Feykir


Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 12

Feykir - 20.05.2009, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot? Hafðu samband! feykir@feykir.is og sími 455 7176 / 898 2597/ 861 9842 Áhugasamir göngumenn hlusta á Pálínu Ósk útskýra staöhætti. Ferðafélag Skagafjarðar: Fyrsta ferð sumarsins Góður dagur í Glerhallavík 40 manns mættu í fyrstu ferð sumarsins hjá Ferðafélagi Skagafjarðar en að þessu sinni var ferðinni heitið í Glerhallavfk undir öruggri leiðsögn þeirra Pálfnu Óskar Hraunda! og Signðar Ingu Viggósdóttur. Alls tók ferðin hátt í 3 klukkustundir og átti hópurinn góðan dag í enn betra veðri. Sá elsti í hópnum var fæddur árið 1934 en sá yngsti góðærisárið 2007. Ekki höfðu allir í hópnum farið áður í Glerhallavík og höfðu ferðalangarnir það á orði að það hefði komið ánægjulega á óvart hversu gaman það væri að fara með Ferðafélaginu í svona styttri ferð. Flestir voru þátttakendurnir úr Skagafirði en þó kom einn frá Skagaströnd og annar frá Akureyri til þess að komast í Glerhallavík. Þegar í víkina var komið var hrossakjöt úr Matarkistu Skagafjarðar borið fram á brauðbretti sem látið var ganga og vöktu veitingarnar mikla lukku. Eftir vel heppnaða ferð í Glerhallavik skellti síðan hluti ferðalanganna sér í Grettislaug og hafði það huggulegt þar. Meðfylgjandi myndir sendi Pálína Ósk Hraundal. Paö er fallegt í Glerhallavík. Sigríöur og Pálina meö elsta og yngsta feröalangnum. Hrossakjöt úr skagfirsku matarkistunni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.