Feykir


Feykir - 24.07.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 24.07.2009, Blaðsíða 5
27/2009 Feyklr 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Landsmót UMFÍ_______________ UMSS fjölmennti á Landsmót UMFÍ Ungmennasamband Skaga- fjaröar átti fjölda keppenda á Landsmóti UMFÍ sem haldið var um aðra helgi í júlf og stóðu þeir sig með stakri prýði. Auk hinna hefðbundnu frjálsfþrótta- greina var einnig keppt í óhefðbundnum íþrótta- greinum sem og bolta- íþróttum. Feykir skoðaði árangur keppenda UMSS í hinum ýmsu greinum og má telja það helsta upp: Blakliðið sem skipað var konum í Krækjunum, náði 3. sæti og fengu 9 stig af 12 mögulegum og gaf það UMSS alls 80 stig. Briddssveitin endaði í 11. sæti sem því miður gefur ekki stig í heildarkeppnina. í dráttavélaakstri náði Jón Gunnar Vésteinsson öðru sætinu og fékk 9 stig fyrir vikið, Bessi Freyr Vésteinsson landaði 6. sætinu og fékk 5 stig fyrir það og samtals höluðu þeir 14 stig fyrir UMSS. í golfi náði sveit UMSS 4. sætinu hjá körlunum og 70 stig en konurnar gerðu betur og enduðu í 3. sæti með 80 stig og samtals gerir það 150 stig og 3. sætið í greininni. I gróðursetningu landaði Er- ingur Garðarsson gullinu og er því Landsmótsmeistari og fyrir vikið fékk UMSS 10 stig. í knattspyrnunni endaði lið UMSS í 5. sæti eftir vítaspyrnu- keppni í úrslitaleik við HSK. í hestaíþróttum var það helst að í tölti enduðu Magnús Bragi Magnússon og Punktur frá Varmalæk í 7. sæti með 4 stig, Mette Mannseth og Háttur frá Þúfum fengu 2 stig fyrir 9. sætið og Baltasar K Baltasars- son og Brýmir frá Bakka enduðu í 10. sæti og fengu 1 stig sem gerir 7 stig úr þessari grein fyrir UMSS. í íjórgangi náðu þeir Magnús Bragi og Punktur frá Varma- læk í 3 stig og 8. sætið og í fimmgangi náðu Mette Mannseth og Háttur frá Þúfum 2. sætinu og kræktu þar með í 9 stig, Magnús Bragi og Dögg frá íbishóli náðu 8. sætinu og 3 stig og Baltasar K Baltasarsson og Seyðir frá Hafsteinsstöðum enduðu í 10. sæti og uppskáru 1 stig. I gæðingaskeiði náði Mette Mannseth öðru sætinu en ekki voru upplýsingar um á hvaða hrossi hún keppti en 9 stig komu þar. Magnús Bragi og Dögg frá íbishóli skeiðuðu í 10. sætið og 1 stig í pottinn þar og í heildina fékk UMSS 33 stig úr hestagreinunum. Körfuboltaliðið varð í 7. sæti og uppskar 45 stig fyrir vikið. I pönnukökubakstri endaði Helga Þórðardóttir í 3.sæti og lagði 8 stig í púkkið. í siglingakeppni Optimist B náði Ásgeir Gústavsson 5. sætinu og fékk 6 stig. 1 7. sæti endaði Þorsteinn Muni Jakobsson og krækti í 4 stig. Sigurjón Þórðarson sigraði sjósundið hjá körlum á tímanum 29,57mín og Sarah Jane Emily Caird synti sig í 2. sætið hjá konunum á tímanum 34,32. Synt var þvert yfir Eyjafjörðinn. I stafsetningu lenti Sigurður Jónsson í 3.-4. sæti og krækti í 7,5 stig og Engilráð Margrét Sigurðardóttir í 5.-11. og og 3 stig í pottinn. Sunneva Jónsdóttir aflaði UMSS 10 stiga er hún varð 9. í lOOm bringusundi, 7. í 50m baksundi, 9. í 50m bringusundi og 9. í lOOm íjórsundi í frjálsum náði Gauti Ásbjörnsson 2. sætinu í þrístökki eftir að hafa stokkið 13,69m, og í stangarstökki sveiflaði hann sér yfir rána þegar hún var komin í 4,10m og landaði þar með 3. sætinu. Theodór Karlsson varð í 7. sæti í stangarstökki en hann Heiða þriðja í Hríseyjarsundi Keppt var í Hrfseyjarsund- inu f fyrsta sinn f gær í tilefni af Hhseyjarhátíð 2009. Meðal keppenda var sjósundkappinn Benedikt Hjartarson sem synti bæði Ermasund og Drangeyjar- sund síðasta sumar og Heiða B. Jóhanns- dóttir sunddrottning frá Sauðárkróki. Benedikt Jónsson, UMSK, á 31.15 Sex keppendur, þrír karlar og þrjár konur syntu frá Árskógsströnd og út í Hrísey en vegalengdin 1,8 sjómílur sem mun vera um 3,3 km. Heiða B Jóhannsdóttir frá Sauðárkróki kom þriðja í mark eftir harða baráttu um annað sætið en á endasprettinum ffá fjörunni og að sundlauginni þar sem keppnin endaði truflaði sjóriðan hana og hún varð að gefa eftir. Heiða kom í mark á 1.13.43 þremur mínútum á eftir sigurvegaranum. Það þótti sérstakt að Heiða synti baksund allan tímann. í fjórða sæti lenti Benedikt Hjartarson sjósundkappi. stökk 3,40m og 8. sætið varð hans í þrístökki eftir stökk upp á ll,79m. Þá varð boðhlaupsveit karla í UMSS í lOOOm boðhlaupi í 8. sæti með tímann 2:06,75mín. Sveitina skipuðu Árni Rúnar, Gauti, Guðjón og Ragnar Frosti. Vilborg Þórunn Jóhannsdóttir varð Landsmótsmeistari í kringlukasti kvenna, kastaði 39,17m. Linda Björk Valbjörnsdóttir varð í 3. sæti í 400m grindahlaupi á 67,59sek. Þá varð Halldór Örn Kristjánsson í 5. sæti í 400m grindahlaupi (62,64sek), Theodór Karlsson í 7. sæti í langstökki (5,98m) og Guðrún Ósk Gestsdóttir í 11. sæti í langstökki (4,56m). Ragnar Frosti Frostason f 2. sæti í 400m hlaupi, hljóp á 49,94sek. Gauti Ásbjörnsson varð í 5.-6. sæti í hástökki, stökk l,80m. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð í 6. sæti í hástökki, stökk l,58m. Hún hefur þvi á þessu Landsmóti bætt sinn fyrri árangurum 13cm. Glæsilegur árangur hjá Þórönnu Ósk sem er aðeins 13 ára. UMSS endaði í áttunda sæti í stigakeppninni með 524,5 stig. Grannaslagur í knattspyrnu Hvatarmenn lögðu Tinda- stól að velli Hvatarmenn unnu mikilvægan sigur f sfðustu viku í baráttuleik við Tindastól í annarri deildinni í fótbolta. Hvatarmenn lyftu sér upp í 5. sæti deiidarinnar með 17 stig en Tindastóll vermir annað neðsta sætið með 9 stig. Eftir viðureignir helgarinnar er Tindastóil komið í fallsæti eða í 11. sæti deildarinnar og Hvöt vermir það 7. Leikurinn var nokkuð fjörugur í fyrri hálfleik og liðin skiptust á að sækja og áttu hvort fyrir sig nokkur færi en ekkert mark var skorað i fýrri hálfleik Á 74. mínútu fengu Hvatarmenn víti þegar brotið var á Muamer inn í teig Stólanna og Jens Einar sendi knöttinn örugglega ffamhjá Gísla i marki Tindastóls. Milan Lazarevic hjá Hvöt var rekinn út af á 85. mínútu eftir viðureign hans við einn Tindstælinginn. Hvatarmenn voru sterkari aðilinn í leiknum, sóknarleilcur þeirra betri og þeir komu mun öruggari til leiks en Tindastóll sem þó eiga mildð inni með efhilega leiJcmenn innanborðs. Bæði liðin léku aftur nú um helgina. Tindastóll tapaði heima fýrir Gróttu 0-3. Hvöt lék úti á móti ÍH/HV og tapaði leiknum 1-2. Landsmót UMFÍ USAH í 5. sæti í skotfimi Á nýafstöðnu Landsmóti á Akureyri náðu skotfimikeppendur USAH einna bestu úrslitum sambandsins en þeir Guðmann Jónasson, Bergþór Pálsson, Árni Þór Jónasson og Brynjar Þór Guðmundsson kepptu í flokknum Skeet og Sporting. JÍ Skeet flokknum endaði Guðmann Jónasson í 4. sæti með alls 122 stig, Bergþór Pálsson í því 6. með 117 stig og Brynjar Þór Guðmundsson vermdi 12. sætið með 86 stig. Samtals fengu þeir 12 stig sem gefin voru eftir sætaskipan og komu þeir USAH í 3.sætið með árangri sínum í þessari grein. í Sporting flokknum varð Guðmann Jónasson í 8. sæti með 51 stig, Brynjar Þór Guðmundsson í því 12. með 49 og sæti neðar endaði Árni Þór Jónasson með 48 stig og enduðu þeir í 4.sætinu sem gaf þeim 3 stig ígreininni. Samtals náðu þeir félagar 15 stigum í heildina og endaði USAH í 5. sæti í skotfiminni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.