Feykir


Feykir - 28.05.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 28.05.2009, Blaðsíða 4
4 FeykJr 21/2009 Skagafjörður Sauðárkrókur og Hvammstangi koma illa út í öryggiskönnun Uppgangan í Drangey fær a nýjan leik Félagar í Drangeyjar- félaginu héldu út f Drangey þann 21 sfðastliðin og hreinsuðu laust grjót úr uppgöngunni og löguðu göngust'ginn upp á ey og er hann nú fær þeim sem hug hafa á að klffa eynna. í fréttum undanfarið hefur verið greint frá því að mikið grjóthrun hefur eyðilagt uppgönguna í Drangey, en hún er einungis kleif á einum stað í Uppgöngu, í Upp- gönguvík vestan megin í eynni. Mikið grjóthrun hefur orðið úr suðaustur horni Lambhöfða og hefur það fallið niður skriðuna sem kennd er við Uppgöngu. Tímasetning á þessum atburði er ekki þekkt en líklegt er að það hafi verið síðari hluta vetrar eða snemma í vor þegar vetur konungur var að sleppa tökum sínum, en síðvetrar og á vorin eru slík hrun alls ekki óalgeng í íjöllum landsins. Það er ekki óvanalegt að grjót falli úr Drangey eins og hún ber glöggt vitni. Eyjan er gerð úr móbergi en í slíkum myndunum er grjóthrun algengt. Benda má þó á að líkt og ávalt er grjóthrun algengt í eynni, líkt og undir öðrum bröttum hlíðum landsins. Þeir sem vilja komast út í Drangey og skoða sig um er bennt á að Drangeyjarjarlinn hefur nú farið með fyrstu ferðir og gengið vel, en við félagar í Drangeyjarfélaginu viljum biðja fólk að fara varlega eins og alltaf. Selasetur íslands Sjö staifsmenn í sumar í Selasetri íslands stendur undirbúningur sumarvertfð- arinnar sem hæst, en í sumar veróa starfsmenn setursins alls 7 talsins. Verkefni rannsóknadeild- arinnar eru fjölþætt en helst ber að telj a rannsókn á áhrifum ferðamanna á seli á Illuga- stöðum á Vatnsnesi en sú rannsókn er partur af The Wild North verkefninu, sem bæði svið rannsóknardeild- arinnar koma að. Einnig verður gerð frumrannsókn á áhrifum sela á laxfiska á ósasvæðum við Húnafjörð. Tveir líffræðinemar frá Háskóla íslands, þau Hrafn- hildur Laufey Hafsteinsdóttir og Helgi Guðjónsson, munu vinna að rannsóknunum við setrið í sumar. Að auki sinna starfsmenn deildarinnar og framkvæmdastjóri setursins verkefnum líkt og verkefnis- stjórn, ráðgjöf og þróunar- vinnu. Að venju mun Selasetrið bjóða upp á bæði fræðslu- og listsýningar auk þess sem Upplýsingamiðstöðin á Hvammstanga verður staðsett í afgreiðslunni líkt og fyrri ár. Skagafjorður Tökum til í eigin garði Umhverfis- og samgöngu- nefnd Skagaflaróar efhir til umhverfisdaga 25. ma - 3. júra 2009. Á Sauóárkróki, Hofsósi og Varmahíð er hægt að setja úigang út á gang- stétt við húsið og verður það aðan fjariægt af starfs- mönnum svertarfélagsins. Á Sauðárkróki verður rusl fjarlægt dagana 25. maí og 2. júní en á Hofsósi og í Varma- hlíð 26. maí og 3. júní. Einnig er hægt að nota gámasvæðin á þessum stöðum. Skagfirðingar eru hvattir til að láta hendur standa fram úr ermum og byrja sumarið á ærlegri garðatiltekt. Smá í Feyki:: Síminn er 455 7171 SI113auglýsingar Takið eftir Hef til sölu ýmsar gerðir og liti af barna- og dömuvettlingum. Takmarkað magn. Hagstætt verö. Komið og reynið viðskiptin. Lilja Sveinsdóttir Kambastíg 2 n.h. Sími 453 5671 Of margir nota ekki réttan búnað fyrir börn í bílum Umferðarstofa, Forvarna- húsið og Slysavarnafélagið Landsbjörg könnuðu öryggi leikskólabarna í bflum í maí á sfðasta ári. Farið var f 58 leikskóla og öryggisbúnaður 1886 barna skoðaður. Ef litið er til könnunar frá árinu 2008 er sláandi hversu illa Sauðárkrókur og Hvamms- tangi koma þar út. Á Sauðárkróki var niður- staðan sú að í of mörgum tilfellum var öryggisbúnaður barna i bílum ófullnægjandi. Hvammstangi var meðal þeirra sveitarfélaga sem komu verst út meðal þeirra sem voru með börn sín alveg laus í bílnum. Hér fylgja nokkur dæmi um spurningar frá foreldrum Algengar spurningar 1. Er hættulegt fyrir barnið að sitja of lengi í ung- barnastól? Eigum við frekar að nota barnavagns- körfuna ásamt neti? Ekkert bendir til þess að bamið skaðist af því að sitja of lengi í ungbamastólnum. Best er að hlusta á barnið og laga aksturstímann eftir óskum þess. Fyrir barnið er öruggasti ferðamátinn í ungbamastól sem er rétt festur og snýr baki í akstursstefnuna. Að hafa barnið í burðarrúmi eða bamavagnskörfu er verri kostur þar sem barnið liggur langsum í þeim og þau geta meiðst á hnakka ef nauðhemlað er eða árekstur verður. Jafnvel komaböm láta vita af því ef þau sitja ekki þægilega. Þegar langferðir em skipulagðar er mikilvægt að reikna með hléum. 2. Getur barn undir 150 sm setið á beltapúða f framsætinu ef öryggispúði er til staðar? Nei í umferðarlögum segir Barn sem er lægra en 150 sm á hæð má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið. Ekki má lengja bamið með beltapúða. 3. Við hvaða aldur/þyngd/lengd má hafa barnið á beltapúða í stað barnabílstóls? Böm eiga að snúa baki í akstursstefnu eins lengi og þau geta. Þegarbamið ervaxið upp úr barnabflstól er mælt með því að skipt sé yfir í beltastól/bílpúða með baki sem styður og vemdar höfuð bamsins. 4. Hvenær er barn vaxið upp úr bamabíistól? Barnið er vaxið upp úr bamabílstól þegar höfuð þess nær upp fyrir stólbakið. Hvort velja eigi beltastól eða beltapúða ræðst fyrst og fremst af því hvar bílbeltið hafnar á baminu. Beltið á að liggja í kverkinni milli háls og axlar og skáhallt yfir bringubeinið. Ef beltið lendirof hátterbetra að velja stól meðstillingarbúnaði á hliðinni. Beltastóll/bílpúði með baki veitir og höfði bamsins svolítið aukna vemd. Á nýjum viðurkenndum vörum á framleiðsludagurinn að sjást annað hvort greyptur í, stimplaður á eða prentaður á límmiða. 6. Er ötyggispúði farþegamegin f framsæti hættulegur barnshafandi konu? Fyrir bamshafandi konu er ekki gott að sitja of nálægt öryggispúða né heldur sitja of nálægt stýrinu sem getur orðið hættulegt ef árekstur verður. Þegar maginn er orðinn mjög stór er betra að konan sitji í farþegasætinu. Ef öryggispúði er einnig þar er mælt með því að ýta sætinu eins langt aftur og hægt er. Eða konan sitji í aftursæti. 7. Ég þarf rök fyrir því að öruggara sé fyrir böm upp að 3-4 ára aldri að snúa baki f akstursstefnu. Dagmamman telur f lagi að láta þau snúa í akstursstefnu þegar þau em IV2 árs? Höfuð bams er stórt og þungt miðað við líkamsþunga. Á fjögurra ára bami er þungi höfuðsins um 18% af líkamsþunga samanborið við 6% á fullorðnum. Umferðarstofnanir á öllum Norðuriöndunum mæla með því að börn séu látín snúa baki í akstursstefnu eins lengi og hægt er, helst þar tíl þau eru 3-4-ára. Rannsóknir sýna að barnabílstóll sem snýr baki í akstursstefnu minnki áverkaáhrifin u.þ.b. 90% en samsvarandi tala fyrir bamabílstól sem snýr í akstursstefnu er u.þ.b. 60%. Á 9 mánaða bami er höfuðið 25% líkamsþyngdar. í árekstri eða þegar nauðhemlað er kastast höfuðið fyrst áfram og svo aftur af svo miklu afli að barnið í verstu tilvikum slasast alvariega á hnakka eða það deyr því hnakkavöðvamir eru ekki nógu þroskaðir tíl að þola álagið. 8. Má sitja undir barni í bíl? Nei það má aldrei sitja undir barni í bfl. Ef árekstur verðurfærbamið, en ekki sásem heidurá því, mesta höggið. 5. Hver er endingartími barnabílstóls ? Rannsóknir á öldmnareiginleikum plasts sem gerðar vom við Tækniháskólann í Linköping sýna að ekki á að nota öryggisbúnað lengur en í um 10 ár en tíminn ræðst einnig af því í hverju búnaðurinn hefur lent. Alltaf á að skipta um öryggisbúnað sem ient hefur í árekstri og einnig á að skipta um stól með sprungum og þess háttar skemmdum óháð aldri hans. Ekki mega heldur vera skemmdir á beltum og festingum. Ungbarnastólar hafa skemmri endingartíma m.a. vegna þess að þeir em meira á þeytingi og em meira notaðir utan bflsins þannig að þeir verða fyrir meira hnjaski.Besteraðfaraeftirmeðmælumframleiðenda sem eru aimennt 5-7 ár. 9. Hver er sektin ef öryggisbúnaður fyrir börn er ekki notaður? Ökumaður ber ábyrgð á að öryggisbúnaður er notaður í bflnum. Ef sérstakur öryggisbúnaður fyrir bam er ekki notaður er sektin 10 þúsund en ef þess er ekki gætt að farþegi yngri en 15 ára notí neinn öryggisbúnað ersektin 15 þúsund. Heimild: Umferðastofa.is h

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.