Feykir


Feykir - 18.06.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 18.06.2009, Blaðsíða 7
24/2009 Feykir 7 AÐSENTEFNI Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar Frítaminn hefur uppeldislegt gildi Orðið skóli er dregið af grísku orði sem merkir hið sama og fnt'mi og svo sannarlega hefur fht'minn uppeldislegt gildi. Nýtum tækifærið í sumar og verum börnunum góðar fyrirmyndir, segjum þeim sögur af æsku okkar, hugsunum , löngunum og þrám. Ýmsir aðilar hafa beint þeim tilmælum til foreldra að þeir hugi vel að börnum sínum nú í sumar og að nauðsynlegt sé að ræða við börnin. HjálparsímiRauðakrossins 1717 stendur um þessar mundir fyrir átaki undir yfirskriftinni Hlustum á börnin. Með átakinu er fólk minnt á að vera vakandi yfir líðan barna á erfiðum tímum og einnig að upplýsa börn og unglinga um að þau geti fengið ráðgjöf og upplýsingar um úrræði sem standa þeim til boða með því að hringja í 1717. í tilkynningu frá þeim segir að lykilatriði í sterkri sjálfsmynd barna sé jákvætt uppeldi, örvun, umhyggja og samverustundir með for- eldrum sem eru þeim góðar fýrirmyndir. Að virða og hlúa að börnum sé ekki einungis aðgöngumiði að góðu samfélagi heldur forsenda góðrar heilsu þeirra á fullorðinsárum. Það er því mikilvægt að fullorðnir sýni myndugleika og hugi vel að börnum sínum nú þegar efnahagslíf þjóðarinnar siglir í gegnum ólgusjó. 18 ára ábyrgð Samanhópurinn hvetur líka til jákvæðra samskipta fjölskyldunnar og minnir á 18 ára ábyrgð foreldra á börnum sínum. Hópurinn hefur sent foreldrum skilaboð á und- anfömum árum á ýmsum tímamótum um mikilvægi ábyrgðar á umönnun og uppeldi barna. Einnig leggur hópurinn áherslu á að hafa fókusinn á fjölskyldunni og að foreldrar verji sem mestum tíma með börnum sínum. Því er einnig beint til foreldra að þeir kaupi ekki eða veiti börnum áfengi og bent er á að þar setja landslög mörkin við 20 ára aldur. Lögin eru skýr: Áfengi má ekki selja, veita eða afhenda ungmennum undir 20 ára. Samanhópurinn hefur líka minnt foreldra á að virða útivistarreglur og bendir á þær hættur sem geta fylgt eftirlitslausum partýjum unglinga, útihátíðum og neyslu áfengis og annarra vímuefna. Allt eru þetta góð varnaðarorð sem við foreldrar ættum að hafa í huga. Oft er talað um sumarið sem tíma tækifæranna og víst er að börnin eru að læra frá því þau vakna og þar til þau sofna. I vökutíma þeirra ættu þau að fá tækifæri til að tjá sig og að fullorðnir hlusti effir röddum þeirra. Að undan- förnu hefur verið rætt um niðurskurð og fólki er umhugað um að grunn- þjónustan verði ekki skert. í annan stað heyrum við talað um að það sem skipti mestu máli kosti ekki neitt. Vert er að gefa því gaum hvernig við öll getum hvatt til meiri samveru fjölskyldunnar í sumar. Samstaða fólks í nærsamfélaginu Við gætum aukið útiveru barna og leitt þau áfram í ævintýrum sem þau geta skapað sjálf í sínu nánasta umhverfi. Áskoranir liggja víða og um daginn heyrði ég unga konu rifja upp hvernig hún skreið tímunum saman um allar jarðir með stækkunargler að leita að fjögura laufa smára. Önnur sagði frá skipulögðum sundferðum stórfj ölskyld- unnar og hjólreiðatúrum sem hún á dýrmætar minn- ingar frá. Samstaða í grenndarsam- félaginu er það sem skiptir máli og að við leggjum okkur fram um að tryggja börnum gott viðurværi. Kynslóðir saman að deila því sem skiptir máli,umhyggjuogsamkennd, eins og Dalai Lama lagði svo mikla áherslu á. Engan niðurskurð þar! Lítum okkur nær og heilsum börnum, nágrönn- unumogsamstarfsfélögunum með brosi. Það kostar heldur ekki neitt. Götuhittingur og það að auka hverfisvitund fólks og vinatengsl eru auðlindir sem taldar eru vannýttar. Börnin eru skynug á umhverfi sitt og skilja og skynja og hugsa meira en fullorðnir halda. Við vitum að foreldrar eru fyrstu og mikilvægustu kennarar barna og við vitum líka að nám fer ekki einungis fram í kennslustofum skólanna. Lifsleikni og gildismat læra þau af foreldrum sínum og nærsamfélaginu. Þau læra af hinum fullorðnu að takast á við erfiðleika og af þeim læra börnin samskipti. Börn eru sérfræðingar í eigin lífi og það er einstakt að fá tækifæri til að lesa skilaboð þeirra t.d. á mjólkurfernunum. Taktu eftir því næst þegar þú tekur þér mjólkurfernu í hönd. www.heimiliogskoli.is Helga Margrét Guðmundsdóttir - verkefnastjóri hjá Heimili ogskóla - landssamtökumforeldra Ferskur á netinu! Hafðu samband - Siminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is Fjöruhlaðborðið í Hamarsbúó Einstök uppiifun bragðlaukanna Vorið 1994 var ákveðið að efna til sumarhátíðar í Vestur-Húnavatnssýslu, í kring um Jónsmessuna. Fékk hún nafnið Bjartar nætur. Síðan þá hafa Húsfreyjurnar á Vatnsnesi boðið upp á veglegt fjöruhlaðborð um það leyti. í sumar verður hátíðin haldin 20. júní og hefst kl. 19. Húsfreyjurnar á Vatnsnesi eru samtök kvenna sem eiga á einhvern hátt rætur sínar að rekja á Vatnsnesið auk þess sem auka konur hafa slæðst inn í félagsskapinn síðustu ár. Fjöruhlaðborðið er haldið við félagsheimilið Hamarsbúð á Vatnsnesi en á hlaðborðinu er boðið upp á ýmsa rétti sem hér áður fyrr þóttu hvers dagslegir og sjálfsagðir en sjást sjaldan í dag. Ekki eru konurnar þó alveg fastar í gamla tímanum heldur eru þær óhræddar að blanda gömlum hefðum saman við nýjustu tískustrauma í matargerð. Sem dæmi má þar nefna Hrefnubollur með súrsætri sósu. Á Fjöruhlaðborði er boðið upp á blóðpönnu- kökur, reyktan rauðmaga, ábresti úr kindum og kúm, kviðsvið sem eru reyktir hrútspungar, selshreifa, selkjöt, svartfugl, hettu- máfsegg, rabbarbaragraut, skötukæfu parta, silungs- bollur og svona mætti telja áfram endalaust. Hlaðborðið er gríðarlega vel sótt og fyrir ágóðann hafa konurnar gefið til við- byggingar Hamarsbúðar, Hollvinasamtaka heil- brigðisstofnunarinnar á Hvammstanga auk þess að styðja við fjölskyldur sem ganga í gegnum erfiðleika. Eins og áður segir hefst fjörið um klukkan 19:00 og að sögn húsmæðranna þarf ekkert að panta borð, bara mæta á staðinn. Maturinn kostar 3000 krónur fyrir fullorðna og 1000 krónur fyrir börn 12 ára og yngri. Auk matarins verður ýmislegt til gamans gert svo sem bögglauppboð, fjölda- söngur, tónlistaratriði og gönguferð. Við Hamarsbúð er hægt að tjalda og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að mæta með tjaldið og gera útilegu úr ferðinni á Vatnsnesið. Fjöruhlaðborðið er tilvalið fyrir þá sem þora og vilja upplifa og prófa eitthvað alveg nýtt. í lokinn komum við með ráðleggingu heimamanna en þeim sem hyggjast keyra fyrir Vatnsnesið er ráðlagt að keyra frá Hvammstanga því sú leið er talin mun fallegri heldur en ef hinn hringurinn er farinn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.