Feykir


Feykir - 24.07.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 24.07.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 27/2009 Húnaþing vestra_______ Eldur um helgina Sauðárkrókur_____________________ Ljósleiðari í Aðalgötu og Skógargötu Unglistahátíóin Eldur í Húnaþingi var sett í félagsheimilinu á Hvammstanga á miðvikudag. Hátíðin er fyrir nokkru orðin fastur liður í hátíðarhaldi Húnvetninga en í ár er dagskráin sérlega glæsileg. Borgarvirki þar sem Hörður Torfason mun koma fram en umgjörðin í Borgarvirki þykir mögnuð til tónleikahalds. Þá verða alls kyns tónleikar og uppákomur vítt og breytt um svæðið og um að gera að skella sér í Húnaþing og helgina og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Aðalfundur Gagnaveitu Skagafjarðar var haldin föstudaginn 10. júií. Nokkur mannaskipti urðu í stjórn Gagnaveitunnar og er Einar Gíslason, nýr formaður stjórnar, í stað Gunnars Braga Sveinssonar. Fráfarandi stjórnarformaður, Gunnar Bragi Sveinsson gat ekki verið viðstaddur vegna anna á Alþingi en tók þátt í fundinum með símfunda- búnaði. Fundurinn fór fram skv. auglýstri dagskrá og eru helstu tíðindi þau að skipt var um fulltrúa Sveitarfélagsins Skaga- fjarðarogfulltrúaSkagafjarðar- veitna í stjórn. í stað Gunnars Braga Sveinssonar kom Gísli Það sem af er ári hefur fjölgað um 42 einstaklinga f Sveitarfélaginu Skagafirði. í Árskóla á Sauðárkróki hefur nemendum á sama tíma fjölgað um 15. Fjölgun þessi hefur valdið þvf að nokkur biðlisti er nú eftir leikskólaplássi í Skagafirði eða um 59 börn. Af þessum 59 börnum komast 25 inn á leikskóla. Þá munu sitja eftir 24 börn á biðlista og er þar um að ræða 21 barn fætt á árinu 2008. Eru foreldrar sumra þessara barna enn í barneignarleyfi. Þá má gera ráð fyrir að þær dagmæður sem nú þegar eru starfandi fari langt með að leysa þann vanda sem skapast þegar ekki séu næg leikskólarými til staðar. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsti á sfðasta fundi sfnum undrun sinni á því að starfi óbyggðanefndar sé haldið til streitu í árferði sem nú nkir með tilheyrandi kostnaði fyrir landeigendur, sveitarfélög og íslenska ríkið. Segir í ályktun sveitar- félagsins að þessari vinnu sé Árnason og í stað Páls Páls- sonar kom Einar Gíslason. Voru þeim Gunnari og Páli þökkuð vel unnin störf og Gísli og Einar boðnir vel- komnir til starfa. Næstu verkefni Gagnaveit- unnar eru ídráttur og tenging ljósleiðara í Hlíðahverfi auk þess sem í undirbúningi eru framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í Akrahreppi. Þá hefur Gagnaveitan fengið leyfi frá Skipulags- og bygginga- nefnd Skagafjarðar til að leggja ljósleiðara í lítinn hluta gamla bæjarins, eða í hluta Aðalgötu og Skógargötu og er verið að kanna möguleikana á því þessa dagana. Verið er að vinna að byggingu Árkíls, nýs 900 fermertra leikskóla á Sauðárkróki, en gert er ráð fyrir að hinn nýi leikskóli taki 120 - 130 börn og mun hann leysa af hólmi Furukot og Krílakot en þar eru nú þegar um 70 börn. Það má því ætla með tilkomu hins nýja leikskóla verði til 50 ný leikskólarými. -Þegar Árldll opnar verða þessi börn sem nú eru á biðlista komin á leikskólaaldur og ættu því að geta komist beint inn á leikskóla, segir Herdís Sæmundardóttir fræðslustjóri sveitarfélagsins. fulltrúar Skagfirðinga voru Jóhann Már Jóhannsson Keflavík og Rögnvaldur Ólafs- son Flugumýrarhvammi. haldið áfram þrátt fyrir fyrri yfirslýsingarrfldsstjórnarinnar um annað. Þá beinir sveitarstjórn eindregnum tilmælum til fjármálaráðherra og þingmanna Norðvestur- kjördæmir að sjá til þessað allri kröfugerð fslenska ríkisins í þjóðlendumálum verði slegið á frest hið snarasta. Var ályktun sveitarstjórnar samhljóða og naut stuðnings allra flokka í sveitarstjórn. Norðurland vestra 90 án atvmnu í upphafi viku voru 90 einstaklingar án atvinnu á Norðuriandi vestra en snemma á árinu voru þeir um þad bil helmingi fleiri. Atvinnulausum hefur fækkað hratt síðustu vikurnar og er enn eitthvað um laus störf á vef Vinnumálastofnunar. Blönduós Stefán í landsliðið Stefán Hafsteinsson 16 ára knattspyrnumaður í Hvöt hefur verið valinn til að keppa með landsliði íslands U17 karla f knattspyrnu á Norðurlandamóti sem fram fer í Þrándheimi, Noregi, dagana 27. júlf - 3. ágúst. ísland er í riðli með Skotum, Svium og Finnum auk þess sem lefkið verður um sæti. Hofsós Starfshópur skipaður um nýtt íþróttahús Fulltrúar sjálfseignarstofnunarínnar Hofsbótar komu á fund Byggðarráðs Skagaljarðar í sfðustu viku til þess að fara nánar yfir tilboð sitt til sveitarfélagsins varðandi íþróttahússbyggingu við sundlaugina á Hofsósi. Byggðarráð samþykkti að skipaður verði starfshópur sem ætlað er að leggja fram nánari upplýsingar um framkvæmdina fýrir næsta eða þar næsta byggðarráðsfund, sem byggðarráð getur lagt til grundvallar afstöðu sinni til þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu. í starfshópnum verði formaður byggðarráðs, sveitarstjóri, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs auk fulltrúa sjálfseignarstofnunarinnar Hofsbótar. Að venju verða tónleikar í Gerið Feykir.is að upphafssíðu! Feykir.is ^ FERSKUR A NETINU Fréttir, fróðleikur og fáránlegar upplýsingar Leiðari Að vera samkvæmur sjálfum sér Þegarfylgst er með stjórnmálaumræðu íslands í dag finnst mér umræðan ansi oft hafa snúist um vinsældir og að segja og gera bara það sem líklegt er tilþess að skila fleiri atkvæðum í kassann. Skiljanlegt segja sumir en ég er á örlítið annarri skoðun. Að mínu mati eru bestu stjómálamennimirþeir sem em trúir sínum skoðunum og samkvæmir sjálfum sér. Ég þarf ekkert endilega alltaf að vera sammála þeim og þeirra málstað enda er það nú einu sinni þannig að við emm aldrei öll sammála og eigum ekki heldur að vera það. Ég hefsíðustu vikur horft agndofa á mann sem ífjölda ár hefur sakað aðra stjómmálamenn um það sama og hann er í dag sekur um. Það er að selja allar sínar hugsjónir og fyrri skoðanir fyrir örlítið meiri völd. Eitthvað sem fær mig til þess að velta þvífyrir mér hvortþessi tiltekni einstaklingur hafi á annað borð einhvern tímann verið virkilega á þessari skoðun eða hvort hann hafi einfaldlega gengið í kjósendahóp sem hann hafði valið sér. Ég veitþað ekki. í sama liði eigum við hér í okkar kjördæmi þrjá þingmenn. Tveirþeirra hafa á síðustu vikum staðið sig að mínu mati alveg gríðarlega vel. Á mótiþeim straumi erþeir vom í lagðir í vor hafa þeir róið lífróðri skoðana sinna. Þeir hafa neitað að selja hugsjónir sínar og lífsskoðanir fyrir kannski örlítið meiri völd. Þeir hafa veriðfyllilega samkvæmir sjálfum sér og láta engan segja sér annað. Þaðsama má reyndarsegja um aðra þingmenn kjördæmisins, við emm heppin meðþað Norðlendingar að hafa kosið okkurfulltrúa sem eru ötulir talsmenn síns kjördæmis og trúir sínum skoðunum þó stundum syndi þeir á móti straunmum. En erþað ekkiþað sem lífið snýst um? Það er að vera samkvæmur sjálfum sér og geta að kvöldi dags lagst sáttur á koddann og sofið svefni hinna réttlátu? Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Bladstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell HeiðarÁsgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaðun Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is ©455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is © 8619842 ÓliArnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur. Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Skagafjörður íbúum fjölgar hratt Skagafjöróur Ríkið falli frá þjóðlendukröfum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.