Feykir


Feykir - 18.06.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 18.06.2009, Blaðsíða 9
24/2009 Feykir 9 Skotta kvikmyndafjelag vinnur nú aó heimildarmynd um Bjarna Har Mynd um merkan mann Stelán Friðrik Friðriksson, Eirikur Hilmisson, Bjarni Har og FrikkiFrikk. Skotta kvikmyndafjelag vinnur nú að heimildarmynd um Bjarna Har og verslun hans í leikstjórn Stefáns Friðriks Stefánssonar. Skotta kvikmyndafjelag var stofnað af Árna Gunnarsyni árið 2004 og hefur fengist við hin ýmsu kvikmyndaverk síðan þá. Þeirra á meðal má nefna í Austudal og Dansað á Fáksspori sem sýnda voru í sjónvarpi. Þessa dagana er nýjasta afúrð Skottu að líta dagsins ljós en það er heimildar-myndin Kraftur sem er byggð á sögu hestsins Krafts og knapans Þórarins Eymundsonar. Þeir voru ekki bara góðir vinir heldur líka sigursælt par á keppnis-völlum á íslandi og var Þórarni og Krafti boðið að taka þátt í heimsmeistara- móti íslenska hestsins í Hollandi. Islenski hesturinn hefur verið einangraður á eyjunni í norðri í meira en 1000 ár og vegna smithættu má ekki flytja hesta til landsins aftur og því þurftu þeir félagar að skilja að skiptum að loknum fræknum sigri á heims- meistaramótinu í Hollandi árið 2007. Kraftur verður frumsýnd í Kanada á Gimli Film Festival þann 28. júlí næst komandi. En næst á dagskrá hjá þeim Skottumönnum er heim-ildarmynd um Bjarna Har og verslun hans. Feykir spurði þá félaga Árna og Stefán hvernig það kom til að þeir ákváðu að ráðast í gerð myndar um Bjarna Har? -Við vorum báðir búnir að velta fyrir okkur í hvoru sínu lagi að það þyrfti að fara að gera mynd um þennan merka karl og verslun hans. Svo hittumst við í janúar og fórum að spjalla saman og þá kom það í ljós að við höfðum báðir áhuga og metnað til að gera þessa mynd fagmannlega og vel. Eins og kom fram í síðasta Feyki þá eruð þið byrjaðir í tökum. -Já við erum búnir að taka fyrstu tvo tökudagana og gengu þeir framar vonum. Við náðum fullt af góðu efni. Enda erum við með góða menn með okkur. Skagfirðingurinn Eiríkur Hilmisson sér um hljóðið og tökumaður er Frikki Frikk sem er í hópi bestu og reyndustu tökumanna á íslandi. Hvenær er stefnan að halda áfram að taka? -Við eigum nokkra daga eftir og er stefnan næst að taka upp á afmælishátíð búðarinnar í júlí. En þetta veltur líka á því hvernig gengur að fjármagna myndinna. Þessa daganna erum við að leita að styrkjum frá fyrirtækjum og velviljuðum aðilum til þess að myndin verði að veruleika. Þetta er nú einu sinni Bjarni Har og saga hans. Myndin mun vera heimild um þennan merka mann og búðina hans sem svo mörgum þykir vænt um. Styttan af Jóni Ósman Afhjúpun 5. jú Nú hefur verið ákveðið að afhjúpa styttuna af ferjumanninum, Jóni Ósmann, sunnudaginn 5. júlí nk. Gagngerar breytingar hafa verið gerðar á áningarstaðnum við Vesturós Héraðsvatna og nýr og góður gangstígur verið lagður milli hans og gömlu brúarinnar og Furðustranda. Áhugahópur um styttu af ferjumanninum hefur staðið fyrir þessum breytingum í góðu samstarfi við land- eiganda, Sveitarfélagið Skaga- fjörð, Vegagerðina og fleiri aðila. Hópurinn fékk víðast hvar góðar viðtökur í fjáröflun fyrir styttuna og fjölmargir ein- staklingar, fyrirtæki og stofnanir hafa lagt fram fjármagn og vinnu. Ragnhildur Stefánsdóttir mótaði styttuna í gips en bronsstyttan var steypt hjá málmsteypufyrirtækinu Pang- olín í Englandi í fyrrasumar. Töf varð á bronssteypu styttunnar í Englandi, hún náðist því ekki heim fyrir bankahrunið og allur erlendur kostnaður hækkaði til muna. Nægilegt fé safnaðist þó og í ljós hefur komið mikill áhugi fyrir því að reisa styttu ferjumannsins við Vestur- ósinn. Þykir þeim sem séð hafa styttuna hún vera einkar vel gerð. Athöfnin á áningarstaðn- umhefstkl. 13:30sunnudaginn 5. júlí og býst áhugahópurinn við fjölmenni. Styttan verður afhjúpuð og afhent framtíðar- eigendum, ávörp verða flutt og nokkrir söngvar sungnir og loks verður viðstöddum boðið til kaffidrykkju. Frekari upplýsingar er aðfinna á vefsíðu ferjumannsins, www.skagajjordur.com/ ferjumadurinn Grafarkirkja á Höfóaströnd Helqistund ífaomi fjalla Grafarkirkja. Um árabil hefur verið haldin helgistund i Grafarkirkju á Höfðaströnd og verður hún að kvöldi sunnudagsins 21. júní næstkomandi kl. 20. Grafarkirkja á Höfðaströnd, sem stendur í mynni Deildardals, er eitt fágætasta hús landsins. Þegar komið er upp að því minnir fátt á nútímann. Kirkjan situr í faðmi tignarlegra fjalla í hringalaga garði eins og tíðkaðist um aldir. Þegar komið er inn í torfhjúpinn má sjá einu varðveittu stafkirkju landsins og eitt elsta guðshús og jafnframt eitt elsta hús sem enn stendur á íslandi. Að líkindum fæddist sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson að Gröf árið 1614. Helgistund í Grafarkirkju hefur mælst mjög vel fyrir og æ fleiri sækja hana. Fólk kemur úr margvíslegum áttum og nýtur góðrar kvöldstundar þrátt fyrir þrengsli í hinni öldnu kirkju. Það er sr. Gunnar Jóhannes- son, sóknarprestur Hofsóss- og Hólaprestakall sem leiðir stundina á sunnudaginn kemur og flytur viðstöddum hugleiðingu. Kirkjukór Hofsóss syngur fallega kvöldsálma undir stjórn Önnu Kristínar Jónsdóttur. Að venju er gestum boðið upp á kaffisopa og meðlæti undir kirkjuveggnum að lokinni helgistundinni í boði heimafólks. Allir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til eiga góða kvöldstund í Grafarldrkju og ljúka þar góðri helgi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.