Feykir


Feykir - 24.07.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 24.07.2009, Blaðsíða 8
8 Feyklr 27/2009 ( TÖLVUPÓSTVIOTALIO ) Ásmundur Einar Daöason alþingismaöur hefur búiö í Dalasýslu stærstan hluta sinnar ævi og sjálfur segist hann vera ósköp venjulegur sveitamaöur. Ásmundur Einar er í sambúö meö Sunnu Birnu Helgadóttur og saman eiga þau tvær dætur, þær Aöalheiöi Ellu 3, ára og Júlíu Hlín 1 árs. Ásmundur Einar hefur vakió athygli fyrir vasklega framgöngu á Alþingi. Feykir sendi Ásmundi línu og forvitnaðist örlítió meira um manninn. Sá sem eitt sinn bugast er í vanda staddur Hvað kom til að þú settist á Alþingi? -Þetta var nú aldrei á framtíðaráætlun minni. En þegar ákveðið var að fram skildi fara forval við val á framboðslista fyrir síðustu kosningar ákvað ég að slá til. Þegar ég náði 3. sæti í þessu forvali ákvað ég að slá til að taka þessar kosningar af alvöru og ferðast um allt kjördæmið og svona endaði þetta. Hvernig hefur hinn nýi vinnustaður komið þér fyrir sjónir? -Það fyrsta sem ég vil segja er að það kemur mér á óvart hversu góður vinnuandi erá Alþingi miðað við það sem maður hafði ímyndað sér. Það er einnig mjög auðvelt að tapa rótunum og tengslunum við raunveruleikann ogþvíermikilvægt að hafa það ávallt í huga fyrir hvað maður hlaut kjör á þing. Fyrir hvað telur þú þig standa sem stjórnmálamaður? -Ég hef ávallt talið mig vera landsbyggðarmann og vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að jafna stöðu fólks út frá búsetu. Þar má t.d. nefna atvinnu, samgöngur, fjarskipti og menntun. Auk þess legg ég mikla áherslu á landbúnaðinn og afleidd störf honum tengd. Nú stóðst þú heldur betur í fæturnar þegar kom að atvkæðagreiðslu um aðildarviðræður var þér virkilega sagt að kjósa þvert um hug þinn? -í fyrsta lagi er mikilvægt að hafa það hugfast að ekki var verið að kjósa um hvort farið skyldi í aðildarviðræður. Það var verið að kjósa um það hvort sótt skyldi um aðilda að Evrópusambandinu og það er annað heldur en að kanna lauslega hvað er í boði. Það kom mjög skýrt fram að þetta gæti valdið stjórnarslitum af hálfu samstarfsflokksins og að égyrði að gera það upp við mig hvort ég vildi spilla ríkisstjómarsamstarfinu með þessum hætti. Hvernig upplifun var það? -Þegar þessi staða kom upp þá var um tvennt að velja. Annarsvegar að láta bugast og sá sem einu sinni gerir slíkt er í vanda staddur. Hitt er að láta þetta sem vind um eyru þjóta og sýna fólki að slík vinnubrögð eigi ekki að viðhafa og allra síst í stórmálum á borð við ESB umsókn. Það hefur ekki hvarlað að þér að segja þetta gott og fara aftur heim í Dalina? -Það er auðvitað svo að dagarnir eru misskemmtilegir. Ég get t.d. sagt það að ég var ekki mjög kátur eftir að ESB umsókn var afgreidd og þá hvarflaði að mann sú hugsun að kannski væri þetta til einskins. En stjórnmálin eru jú þannig að maður fær ekki alltaf allt og það er mikilvægast að vera viss um að maður hafi gert allt sem hægt var til þess að ná fram sinni sannfæringu, meira er ekki hægt. Á hverju byggir þú þá afstöðu þína að vera á móti aðildarviðræðum? -JÉg hef skipt þessu í þrjá meginþætti. Það er f fyrsta lagi auðlindir okkar til sjávar og sveita en þar má nefna fisk, jarðhita, olíu o.fl. Ég hef talið að við myndum ekki fá nægjanlega góðan samning þar sem t.d. fiskveiðistefna ESB hentar okkur engan veginn. I annan stað mun þetta þýða endalok fyrir landbúnaðinn í þeirri mynd sem hann er í dag og það mun hafa afleiðingar ekki bara tyrir bændur heldur líka fyrir afleidd störf í landbúnaði en þar nefni égt.d. verktaka, kjötvinnslur, flutningafyrirtæki, verslanir o.fl. í þriðja lagi hef ég bent á að styrkur íslands hefur ekki hvað síst verið fólginn í sjálfstæði okkar, lýðræði og stuttum boðleiðum í stjórnkerfinu. Þessu erum við að fórna með inngöngu í ESB þar sem síaukin völd færast til Brussel og Ijóst hvert stefnir í þeim efnum. Nú hafa aðildarviðræður verið samþykktar, hver eru næstu skref í málinu? -Næstu skref verða að sækja formlega um aðild að Evrópusambandinuogþáferígang langt og kostnaðarsamt ferli. Fyrst ferfram ákveðin síun á lagaramma íslands og hann borinn saman við lagaramma Evrópusambandins. í framhaldinu er umsóknin tekin fyrir af öllum aðildarríkjum og eiginlegar aðildarviðræður hefjast. Hver þáttur er tekinn fyrir og þetta unnið skref fyrir skref. Eftir að heildstæður aðildarsamningur er tilbúinn er þjóðin spurð að því hvort hún vilji ganga inn í Evrópusambandið eða ekki. En á þessari vegferð á málið eftir að koma fýrir þingið aftur og aftur. Þegar það gerist mun ég stíga upp úr hjólförum stjórnmálaflokka og starfa með þeim sem vilja vinna að því að fella aðildarsamning. Telur þú að þjóðin eigi eftir að taka skrefið alla leið og samþykkja aðild? -Ég tel að þjóðin muni hafna aðildarsamningi en ég óttast það hinsvegar að málið muni ekki fá nægjanlega hlutlausa umfjöllun t.d. í fjölmiðlum. Það mun mæða mikið á þeim samtökum sem telja hag íslands betur borgið utan ESB og mikilvægt að þau hefjist handa við að styrkja sig og efla. Auk þess er andstaðan meiri á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu en það gerir málið erfiðara. En að lcesave. Hvernig kemur það mál þér fyrir sjónir? -Icesave er gríðarlega erfitt og flókið mál þar sem enginn góður kostur er í stöðunni. Við stöndum frammi fyrir því að meta hvor kosturinn sé skárri. í þessu máli mun ég eingöngu fylgja eigin sannfæringu. Eru raunverulegar lausnir í sjónmáli í fjármálum heimilinna? -Já það eru raunverulegar lausnir í sjónmáli en það er hinsvegar mikilvægt að hafa í huga að það eru ekki neinar hókus pókus lausnir í sjónmáli. Þetta er samspil margra þátta og enduruppbygging íslensks samfélags verður ekki framkvæmd á einni nóttu. Hvert er þitt kalda mat á því hversu langan tíma það á eftir að taka okkur sem þjóð að komast aftur á lappirnar? -Því er ekki að leyna að næstu ár verða gríðarlega þung í skauti. Það er hinsvegar mikilvægt að vera bjartsýn því við komumst ekkert áfram án þess að hafa trú á okkur og því sem við emm að gera. Sóknarfæri okkar liggja víða og þau sóknarfæri sem ekki þótti arðbært að nýta fýrir tveimur ámm em nú orðin arðbær. Það erfiðasta er þessi hraða umbreyting í íslensku samfélagi en ég hef fulla trú á því að við verðum fljót að aðlagast breytingunum. Þessar breytingar munu leiða til aukinnar innlendrar framleiðslu á öllum sviðum sem mun auka og efla atvinnu ekki hvað síst á landsbyggðinni. Húnaþing vestra Selatalningin miklaá sunnudag Selatalningin mikla fer fram sunnudaginn 26. júli næstkomandi. Nú hefur talningarsvæðió veríð stækkað og er nú ríflega 100 km. Líkt og fyrri ár óskar starfsfólk Selaseturs eftir hressum og fótfráum sjálfhoðaliðum á öllum aldri til að aðstoða við talninguna. Er skorað á fólk að taka fjölskylduna með og njóta húnvetnskrar náttúru til hins ítrasta. Hressing og viðurkenningarskjal fyrir alla þátttakendur að talningu lokinni. Sjálfboðaliðar mæti í afgreiðslu Selasetursins kl. 14:30. Allir velkomnir. Blöndustöð Dimmir hratt á draugaslóð í Blöndustöó verður f sumar sýning Baska (Bjarna Skúla Ketilssonar) um örlög Reynistaðarbræðra þar sem listamaðurinn túlkar þessa sorglegu og dularfullu sögu í flölbreyttu listformi. En eins og allir vita urðu Reynistaðarbræður úti á Kili árið 1780 Baski er fæddur á Akranesi 1966 en býr nú og starfar í Hollandi. Hann hefur haldið einkasýningar vfðsvegar um Evrópu og m.a. á Sauðárkróki í Sæluviku 2008. Hlaut sú sýning mikla athygli og góðar móttökur sýningagesta. Sýningin í Blöndustöð opnaði 13. júnf s.l. og stendur til 23. ágúst. Hestar Tryggvi í landsliðið Einar Öder Magnússon landsliðseinvaldur hefur tilkynnt landslið íslands í hestaíþróttum sem keppir á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins f Sviss dagana 3.-9. ágúst. Tryggvi Bjömsson á Blönduósi er nú í lands- liðshóp í fyrsta sinn. Tryggvi Björnsson sýnir Grástein frá Brekku í kynbótadómi í flokki 7v og eldri stóðhesta.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.