Feykir


Feykir - 24.07.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 24.07.2009, Blaðsíða 6
6 Feykir 27/2009 Bjarni Haraldsson hæstánægður með dag/'/w. Villi Egils og Reynir Barðdal strákslegir aö sötra gos. Afkomendur Haraldar Júlíussonar kaupmanns á Sauðárkróki héldu um daginn upp á 90 ára verslunarafmæli Verzlunar H. Júlíussonar með Bjarna Har í broddi fylldngar. Veðrið var með allra besta móti, veislugestir fjölmargir og veisluföng ekki af skornum skammti frekar en við var að búast. Verslun Haraldar Júlíussonar 90 ára Vel heppnuð afmæ isveisla Bæði ungir og aldnir skemmtu sér hið besta. Þeir bræður Jón og Stefán Gíslasynir frá Miðhúsum spiluðu á nikkur, Geir- mundur Valtýsson og Hilmir Jóhannesson sömdu lag tileinkað Bjarna og var það flutt við góðar undirtektir afmælisgesta. Ari Jóhann Sigurðsson söng við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar organista og sveiflukóngurinn Geirmundur hélt uppi góðri stemningu og fékk fólk til að dilla sér og syngja með í nokkrum vel völdum skag- firskum söngvum. Boðið var upp á gos og kaffí, kökur og grillaðar pylsur og í hitanum þótti ekki slæmt að geta gleypt í sig íspinna. Hægt var að skoða myndir úr sögu verslunarinnar og Króksins. Byggðasafn Skagfirðinga hafði látið útbúa póstkort og almanak með myndum frá Bjarna, blýantar höfðu verið merktir versluninni og svo mætti lengi telja.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.