Feykir


Feykir - 28.05.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 28.05.2009, Blaðsíða 11
21/2009 Feykir 11 ( MATGÆOINGAR VIKUNNAR ) Erla og Guðmundur kokka Hráskinka og salt- fiskur á pizzuna Þessa vikuna ætla þau Erla Björg Evensen og Guðmundur Haraldsson sem margir þekkja sem Árbakkahjónin á Blönduósi að deila með okkur uppskriftum vikunnar. Þetta eru gimilegar uppskriítir af smápítsum, sesamlaxi og pönnukökudesert. Þau Erla og Guðmundur skora á Bryndísi Sigurðardóttur og Jónas Þór Sigurgeirsson en Bryndís mun reka Hótel Blönduós nú í sumar. Smápítsur með hráskinku ogsaltfisk Smjördeig (keypt tilbúið) Hráskinka Saltfiskur, gott hnakkastykki Tapenadasfrá Sacla, paprika Olífur svartar í sneiðum Rifinn ostur. Smjördeigið flatt út í litlar pizzur ca. 10 cm. þvermál. Smurt á Tapenadas. Þunnum bitum af saltfiski og hráskinku dreift yfir ásamt ólííum og osti. Bakað í ofni við 180° þar til góðum lit er náð. Sesamlax á kryddjurta- kartöflumús með ferskum ávöxtum og berjum Laxaflak beinhreinsað og roðflett skorið í hæfileg stykki. Ofan á laxinn: 6 hvítlauksgeirar 2 dl. olífuolía 3 dl. sæt chilisósa 2 msk. grœnmetiskraftur Sósan er maukuð saman með töfrasprota. Hún geymist mjög vel. Laxinn er penslaður með sósunni. Saltað og piprað yfir og sesamfræi stráð á. Bakað í ofni við 160° í 8-10 mín. Kryddjurta- kartöflumús Kartöflur skrældar og soðnar. Maukaðar og hrærðar saman með íslensku smjöri og rjóma. Pipar og salt. Smakkað til með ólífuolíu sem hefur verið maukuð saman með ýmsum ferskum kryddjurtum. Gott er t.d. hvítlaukur og basilika. Þetta er síðan borið fram með ýmsum góðum ávöxtum og berjum (það besta úr grænmetisborði hverju sinni.) í eftirrétt bjóðum við uppá pönnukökur með ís og grandsósu. Pönnukökur hitaðar í ofni stutta stund. Þrjár kúlur af vanilluís inn í. Pönnukakan brotin saman til hálfs. Gott að hafa jarðaber með. Góð heimalöguð súkkulaðisósa yfir og Grand Marnier dreift á að lokum. Verði ykkur að góðul Gaman í sumar hjá Gærunum Nytjamarkaóur á Hvammstanga Lítill en stórhuga hópur nokkurra kvenna á Hvammstanga, ætlar nú í sumar að starfrækja markað þriðja árið í röð, þar sem á boðstólnum eru hlutir sem bjargað hefur verið frá urðun eða ævilangrar legu í dimmum geymslum eigenda sinna.í sögu leikfélags. Þessi skemmtilegi hópur ber hið forvitnilega nafn „Gærurnar" og er það til komið vegna þess að markaðurinn er starfræktur í gærukjallaragamlasláturhússins, og þaðan kemur nafnið. Að sögn Ásu Ólafsdóttur, einni af Gærunum, má rekja upphafið að stofnun hópsins til þess að nokkrar konur sem unnu á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga tóku sig til og létu til skarar skríða. Síðan hafa bæst við fleiri konur sem eru áhugasamar um mannlífið hér, en hópurinn er ekki stór. - Það má segja að við séum átta í dag, segir Ása. -Okkar helsta verkefni er að hafa gaman af þessu og hugmyndin að baki þessu verkefni er að auðga mannlífið á staðnum og forða góðum hlutum frá urðun. Markaðurinn verður opinn alfa laugardaga í sumar frá 20. júní til og með 8. ágúst og verður opinn milli klukkan 11 og 16. Allt til Sölu Ýmislegt rekur á fjörur markaðarins s.s. húsgögn, húsbúnaður ýmiskonar, föt og leikföng.-Nánast allt er til sölu, nema matvæli, segir Ása og bætir við, - Þó höfum við verið með sultur! Aðspurð um það hvaða hlutur væri sá skrítnasti sem hefur verið í boði hjá þeim, segir Ása ekki vera gott að segja til um það, - því það sem einum finnst skrítið, finnst öðrum vera allt ílagi. í einu homi markaðarins er starfrækt kaffihúsið “Kaffi Einar” en það eru verðandi 10. bekkingar í Grunnskólanum sem reka það og afla með því tekna fyrir komandi verkefni. Hvernig er ágóðanum ráðstafað? -Ágóðanum frá síðasta ári var varið í heimahéraði. Við keyptum tvær vatnsvélar, önnur fór í sundlaugina á Hvammstanga en hin í Grunnskólann, segir Ása. Einnig voru keypt myrkvunartjöld fyrir setustofu í Grunnskólanum á Laugarbakka og þá gáfum við líka í safnanir sem voru í gangi á svæðinu. Við viljum þakka þeim fjölmörgu, sem hafa gefið okkur hluti á Nytjamarkaðinn í staðinn fyrir að láta urða þá og einnig þeim sem hafa heimsótt okkur þar. Að sögn Ásu segir hún að þær sem standa að þessu verkefni eru alveg sannfærðar um að Nytjamarkaðurinn er kominn til að vera og má fólk hafa það í Þaö kennirýmissra grasa hjé Gærunum. huga þegar það er að taka til í geymslunum hjá sér. -Og Eins og áður sagði er tilgangurinn að auðga mannlífið, forða góðum hlutum frá urðun, hafa gaman, og fá fleira ferðafólk til að koma inn á staðinn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.