Feykir


Feykir - 28.05.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 28.05.2009, Blaðsíða 3
21/2009 Feykir 3 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Vopni hæstur á sveinsprófi Sveinspróf í húsasmfði var haldið í tréiðnadeild Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki í b'unda sinn dagana 15. - 17. maf. Sigurbjörn Vopni Björnsson var hæstur með einkunnina 9,0 sem er jafnframt næst hæsta einkunn f sveinsprófi á Norðurlandi. Meistari Sigurbjörns er Björn Svavarsson húsasmíða- meistari hjá trésmiðjunni Ýr á Sauðárkróki. Þeir sem þreyttu prófið voru Björn Sindri Eiríksson, Franz Kristjánsson, Jón Stefánsson, Óskar Broddason, Óttar Friðbjörnsson, Stur- laugur Fannar, Rögnvaldur Egilsson og Sigurbjörn Vopni Björnsson og stóðu þeir sig allir með miklum ágætum og var meðaleinkunn þeirra fyrir verklega hlutann 8,01. Prófið fólst í því að nemendur smíðuðu snúinn stiga. Kiwanisklúbburinn Drangey gefur hjálma Hjálm á kollinn minn mt... Félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey, eru um þessar mundir að heimsækja skóla f Skagafirði og Húnavatnssýslum til að afhenda sjö ára gömlum börnum reiðhjólahjáima til eignar. Kiwanisklúbburinn Drang- ey í samvinnu við Eimskip hefur í u.þ.b. 15 ár gefið árlega börnum í fyrsta bekk grunnskóla, reiðhjólahjálma. Hugmyndin er klúbbsins en þróaðist út í það að verða landsverkefni klúbbana á landinu og Eimskips. Krakkarnir hafa ætíð stolt skartað hjálmunum og vita það að betra er að vera klár í kollinum og nota hjálm. i'oPAKIíiJUtJUK Skagafjarðar Við vinnumv&l saman SKAGFIRÐINGABRAUT 9A SAUÐARKROKUR SÍMI A5S 5555 Er eitthvað að frétta? Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra býður fjölbreytt námsframboð! 4 NÁMSBRAUTIR: Æk • Félagsfræöibraut • Málabraut • Náttúrufræöibraut • Viðskipta- og hagfræöibraut -Skrifstofubraut • íþróttabraut K&i.'. • Sjúkraliöabraut / Sjúkraliöabrú BtjXz • Starfsbraut ^NL, • Nám í hestamennsku til 5 knapamerkja "Ý • Málmiönbraut - fyrri hluti -Vélsmíði -Rennismíði / -Vélstjórnarbraut 1. og 2. stigs. /Í • Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina b -Húsasmíði V • Grunndeild rafiðna " -Rafvirkjun FJÖLBREYTT FJARNÁM í BODI W-ráSKVÆfVI <D6 wffVlAvfsT .ff'jjj Nánari upplýsingar á www.tnv.is l , j-j eða I síma: 455 8000 v' ‘f' AUGLÝSING UM Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafiarðar 2009-2021 Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir hér með tillögu að nýju aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 ásamt umhverfisskýrslu. Aðalskipulagstillagan nær til alls lands innan marka sveitarfélagsins þ.m.t. þéttbýlisstaðanna Hofsóss, Sauðárkróks, Hóla, Varmahlíðar og Steinsstaóa. Tillagan, greinargerö og uppdrættir ásamt umhverfisskýrslu, er auglýst samkvæmt 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Tillagan, ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar, veröur til sýnis í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, á venjubundnum opnunartíma frá fimmtudeginum 28. maí 2009 til fimmtudagsins 2. júlí 2009. Jafnframt er tillagan, ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar, til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar é www.skagafjordur.is. Þeir sem vilja gera athugasemd við tillöguna skulu gera það skriflega í síðasta lagi fyrir kl. 15.00 föstudaginn 17. júlí 2009. Athugasemdum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 51, 550 Sauðárkróki eða á netfangið jobygg@skagafjordur.is Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögu þessa innan tilskilins frests telst samþykkur henni. Skipulags- og byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.