Feykir


Feykir - 28.05.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 28.05.2009, Blaðsíða 8
8 FeykJr 21/2009 HESTAUMFJOLLUN FEYKIS Pétur Örn Sveinsson og Heiörún Ósk Eymundsdóttir ætla aó stunda tamningar í Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi í sumar og bjóóa einnig upp á reiðkennslu en þetta unga og efnilega hestafólk hefur stundað nám á reiökennarabraut Hólaskóla í vetur. Heiörún hefur alltaf réttara fyrir sér en ég Pétur og Heiðrún voru bæði á reiðkennarabrautinni eftir áramótin en Pétur vann við tamningar á Hvoli í Ölfúsi fyrir áramót og Heiðrún var í líffræði við Háskóla íslands. Nú er hinsvegar hestamennskan allsráðandi og ýmislegt á döfinni. Hrossaræktin hjá þeim skötuhjúum ætti að standa á traustum fótum þar sem grunnurinn er góður. Hross í þeirra ræktun eru m.a. Gola frá Yzta-Gerði, undan Garði frá Litla-Garði og Drottningu frá Kleifum. Gola er með 9,5 fyrir tölt og brokk og 8,51 fyrir hæfileika. Heiðrún fær þriðja hvert folald og í sumar fer hún undir heiðursverðlauna- hestinn Hróð frá Refsstöðum. Svo er hryssan Perla frá Stóru- Gröf syðri, undan Verði frá Enni og Jörp frá Kýrholti. Perla er klárhryssa sem Heiðrún fékk gefins frá pabba sínum, sem folald, þegar hún var 5 ára og keppti á sem barn og unglingur. Perla fer undir Sólon frá Skáney í sumar. Þá bætist Venus frá Sjávarborg í hópinn í sumar en hún er með 8,21 fyrir hæfileika og þar af 9,5 fyrir skeið og komin af miklu skeiðkyni. Hún fer undir Þey frá Prestsbæ. Hafið þið einhverja keppnis- hesta til að spreyta ykkur á í framtíðinni? -Ég á 6 vetra hest, Þór frá Saurbæ, undan Pétur Örn leggur á skeið. Þokka frá Kýrholti og Perlu frá Stóru-Gröf syðri, segir Heiðrún og telur hann vera efnilegan keppnishest. -Hann er fjórða aíkvæmi Perlu, en hún hefur gefið mér góð reiðhross. -Ég á hins vegar íjögurra vetra gelding undan Vígari frá Skarði og Veru frá Sjávarborg. Þetta er efnilegasti skeiðhestur norðan heiða, segir Pétur án þess að hika. -Ég á hann með Jóni Geirmundssyni frænda mínum, en hann er mikill skeiðræktandi. Folinn heitir í höfuðið á okkur frændunum, Jón Pétur frá Sjávarborg. Hvernig er það fyrir par að vinna við tamningar? -Skemmtilegt fyrst og fremst. Gott að geta hjálpað hvort öðru, spurt ef annað er í vanda og tekið út hestana hvort hjá öðru. En það getur auðvitað reynt á þolrifin, segja þau Pétur og Heiðrún með bros á vör, en vilja meina að allt gangi vel og stéttaskiptingin sé jöfn í hesthúsinu. En ef það kemur upp ágreiningur, hvor hefur þá oftast rétt fyrir sér? -Heiðrún hefur alltaf réttara fyrir sér en ég, segir Pétur. -Heiðrún nær alltaf að rökstyðja allt svo vel hvort sem það er í raun og veru rétt eða ekki, segir Pétur í lokin og hlær. Eitthvað sem þið viljið koma á framfæri í lokin? -Já. Við tökum að okkur reiðkennslu í sumar. Laus pláss í tamningu núna, þar sem við erum nýkomin úr skóla. Endilega bara að hafa samband: Pétur: 864-5337, Heiðrún: 849-5654. Háskólinn á Hólum 51 nemandi útskrifast af hestafræðideild Föstudaginn 22. maí var brautskráning í Háskólanum á Hólum og voru braut- skráðir alls fimmtíu og einn nemandi af hestafræðideild. Sama dag var einnig haldin hin árlega Skeifukeppni. Árangur nemenda var mjög góður og aukast gæðin með hverju árinu enda eru þeir eftirsóttir þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Skeiíúhafinn í ár er Ragnhildur Haraldsdóttir en hún fékk einnig reiðmennsku- verðlaun FT. Hin svokallaða Morgunblaðsskeifa er veitt íýrir besta samanlagða árangur í reiðmennskunámskeiðum vetrarins á 1. ári. Eiðfaxabikarinn hlaut Sylvía Sigurbjörnsdóttir en hún fékk einnig viðurkenningar fyrir hæstu aðaleinkunn (9,5) og hæstu einkunn í kennslufræði á leiðbeinendastigi. Árni Björn Pálsson sigraði í úrslitum gæðingafimi á hryssunni Líf frá Möðrufelli og Sigvaldi Lárus Guðmundsson fékk tamningabikar FT fyrir hæstu einkunn (9,2) á 2. ári. Sören Agerskov Madsen fékk Morgunblaðshnakldnn fyrir hæstu einkunn (9,1) á 3. ári. Einnig fékk hann Ástundar- hestinn fyrir bestan árangur í reiðmennsku og LH-styttuna fyrir hæstu einkunn í reið- kennslu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.