Feykir


Feykir - 24.07.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 24.07.2009, Blaðsíða 7
27/2009 Feyklr 7 Hörður Pálsson, Stebbi Ped og Lóli. Hilmir Jóh heillar afgreiðsludömurnar upp úr skónum. Geirmundur færir Bjarna Har blómvönd i tilefni dagsins. Bjarni Haraldsson Fjöldi fólks mætti i veðurbliðunni. Geirmundur og Hilmir sömdu lag til heiðurs Bjarna. Bjarni ásamt blómarós sem heimsótti hann i tilefni dagsins. Pessir ungu menn voru ekki ósáttir við appelsínið. Myndirnar úr safni Bjarna voru óspart skoðaðar. Pað var i nógu að snúast á afmælisdaginn - enda bensinið með 9 kr. afslætti. 1 1 Kærar þakkir Það gladdi okkur öU sem komum að því að minnast 90 ára afmælis Verslunar Haraldar Júlíussonar að finna þann mikla hlýhug þess fjölda fólks sem heiðraði okkur með nærveru sinni sl. laugardag, 11. júlí. Fyrir þetta erum við afskaplega þakklát og vUjum við senda okkar bestu þakkir og kveðjur af þessu tUefni. Sá mikli fjöldi sem sam- fagnaði með okkur sýnir góðan hug sem við metum mikils. Góðar kveðjur, gjafir og blómasendingar undir- strikaði það sömuleiðis. Fyrir allt þetta getum við seint fullþakkað. Ég vil sérstaklega þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning afmælishátíðarinnar í og við verslunina. Þar ber hæst fjölskylda mín sem lagði sig mjög fram í aðdragandanum og á hátíðardaginn til þess að allt færi vel fram. Þá vil ég þakka þeim listamönnum sem komu fram fyrir þeirra ómetanlega framlag. Það fór vel á því að það voru skagfirskir tónlistarmenn sem fluttu tónlistina á afmæli verslunarinnar. Þá vil ég þakka forstöðumanni og öðru starfsfólki Byggðasafns Skag- firðinga fyrir ómetanlegt framlag þeirra. Fjölmargir aðrir lögðu og hönd á plóginn og voru reiðubúnir til að greiða fyrir undirbúningi hátíðarinnar með margvís- legum hætti og vil ég sérstaklega færa öllu því góða fólki bestu kveðjur mínar. Það eru ekki margar verslanir eða önnur fyrirtæki sem geta státað af 90 ára starfstíma. Lykillinn að því hefur verið gott starfsfólk, sem og gott og farsælt samstarf okkar við íbúa Skagaíjarðar og aðra viðskiptavini, nær og fjær. Við höfum reynt í starfi okkar að vinna með fólkinu og fyrir fólkið og það hefur metið það með því að sýna okkur tryggð á þessum árum. Fyrir það vildum við meðal annars þakka með því að efna til afmælishátíðarinnar á laugar- daginn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.