Feykir


Feykir - 18.06.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 18.06.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 24/2009 Smábæjarleikarnir fara fram um helgina á Blönduósi íbúafjöldi tvöfaldast Frá Smábæjarleikunum á Blönduósi. Smábæjarleikarnir á Blönduósi eru nú haldnir í 6. sinn en hugmyndafræðin á bakvið leikanaer jafningjamót þar sem börnum frá smábæjum á landsbyggðinni svo og d og e liðum á höfuðborgar- svæðinu er boðin þátttaka. -Liðin í Reykjavík hafa verið að senda hingað lið minnstu krakkanna sem fá annars aldrei að fara neitt annað á mót á meðan stóru strákarnir fara til Eyja, segir Valgerður Gísladóttir, framkvæmdastjóri leikanna. -Mótið verður alltaf stærra og stærra og við sem að mótinu stöndum erum algjörlega á haus hérna við það að láta hlutina ganga upp. Eins og staðan er í dag er von á 742 börnum frá 85 liðum og þarna um að ræða bæði stráka og stelpur. Það sem er sérstakelga ánægjulegt við mótið þetta árið er það að það verður hægt að keppa í kvennaflokkum í öllum flokkum en það hefur ekki verið hægt áður, bætir Vala við. Mikill viðbúnaður er á Blönduósi enda má gera ráð fyrir að íbúatala bæjarins rúmlega tvöfaldist þessa helgina. Opið verður fram á nótt í Árbakkanum auk þess sem mikið verður um að vera á Pottinum og pönnunni. Þá geta gestir brugðið sér á Heimilisiðnaðarsafnið nú eða kíkt á ísbjörninn á Hafís- setrinu. En hvað með krakkana sjálfa geta þau gert eitthvað annað en spilað fótbolta? -Já, já, það verður heilmikið um að vera. Við erum að taka saman upplýsingar sem verða aðgengilegar fyrir fólk um afþreyingu á svæðinu og eins bendum við á Northwest.is þar sem hægt er að fá gagnlegar upplýsingar um svæðið. Á laugardagsköldið ætlum við síðan að bjóða upp á kvöldvöku fyrir þáttakendur en þar verða ýmsar uppákomum og von- andi eitthvað óvænt, segir Valgerður íbyggin á svip. -Kvöldvakan verður á vallar- svæðinu og lofum við miklu fjöri. Þarf ekki gríðarlegan fjölda sjálfboðaliða til þess að halda utan um svona mót? -Jú hér verða allar hendur heima- manna vel þegnar. Foreldrar eru duglegir við að taka hjá okkur vaktir auk þess sem einhverjir slæðast inn og hjálpa til þó engin eigi þeir börnin í starfmu hjá okkur. Við munum bjóða upp á máltíðir fyrir keppendur, þrjár á laugardag og morgunverð, vallarnesti og grill á sunnudag, þannig að það verður í nægu að snúast, segir Valgerður að lokum. Nú er bara fyrir alla íbúa á Norðurlandi vestra að leggjast á einu og sömu bænina. Það er að guð gefi okkur gott veður. Sundlaug Sauöárkróks Hún á afmæli hún á afmæli Björgvin Guömundsson og Þórarinn Þóröarson í bassanum. Afmælið er reyndar ekki í dag en þetta lag hljómaði þann 11. júní s.l. þegar Húnahópurinn mætti í sundlaugina á Sauðárkróki í morgunsárið. Húnahópurinn, sem eru þeir sundgestir sem mæta fyrstir í sund á morgnana, ákváðu fyrir nokkru síðan að afmælisdagur sundlaugar- innar 11. júní skyldi haldinn hátíðlegur ár hvert til að minna á hversu holl og góð hreyfing sundið er og ekki síst til að halda vakandi um- ræðunni um málefni laugar- innar og endurbætur sem gera þarf á henni. í afmælisveislunni þennan dag gæddu sundgestir sér á afmæliskringlu og soðbrauði. ídag, í dag... Þessu var skolað niður með saklausu berjavíni. Síðan voru lesin ljóð sem flutu í vatninu, öllum að óvörum. Hópurinn söng nokkur lög, sem er nýbreytni hjá honum og hefur verið ákveðið að halda áfram að syngja í pottinum, til dæmis á föstudagsmorgnum. Að visu gæti hljómburður verið betri því tónninn vill svolítið fara á flakk út í tómið. -Við verðum samt að láta okkur pottana lynda til söngs, þótt betri hljómburður sé í sturtu- klefunum, því ekki getur hópurinn sungið þar saman af augljósum ástæðum, segir BryndísÞráinsdóttirmeðlimur Húnahópsins. -Einkunnarorð dagsins eru: Skelltu þér í sund í dag...og taktu einhvern með þér. Þú sérð ekki eftir þvi! Árrisull Húnahópur i hátiöarskapi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.