Feykir


Feykir - 04.06.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 04.06.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 22/2009 Skagaströnd Hofsós Höfðaskóla slitið Höfðaskóla var slitið við háta'ðlega athöfn í Fellsborg 27. má. Ásamt hefðbund- inni ræðu skólastjóra kom fram stúlknakór Höfða- skóla, nemendur úr tónlistar-skólanum, keppendur í Framsagnarkeppni grunn- skólanna í Húnavatnsþingi og nemendur 10. bekkjar voru með kveðjuatriði. Allir nemendur skólans stigu á svið með sínum umsjónarkennara og tóku við vitnisburði vetrarins. Hefð er fyrir því að veita nemendum með hæstu meðaleinkunn í 4. og 7. bekk viðurkenningar og voru það í þetta skiptið systkinin Páll og Guðrún Anna Halldórsbörn sem hlutu þær. í 10. bekk eru veittar viður- kenningar fyrir góðan náms- árangur í íslensku, dönsku og stærðfræði ásamt hæstu meðaleinkunn vetrarins. Lilja Bjarney Valdimarsdóttir fékk viðurkenningu í íslensku og Sonja Sif Ólafsdóttir fékk viðurkenningar fyrir dönsku, stærðfræði og hæstu meðal- einkunnina. í vetur stunduðu 111 nemendur nám við skólann og voru 10 nemendur útskrifaðir úr 10. bekk. Eftir skólaslitin buðu foreldrar 10. bekkinga börnum sínum og kennurum þeirra upp á veitingar. Leiðari Afnám uppgreiðslugjalds aðgerð sem hjálpar Við sem tókum lán á frjálsum markaði bankanna skrifuðum eins og bjánar undir tveggja prósenta uppgreiðslugjald. Gerðum kannski ekki ráð fyrir aðfara neitt að greiða upp lánin i bráð. En það sem við áttuðum okkur ekki á að um leið vorum við að gefa bankanum 2% aföllum aukagreiðslum sem færu inn á höfuðstól lána okkar. Síðan þá hafa verið kynntar til sögunnar greiðsluleiðir til að spara tugi milljóna. Leiðir sem ganga út á það að greiða mánaðarlega aukagreiðslu inn á höfuðstól lána okkar. Nú hafa lán mín, eins og annarra, hækkað gríðarlega síðustu misseri og sé ég í raun ekki fyrir endan á þessum hækkunum. Tilþess að vega upp á móti griðarlega auknum vaxtakostnaði á lánstímanum gæti ég ákveðið að greiða, bankanum mínum, nú ríkinu, auka 10. 000 krónur inn á höfuðstól íbúðaláns míns mánaðarlega. En í raun myndi ég bara greiða 9800 inn á höfuðstólinn og ríkiðfá 200 krónumar aukalega í hvert sinn. Þetta er ekki stór upphæð þegar talað er um smáar innborganir sem þessar en gæti ég nú safhað mér stærri innborgun á höfuðstólþá þætti mér aukaupphæðin til ríkisins blóðurgri og blóðurgri eftirþví sem upphæðin hækkar. Það hafa margir lagt til einhver hænuskrefí átt að lokun fjárlagagats eða hænuskrefí átt að okkur greiðendum hins víðfræga brúsa. Mín tillage að auka- hænuskrefi bankanna, ríkisins, í átt dl mín er afnám þessa uppgreiðslugjalds. Mérfinnst kominn tími á að hænuskref verið tekin í báðar áttir, ekki bara aðra áttina. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Féykir Utgefandi: Nýprent ehf Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, ÓlafurSigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaðun Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is © 4557176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is © 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. upp í íþróttahús Fulltrúar frá Sjálfseignar- stofnuninni Hofsbót og Ungmennafélaginu Neista komu á fund Byggóarráðs Skagafjarðar í liðinni viku og buðu sveitarfélaginu 105 milljónir króna upp í nýtt íþróttahús á Hofsósi. í ályktun frá hópnum segir; „Með tilliti til þeirra einstöku aðstæðna sem skapast hafa með hinni höfðinglegu gjöf Steinunnar Jónsdóttur og Lilju Pálmadóttur á sundlaug á HofsósihafaUngmennafélagið Neisti og Sjálfseignarstofn- uninni Hofsbót látið gera hagkvæmnismat á uppbygg- ingu íþróttahúss sem tengist hinni nýju sundlaugarbygg- ingu á Hofsósi. Umrætt mat hefur leitt í ljós tugi milljóna í sparnað með samnýtingu búningsaðstöðu og fleiri sameiginlegra þátta bæði hvað varðar stofnframkvæmd og rekstur. Ungmennafélagið Neisti og Sjálfseignarstofnun- in Hofsbót vilja því leggja sitt af mörkum til að umræddur sparnaður náist og lýsa sig tilbúin til að gefa sem svarar 50% af kostnaði við upp- byggingu íþróttahúss á Hofsósi. Samkvæmt frum- kostnaðaráætlun frá Verk- Leið vill stytta þjóðveginn og Blönduós úr alfaraleið Erindi Leiðar hafnað Leið hefur sent Blönduósbæ erindi þar sem óskað er eftir því að gert verði ráð fyrir Svínavatnsleið í aðalskipu- lagi Blönduóssbæjar sem nú er í vinnslu. Hugmyndir Leiðar gera ráð fyrir að þjóðvegur eitt fari um Svínavatnsleið en ekki í gegnum Blönduós. Bæjarráð Blönduós hafnaði á fundi sínum erindinu og telur að umrædd leið sé á engan hátt forgangsverkefni við þær aðstæður sem nú eru uppi. Bæjarráð fullyrðir að mörg brýnni samgöngumál séu til staðar bæði innan héraðsins sem og á landsvísu. Afgreiðslu bæjarráðs svaraði stjórn Leiðar með eftirfarandi yfirlýsingu; „í erindi okkar kemur fram er gert ráð fyrir að um einkaframkvæmd yrði að ræða sem að mestu eða öllu leyti yrði fjármögnuð með veg- gjöldum og mætti því áfram búast við nokkurri umferð um Blönduós. Ríkið þyrfti ekki að að leggja nema lítinn hluta kostnaðar við framkvæmdina til ef nokkurn. Leiðin um Hringveginn styttist um 12 til 13 km og um 60 ársverk færu í undirbúning og gerð vegarins ásamt nauðsynlegum brúar- mannvirkjum. Því má einnig bæta við hér að Leið ehf. hefur til skoðunar styttingu vegar í Skagafirði um 6 km og má því ná allt að 20 km stytting Hringvegarins á Norðvesturlandi með þessum tveimur framkvæmdum þótt vel sé ljóst að það gerist ekki sársaukalaust gagnavart þeim þéttbýlisstöðum sem Hringvegurinn liggur nú um. Veggöld ættu að geta mildað þau áhrif umtalsvert. Hofsós 100 gestir frá Vesturheimi Þann 6. júní mun Vesturfarasetrið á Hofsósi standa fyrir viðamikilli háta'ð til heiðurs fólki af íslenskum ættum í Amen'ku. Gert er ráð fyrir um 100 gestum frá Vesturheimi auk íjölmargra íslendinga sem munu taka þátt í hátíðar- höldunum eða nota tækifærið og hitta vini eða frændfólk á meðan hópurinn staldrar við á Hofsósi. Að lokinni útidagskrá yfir daginn verður kvöldverður í Félagsheimilinu Höfðaborg, flutt verða ávörp og siðan verður vönduð skemmti- dagskrá undir leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar leiks- tjóra. Meðal þeirra sem fram koma eru: Skólakór Kársness og Þórunn Björnsdóttir kórstjóri, Marteinn H Friðriksson organisti, Gunnar Eyjólfsson leikari og fleiri. Kynnir verður Helgi Ágústsson fyrrverandi sendiherra. fræðistofunni Verkís er gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar verði 210 milljónir króna. Umrædd gjöf nemur því um 105 milljónum króna og byggir hún annars vegar á peningaframlagi og hins vegar á vinnuframlagi. SparisjóðurSkagaíjarðarhefur jafnframt gefið Ungmenna- félaginu Neista og Sjálfseign- arstofnuninni Hofsbót vilyrði fyrir 25 ára fjármögnun á þeim 105 milljónum króna sem eftir standa í samráði við Sveitarfélagið Skagafjörð. Tilboðsgjafar lýsa sig einnig fúsa til að taka að sér umsjón með framkvæmdinni með það að markmiði að íþróttahúsið verði gert fokhelt áárinu2009ogframkvæmdum við húsið verði að fullu lokið í síðasta lagi haustið 2011. Húnaþing vestra Víkingar Fyrr í vikunni var haldinn fundur í Ásbyrgi á vegum Grettistaks og áhugamanna um siði og lifnaðarhætti víkinga. Fundinn sóttu sextán forvitnir ogmjögáhugasamir, nokkrir í viðeigandi klæðnaði, og ræddu um tilvonandi námskeið, t.d. í búningagerð, bogfimi og skylmingum, handverki og öðru. Munu Grettistak og Bardúsa vinna að þeim námskeiðum saman, allt eftir eðli þeirra. Þá kom fram á fundinum að stefnt er að því að stofna félag í kringum starfsemina og halda fljótlega námskeið í búningagerð. Skagafjörður Halli gefur minnisvarða Haraldur Þór Jóhannsson, betur þekktur sem Halli í Enni, hefur sótt um leyfi fyrir uppsetningu minnisvarða um drukknaða sjómenn á opnu svæði betur þekkt sem Plássið á Hofsósi. Fyrirhugar Haraldur að reisa stuðlabergsdrang ca. 1,7 m á hæð. í umsókn kemur fram að umsækjandi muni sjá um alla vinnu og kostnað við uppsetningu minnisvarðans og annast umsjón hans. Skipulags-og byggingarnefnd Skagaljarðar og byggðarráð hafa samþykkt erindið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.