnar sneiðar eða saxaðu hann smátt allt eftir smekk. Bræddu smjörlíki í potti og hitaðu laukinn í því í c.a. 5 mín. eða þangað til hann er orðinn mjúkur en passa að brúna hann ekki!! Helltu soðinu út í pottinn og láttu sjóða við vægan hita í um 15-20 mín. Kryddaðu og láttu súpuna í eldfast mót. Raðaðu ofan á súpuna ristuðum brauðsneiðum og stráðu rifna ostinum ofan á þær. Því næst penslarðu eggjarauðu á barminn á eldfasta mótinu og setur þunna köku af smjördeigi yfir ostinn. Passa að smjördeigið nái alveg yfir réttinn eða myndi einskonar lok, það er svo penslað með rauðunni. Glóðaðu réttinn þar til deigið er orðin gullinbrúnt. AÐALRÉTTUR Tortellini í ostasósu 1 pakki tortellini Statti broccoli ‘Apiparostur 1 paprika 1 laukur Ostur 2-3 hvítlauksrif Grœnmetiskrafur (smá) 2-3 dl. léttmjólk Aðferð: Tortellini og broccoli soðið og sett í eldfast mót. Laukur, hvítlauksrif og paprika söxuð og léttsteikt í olíu. Brytjið piparostinn og hreinsið aðeins utan af honum . Léttmjólk og osti er bætt út í steikta græmetið og hrært í þar til osturinn er bráðinn. Grænmetiskraftinum er svo bætt út í í lokin og látið krauma í 2 mínútur. Þvf næst er ostasósunni hellt yfir tortellini/broccoliið og ostur settur yfir allt saman þannig að það þekji blönduna og bakað í ofni í 10-15 mínútur við 180°C eða þar til osturinn er bráðinn. EFTIRRÉTTUR Mars-Twix ostakaka Botn: 50 gr. heilhveitikex 75 gr. smjör 3stk. Twix( u.þ.b. 180g) Fylling: 400 gr. rjómaostur 100 gr. sykur 40 gr. púðursykur 40 gr. smjör 1 dl. rjómi 1 dós sýrður rjómi (18%) sleikju. Leggjið matarlímsblöð í kalt bað í nokkrar mínútur. Hitið rjómann, kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum og bræðið þau í rjómanum, og hrærið saman við ostablönduna með sleikju. Setjið 'á dl. rjóma > P°tt , ástamt smjöri og púðursykri og hitið að suðu. Látið sjóða í 2 mínútur og hrærið stanslaust í á meðan. Hellið svo helming af ostablöndunni yflr kexskelina, þar næst Mars í bitum og svo restina af blöndunni yfir. Hellið karamellublöndunni síðast yfir og dragið þunnar rákir í ostablönduna með hníf til að fá áferð. Verði ykkur að góðu! ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 499 Heilir og sælir lesendur góðir. Mig grunar að ég hafi einhverju sinni ruglað saman þeim ágætu nöfnum, sem vísnahöfundum, Karli Kristjánssyni alþingismanni og Karli Sigtryggssyni. Þessi mun örugglega vera effir alþingismanninn. Flestir þeir sem girndin grá gerir að heitum vinum. Leiðir verða til lengdar á lyktinni hvor afhinum. Karl Sigtryggs mun örugglega eiga þessa kunnu vísu. Oft mér veitir innrifrið yndi sólarlagsins. Þó aldrei gœti ég orðið við öllum kröfum dagsins. Sigrún Haraldsdóttir las frétt á vegum Mogga um vistaskipti Guðs. Til allra þeirra sem vilja vita um veraldarundur slík. Hann Guð er aðflytja ígötuvita við gangbraut í Reykjavík. Það er Birgir Hartmannsson á Selfossi sem yrkir svo fallega kvenlýsingu. Þú ertfín og mittismjó. Mörgum hlýnar við að sjá lendar þínar, lœr og þjó og litlu pínu brjóstin smá. Skrefalétt ogskankalöng skeiðar nett, í svörum djörf. Laus við pretti, lund óströng Ijúf ogglettin sinnir þörf. Ýmsir hlýða á þitt mas ekkert níðþín tunga kaus, málskrafsblíð meðfágaðfas, fyrirtíðarspennulaus. Einhverju sinni er vinur Birgis rétti honum flösku á mannfagnaði með girnilegum vökva, varð þessi visa til, eftir að skáldinu hafði loks tekist að ná andanum. Vœnan sjúss mér vinurgaf víns er mögnuð kyngi. Hér má verða hálfur af heimatilbúningi. Á haustdögum 2003 sá Birgir mynd í dagblaði af höfundi þessa þáttar liggjandi á sjúkahúsi á Akureyri eftir að hafa sönglað heilan dag fótbrotinn. Varð þessi vísa til af þessu tilefni. Brekkum mót með bros á vör beitirfljótum hesti. Ekki hót það aftrarfór þó einn hansfótur bresti. Að lokum þessi flotta hringhenda eftir Birgi. Leitar ullar enn á ný er í bullið sœkinn. Bragasulli bœtir í bakkafullan lcekinn. Þar sem við trúum því flest jarðarbörn, að stutt sé í sumar og sól er gaman að rifja næst upp þessa gömlu vísu Péturs Péturssonar bónda á Bollastöðum, síðar á Blönduósi. Víðikló ágötugrcer grösin kringum brosa. Oti í mó er byggður bær úr beitilyngi og mosa. Gaman að muna eft ir annari vísu sem ég held örugglega að sé eftir Pétur. Er það hringhenda og ber með sér að vera ort að sumarlagi. Skýin hanga skúra þung skýla vanga jjallsins. Blóminfanga úðann ung á engjum Langadalsins. Það er Sigurður Sigurðsson á Sleitustöðum í Skagafirði sem yrkir svo fallega vorvísu. Vorsins dísir veginn greiða virðar allir blunda rótt. Meðan flýgurfrjáls til heiða fugl um bjarta sumarnótt. Undirritaður hreifst mjög af þessari vísu er hún komst á kreik og freistaðist til að bæta annari við. Þar mun vini vitar loga er vorsins dísir blunda rótt. Undir himins bláum boga býst hann við að eiga nótt. Langar að biðja um upplýsingar hjá lesendum ef þeir vita hver yrkir svo skemmtilega á vordegi. Nú er spóinn orpinn og ærin hvíta borin. Alkar komnir inn á vog. Allt ergott á vorin. Stefán Jónsson sem oft var kallaður fréttamaður, gantaðist oft við héraðshöfðingja okkar húnvetninga, Jón Pálmason alþingismann á Alcri. Hafði hann sérlega gaman að yrkja vísur í orðastað Jóns. Mun þessi vera ein af þeim. Elsku hjartans Island mitt. Ó hvað þú ert mikiðfagurt. Sœll ég bý við brjóstið þitt þó bæði séþað kalt og magurt. Gott að enda með gleðivísu eftir snillinginn Stefán Vagnsson. Fjöllin óma afklakakoss, körlum sómir vakan. Snjöllum rómiyfiross öllum hljómi stakan. Verið þar tneð scel að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.