Feykir


Feykir - 24.07.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 24.07.2009, Blaðsíða 10
10 Feykir 27/2009 Skagafjöróur Ótrúlega magnað tím þetta Sumar T.Í.M. Sumar T.Í.M. í Skagafirði hefur vakið mikla athygli út fyrir héraðið fyrir fjölbreytt og þróttmikið starf en það var sett á laggirnar í tilraunaskyni fyrir þremur árum til þess að auka þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Það er Ingvi Hrannar Ómarsson sem er verkefnastjóri í sumar en hann er mjög ánægður með hvernig sumarið hefur gengið. - Viðbrögð barna og foreldra hafa verið frábær og þátttakan er framar vonum, þetta er líklega íslandsmet í þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, segir Ingvi Hrannar en um 95% allra barna í Skagafirði taka þátt í einhverju starfi á vegum Sumar T.Í.M. Ingvi Hrannar leggur áherslu á að Sumar T.Í.M. sé skráningarkerfi fyrir íþróttadeildirnar og utanum- hald um tómstundastarf barna -Þeir sem standa að námskeiðunum, hvort sem það eru íþróttafélög eða aðrir, sjá um þjálfun eða kennslu en við höldum utan um skráningu, upplýsingar og fjármál. Þetta er allt á einum stað og við erum með nýtt skráningarkerfi sem sparar okkur sem og aðstandendum námskeiða, íþróttadeildunum, foreldrum og ekki síst sveitarfélaginu gríðarlega mikla vinnu þar sem allar upplýsingar um skráningu barna og útreikningar á Hvatapeningum eru á einum stað, segir Ingvi. -Sumar T.I.M. auðveldar foreldrum að halda utan um dagskrá barna sinna, minnkar árekstra æfinga á milli deilda, gefur börnum möguleika á að æfa fleiri íþróttir og stunda tómstundir og finna þar með eitthvað við sitt hæfi. Ingvi Hrannar segir að hann sé mjög heppinn með starfsfólk en hjá Sumar T.I.M. vinna þrír hópstjórar og gaman að nefna það hvað þau eru að mennta sig. Þetta eru þau Margrét Helga Hallsdóttir sem sér um börnin fædd '99-2000 en hún er á síðasta ári í félagsráðgjöf. Konráð Þorleifsson sem sér um elsta hópinn sem eru börn fædd '97- '98 stefnir í sálfræði við HÍ í haust svo er það Anna Ragna Arnardóttir sem stýrir yngsta hópnum en hún er nemi við Leikskólakennara- braut Menntavísindasviðs Hl. Sjálfur er Ingvi Hrannar á menntavísindasviði Hl að læra kennslufræði og mun útskrif- ast næsta vor. -Ég vil nefna það líka að við erum með 12 frábæra unglinga úr Vinnu- skóla Skagaíjarðar sem eru okkur til aðstoðar, segir Ingvi og er afskaplega stoltur af sínu fólki. Sumar T.f.M. starfar fram að verslunarmannahelgi en fótboltinn stendur fram að Króksmóti sem verður haldið helgina 8.-9.ágúst. Krakkarnirá leið í frjálsar íþróttir sem þeim fmnst æðislega skemmtilegar. Daníel Victor Hervigsson, Eyvör Pálsdóttir, Stefanía Hermannsdóttir, ívar Elí Guðmundsson og Andrea Mayja Chirikadzi Kátar fótboitasteipur úr 7. flokki. ''íambalæri 1198,- - 20% afsl á kassa þá \ Lambalæri sneitt 1359 - 20% afsl á kassa þá Pastaostur329,- - 50% afsl á kassaþá' r Egg 599, - 20% afsl á kassa þá» Vínbergræn349,- Vínber rauð 398 Merrild kaffi 103 500 gr. 579, _ _ First Price pastaskrúfur89,- Ora graenar baunir450 gr. 119,- First Price rauðkál 1060 gn 189, : Frónmjótkurkex239,- Ritz kex 139,- j Blár kastali 239,- Camembert298,- í First Price túnfiskur 139,- Gunnars maioes 500 gr. 369,- Síríus konsum 200 gr. 259,- L Lakkrís dúndur bitar 198,- Er eitthvað að frétta?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.