Feykir


Feykir - 28.05.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 28.05.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 21/2009 Skagaströnd Jákvæður rekstur sveitarfélags Skagafjörður KS býður 600 milljónir til viðbyggingar Arskóla Á fundi Sveitarstjórnar Skagastrandar þann 20. maí var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2008 tekinn til sfðari umræðu. Rekstrarniðurstaða sam- stæðu sveitarsjóðs og B-hluta stofnana sýnir 56,3 milljóna króna jákvæða niðurstöðu en það er 53,2 milljónum betri niðurstaða en endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Rekstrartekjur samstæðu námu 429 milljónum og rekstrargj öld.ánfj ármagnsliða, námu 411 milljónum. í skýringum með ársreikn- ingi kemur fram að laun og launatengd gjöld án breytinga á lífeyrisskuldbindingum námu 44,2% af rekstrartekjum og rekstrargjöld án fjár- magnsliða námu 95,8% af rekstrartekjum. Að lokinni umræðu og yfirferð samþykkti sveitarstjórn ársreikninginn og áritaði hann. Kaupfélag Skagfirðinga hefur boðist til þess að lána Sveitarfélaginu Skagafirði allt að 600 milljónum króna vaxtalaust tii tveggja ára eða þar til ástand skánar á fjármálamörkuðum. Fénu skal varið til byggingar viðbyggingar við Árskóla. Til er hönnun að við- byggingu Árskóla upp á um 1300 fm en með byggingunni er gert ráð fyrir að færa alla kennslu grunnskólabarna á Sauðárkróki undir eitt þak en í dag er kennt á tveimur stöðum auk þess sem kennslustofur eru í tveimur sumarhúsum við skólann í Freyjugötu. -Ég segi auðvitað bara já takk við nýjum skóla, segir Óskar Björnsson, skólastjóri. -Þetta hefur verið okkar baráttumál í áratugi og því hlýt ég að fagna öllum möguleikum sem snúa að því að klára hér nýja skólabygg- ingu, bætir Óskar við. Málið var kynnt af full- trúum Kaupfélagsins á fundi í Árskóla í gær auk þess sem fúlltrúum meirihluta sveitar- stjórnar hefur verði óformlega tilkynnt um boðið. Ekkert formlegt erindi eða boð hefur borist til sveitarfélagsins vegna málsins. -Við erum að sjálfsögðu afar þakklát fyrir gott boð og Sveitarstjórn Skagastrandar varar við áforum um að fyrna aflaheimildir útgerða enda gæti sú aðgerð stefnt atvinnuöryggi og veiferð íbúa Skagastrandar f mikla óvissu. í ályktun sveitarstjórnar segir að sjávarútvegur sé ein undirstaða atvinnurekstrar á Skagaströnd. Áríðandi sé að halda aflaheimildum í byggðarlaginu og standa vörð um störf. í ályktuninni segir orðrétt; -í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir víðtækum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem munu hafa áhrif á afkomu þeirra sem starfa við það er mikilvægt að eiga fyrirtæki í héraði sem er samfélagslega sinnað og vill taka þátt í uppbyggingu sveitarfélagsins með okkur með beinum hætti. Það er ómetanlegt og eitthvað sem margir öfunda okkur af. Við þurfum hins vegar varðandi allar framkvæmdir að fara vel yfir hvert bolmagn sveitar- félagsins er á hverjum tíma til stórra fjárfestinga. Við eigum alveg eftir að fara yfir málið á vettvangi sveitarstjórnar og framhaldi af því með Kaupfélagsmönnum, segir Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri. -í dag búa sveitarfélög við tekjuumhverfi þar sem tekjurnar minnka hratt sam- fara tekjuhruni hjá ríkissjóði og hér hjá okkur í raun langt umfram það sem atvinnu- ástand og staða fyrirtækja í sveitafélaginu ætti að gefa tilefni til. Til að geta farið út í fjárfestinar af þessu tagi þurfum við að ná verulegri hagræðingu í rekstri en mikil vinna stendur einmitt yfir hjá okkur í þeim efnum um þessar mundir, bætir Guðmundur við. Áhugi okkar stendur til þess að ná þeirri stöðu að mögulegt verði að hefja framkvæmdir við stækkun Árskóla eins fljótt og kostur sjávarútveginn. Sveitarstjórn varar við áformum um að fyrna aflaheimildir útgerða sem stefnir atvinnuöryggi og velferð íbúa Skagastrandar í mikla óvissu. Nauðsynlegt er að skapa vinnufrið um sjávarútveg með því að ná sátt um stjórn fiskveiða. Allar breytingar á fiskveiðistjórnun ber að gera með varúð og í samráði við hagsmunaaðila. Óvissa og ílla ígrundaðar breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu hafa strax neikvæð áhrif á samfélagið og gera má ráð fyrir að fyrirtæki muni halda að sér höndum varðandi uppbyggingu, viðhald og þróun rekstrar. Húnaþing vestra Komrækt- arfélag stofnað Nýtt félag, Húnakom ehf, hefur veríð komiðá laggimar í Vestur Húnavatnssýslu. Er því ætlað að kaupa- og reka vélar til kornræktar, en komrækt er stunduð á yfir b'u jörðum í V-Hún. Óskaði félagið eftir fjárstyrk frá Byggðarráði Húnaþings vestra sem samþykkti að vísa erindinu til endurskoðunar fjárhags- áætlunar ársins 2009. Alls eru stofnfélagar Húnakorns fimmtán talsins. Háskólinn á Hólum 60braut- skváðir Föstudaginn 22. maf var brautskráning í Háskólanum á Hólum og vom brautskráðir samtals 60 nemendur, 51 úr hestafræðideild, átta úr ferðamáladeild og einn úr fiskeldis- og fiskah'ffræðideild. Áður en sjálf útskriftar- athöfnin hófst var reiðsýning hestafræðideildar. Hún var glæsileg og ekki spillti veðrið fýrir. Við brautskráninguna lék Harmonikkusveit Tónlistar- skólans í Varmahlið. Byggðastofnun Anna Krista'n formaður Ný stjóm Byggðastofnunar var skipuð á ársfundi stofnunarínnar 20. ma' s.l. Nýr formaður stjómar er Anna Krisb'n Gunnarsdóttir á Sauðárkróki, en hún var áður alþingismaður Samfylkingarinnar f Norðvesturkjördæmi. Anna Kristín var skipuð formaður stjórnar Byggða- stofnunar til eins árs og Bjarni Jónsson varaformaður. Guðjón Guðmundsson og Örlygur Hnefill Jónsson fóru úr stjórn. í stað þeirra komu Arndís Soffía Sigurðardóttir og Ásmundur Sverrir Pálsson. Leiðari Öryggi barna okkar Þegar ég var lítil voru ekki öryggisbelti i aftursætum bíla, börn stóðu millifarþegasætanna og gott efég man ekki eftirferðalagiþar sem við systur sátum aftur í pallhýsi á lausu bilsæti, sem þar hafði verið komiðfyrir. Allt var þetta á þeim tímum sem hámarkshraði var 70 km vegir slæmir og umferð minni. Við sluppum flest blessunarlega ósködduðfráþessu. En í dag er öldin önnur, sem beturfer, segi ég sjálf. Á þeim 11 árum sem ég hefstarfað í blaðamennsku hefég þurft að skrifa of margar slysafréttir, hringja í aðstandendurjá leyfir fyrir nafnbirtingum og svo framvegis. Banaslysum í umferðinni hefurfjölgar gríðarlega síðan ég var barn, öryggisbelti eru nú skylda í öllum bifreiðum svo og notkun þeirra. Engu að síður eru enn sorglega margir sem telja sig ekkiþurfa að spenna börn sín í belti meðan ekið er innan bæjar. Ég geng flesta morgna til vinnu og geng ég þáframhjá Árskóla og Árvistþar sem 5 ára bömin mæta á morgnana. Á hverjum morgni sé ég samafólkið mæta með börnin sín laus í bílnum, stundum sé ég þetta sama fólk skella sér inn íþétta umferð á Skagfirðingabraut með sömu börnin enn laus í bílnum. Ég óttast mest að þurfa einhvem daginn að skrifafréttina um slys,fréttina um slys, sem eföryggisbelti hefði verið notuð, hefði bara verið frétt um óhapp. Samkvæmt könnun um öryggi bama i bílum koma foreldrar barna á Sauðárkróki og Hvammstanga ekki nægjanlega vel út. Ég bið ykkur lesendur góðir að huga betur aðþessum málum. Lítið bam má sín lítils lendiþað í árekstri,jafnvel þó á litlum hraða sé, sé það óspennt í bíl. Tökum höndum saman og gætum betur að öryggi bama okkar. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Bladstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell HeiðarÁsgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðamiaðun Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is ® 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprentis ® 8619842 Óli Amar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 4557171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. er. Skagaströnd Vara við fyrningarleið

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.