Feykir


Feykir - 25.06.2009, Blaðsíða 12

Feykir - 25.06.2009, Blaðsíða 12
Þeirsem voru óþekkirvorv hengdirupp öórum til varnaóar. Hofsós________________ Fjölskylduvæn Jóns- messuhátíð að baki Um helgina var haldin á Hofsósi Jónsmessuhátfð sem heppnaðist í alla staði mjög vel. Fjöldi gesta var saman kominn á tjaldstæðinu og 150 lítrar af kjötsúpu runnu niður eftir kvöldgönguna. Álaugardeginumvar boðið upp á fjölbreytta dagskrá við allra hæfi. Hestamenn kepptu í smalakeppni, knatt- spyrnuáhugamenn kepptu í fótbolta og konur á öllum aldri tóku þátt í kvennahlaupi. Skemmtidagskrá, markaður og grill á útisvæði og leiktæki voru fyrir börnin. Um kvöldið sá Geirmundur Valtýsson til þess að allir skemmtu sér vel á stórdansleik og má segja að hann hafi sett punktinnyfir i-ið á Jónsmessuskemmtuninni. Veðurguðirnir sýndu gestum nokkur sýnishorn af þeirra framleiðslus.s. rigningu, næturfrost, sól og blíðu en allt í réttum skömmtum á réttum tíma. Konur jafnl ungar sem yngri tóku þátt i kvennahlaupinu á Hofsósi. Leiktækin voru ekki flókin en framkölluðu breið bros krakkanna. Að venju var teymt undir börnum sem fmnst fátt skemmtilegra. Það er eins gott að vera með öryggisatriðin í lagi. Hoppukastalinn að þessu sinni varþessi eini sanni. Vatnsrennibrautin var köld en ótrúlega skemmtileg.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.