Feykir


Feykir - 28.05.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 28.05.2009, Blaðsíða 5
21/2009 Feylcir 5 íþróttafréttir 2. deild: Tindastóll - ÍH/HV 2-1_ Njarðvík - Hvöt 1-1 Sigur í fyrsta heimaleik Jafntefli Fyrsti heimaleikur Tindastóls fór fram sl. fimmtudag þegar liðið fékk ÍH/HV í heimsókn. Tindastóll var betri aðilinn í leiknum og sóttu án afláts fyrsta hálftfmann en þvert á gang leiksins skoruðu gestirnir fyrsta markið. Tindastóll virtist stjórna gangi leiksins og því var það eins og köld vatnsgusa í andlit þeirra þegar ÍH/HV skoraði ágætt mark á 28. mínútu. Það var Óli Jón Kristjánsson sem skallaði boltann örugglega í markið. Það tók Tindastólsmenn nokkurn tíma að koma sér inn í leikinn aftur en smátt og smátt tóku þeir aftur völdin og á 36. mínútu jafnaði fyrirliði Tindastóls, Bjarki Már Árnason með laglegu skoti inn í vítateig eftir hornspyrnu frá Árna Einari. Seinnihálfleikurinnvar ekki mjög skemmtOegur á að horfa, mikið um langa bolta ffam völlinn sem sóknarmönnum gekk illa að hemja en Ingvi Hrannar var þó nálægt því að skora mark en skot hans var varið á marklínu. Á 89. mínútu fengu Tindastólsmenn hornspyrnu og Bjarki Már skallaði glæsilega í markið við mikinn fögnuð leikmanna og áhorfenda. Ekki náðu mótherjarnir að svara það sem eftir lifði leiks. Fjöldi áhorfenda mætti á völlinn, en fyrirtæki á Króknum bjóða áhorfendum á völlinn í sumar. Á vef Húna.is er sagt frá leik Hvatar og Njarðvíkur sem fram för í Njarðvík og er tilgreint að ekki hafi verið skemmtilegur né góður leikur þegar liðin mættust. Jafntefli 1 -1 var niðurstaðan. Gissuri Jónassyni fyrirliða Hvatar var vikið af velli þegar hann fékk sitt annað gula spjald effir 25 mínútna leik. Við þetta færðust Hvatarmenn allir í aukana og náðu að setja mark á 42. mínútu þegar Óskar Snær Vignisson kom boltanum í netið. Alexander Magnússon náði að jafna leikinn á 87. mínútu. Við markið reyndu Njarðvíkingar hvað þeir gátu til að bæta við marki en ekki gekk það. (ÁSKORENDAPENNINN ) Selma Barðdal Reynisdóttir skrifar af Króknum Vangaveltur um frístundir okkar full- orðnu í sveitasælunni á Króknum Ég talaði við vinkonu mina, búsetta í Danmörku, núna á dögunum og snérist umræðan um sumarið í sumar. Var svoli'tið að væla yfir því að vera ekki á faraldsfæti, yrði að öllum líkindum hérlendis ogsennilega mest megnis á Króknum. Þessi ágæta vinkona minnti mig á það að þegar að ég var búsett í Danmörku hefði ég verið manna hörðust í því að reyna að koma Sauðárkróki á koppinn, flutt lofræður um Krókinn við hvaða tækifæri sem var. Þessi umræða varð til þess að mér var hugsað um þessar ágætu ræður mínar sem ég flutti gjarnan eftir að hafa fengið spurninguna hvað væri eiginlega hægt að gera þarna á Króknum sér til skemmtunar? Til þess að gera langa sögu stutta þá var ég komin með nokkuð staðlaða ræðu. Byrjaði oftar en ekki á sportinu. Dásamaði skokkið að sjálfsögðu. Nefndi svo alla hressu hópana eins og Krækjur, Trillur, Old boys, Molduxa ofl. (fór svo sem ekkert nákvæmlega yfir meðalaldurinn íhveijum klúbbi fyrir sig). Nú svo lýsti ég golfvellinum eins vel og ég gat og talaði mikið um skíðasvæðið. Fannst sérstaklega gaman að nefna að það vær nú ekki á öllum stöðum í heiminum sem maður gæti spilað golf, farið á skíði, út að ganga eða skokka allt á sama deginum. Fóraðeins yfir öll þau félagasamtök sem að eru hér í boði og svo allur óformlegi félagsskapurinn eins og sauma- og spilaklúbbar, alveg nauðsynlegt að vera í einum slíkum. Svo tók ég það fram að fólk væri líka bara duglegra við að skapa sér aðstæðurnar sjálft, hvort sem það er með því að bjóða heim eða hjálpa til við að koma einhverju stærra á koppinn nú svo væri ekkert athugavert við það að halda bara afmælið sitt í íþróttahúsinu! íframhaldi af þessum umræðum fóru spurningarnar oftar en ekki að beinast að börnunum og gat ég mjög auðveldlega haldið langa ræðu um tómstundir bama og unglinga og nb. þetta varfyrirSumar-TÍMið. En við vorum svo sem öll í sömu sporunum þarna úti, nóg um að vera en öll með lítil börn og engar barnapíur. Kem ég þá aftur að því hvað það er dásamlegt að búa á Króknum. Ég er ein af þeim sem nýt þeirra forréttinda að eiga hér eitt sett af dásamlegum foreldrum sem sakna barnanna minna þegar að þau hafa ekki séð þau í rúma viku, það segja þau allavega! Það skiptir miklu máli að vera með sínum nánustu, fjölskylduboðin þau eru félagslíf út af fyrir sig, þaðgeturbara verið mjög mikilvægt að eiga eina svona Syrrí móðursystur á kantium. Allt er þetta svo spumingin um val eða forgangsröðun. Éger t.d. ein af þeim, sem hef hingað til átt frekar erfitt með migeffleiri en einn ogfleiri en tveir koma saman. Heid hinsvegar að ég sé að þroskast í rétta átt og sé farin að átta mig betur á því hvað það er sem skiptir mig mestu máli í lífinu. Að sjálfsögðu er hægt að sjá það jákvæða við allt. Ég tel að það hafi einungis verið þroskandi fyrir okkur systkinin, þegar við vorum yngri, að finna sjálfssprottna þörf til þess að fara út í garð að reyta illgresi, eða út í bílskúr að taka til, algerlega óumbeðin. Einungis vegna þess að við gerðum okkur grein fyrir því að pabbi var aðspila golfog okkar garður var orðinn ansi frábrugðinn öðrum í götunni og leiðin að frystikistunni orðin ansi illa greiðfær. En hvað sem öðru líður þá er ég búin að sannfæra sjálfa mig um það að mérmun ekki leiðast í sumar, þrátt fyrir að ferðaplönin séu af skornum skammti, allt að gerastá Króknum og svo höfum við líka Geirmund.... og er ekki veröldin dásamleg! Ég skora á Þóru Björku Jónsdótturog taka við pennanum! MITT LIÐ ) ...fylgist meó Eimreióinni þeysast upp kantinn og tækla mann og annan... Nafn: GuðmundurJensson Heimili: Raftahlíð 43 Sauðárkróki Starf: íþróttakennari við Árskóla Hvert er uppáhaldsliðið þitt f enska boltanum og af hveiju? Manchester United. Ég byrjaði að halda með þeim þegar þeir unnu Evrópumeistaratitilinn 1968. Þá var sjónvarpið nýbyrjað með enska boltann og maður fór að fylgjast með mánaðargömlum leikjum í svarthvítu sjónvarpinu. Þá voru í liðinu frábærir leikmenn eins og Bobby Chariton, Dennis Law, Alex Stepney í markinu og George Best auðvitað. Hefur þú einhvemtímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Nei ekki í deilum beint en maður hefur fengið létt skot frá félögunum. Þetta er auðvitað ekkert nema öfund út af velgengi Man.Utd! Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Þeir ern nú nokkrir. Ég hef alltaf haldið mikið upp á Peter Schmeichel, danska landsliðsmarkvöiðinn sem stjómaði vöminni eins og heiforingi og var mikill keppnismaður. Eitt sinn brá hann sér í sóknina í lok leiks og flýtti sér svo aftur í markið en tognaði á leiðinni og var frá nokkra leiki í kjölfarið. Svo auðvitað Ryan Giggs, Wales maðurinn lipri sem oft hefur sýnt snilldar takta á vinstri kantinum. Þó að Sir Alex sé ekki leikmaður þá er hann auðvitað kjölfestan í þessu liði og langbesti framkvæmdastjórinn í enska boltanum. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Ég lét loksins verða af því nú í vor þegar við feðgar fómm á Old Trafford á United-Aston Villa. Þetta var frábær ferð og ekki skemmdi fyrirað United vann leikinn á síðustu mínútu leiksins. Þetta verður ekki síðasta ferðin á Old Trafford. Áttu einhvem hlut sem tengist liðinu? Já,já. Égátti auðvitað myndir í gamla daga af leikmönnunum og plaköt sem ég hengdi upp á vegg. Svo er maður auðvitað í búningnum á leikdegi ogdrekkurúrManchester United könnu á kennarastofunni! Hvemig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp ístuðningi við liðið? Mjög vel, þetta er náttúrulega í genunum. Ingvi sonur minn er gallharður aðdáandi og Margrét dóttir mín fylgir okkur, enda ekki annað hægL Hefur þú einhvem tímann skipt um uppáhalds félag? Nei, það hefur aldrei komið til greina, svoleiðis gerir maður ekki! Uppáhalds málsháttur? Ég hef alltaf verið hrifinn af „Sá vægir sem vitið hefur rneira". Spuming frá Pálma Þór. - Hvemig væri svo að mæta á völlinn í sumai? Jú, auðvitað mæti ég ogfýigist með Eimreiðinni þeysast upp kantinn og tækla mann ogannan. Hvem myndir þú vilja sjá byija þennan lið í haust? Friðjón Bjamason lækni. Hvaða spumingu viltu lauma að viðkomandi? Heldur þú að Wayne Rooney hafi átt einhvem séns í þig í 100 m hlaupi þegar þú varst upp á þitt besta?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.