Feykir


Feykir - 24.07.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 24.07.2009, Blaðsíða 11
27/2009 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Erla og Bjarki kokka Djöflaegg og folaldalundir sem klikka aldrei Þessa vikuna eru það Erla Gunnarsdóttir og Bjarki Kristjánsson á Svínavatni sem láta okkur í té gómsætar uppskriftir. Erla er ferðamálafræðingur að mennt og vinnur sem gjaldkeri hjá Blönduósbæ og Bjarki er húsasmíðameistari en hann rekur eigið fyrirtæki á Blönduósi sem heitir Húsherji ehf. Þau Erla og Bjarki skora á Pétur Snæ Sæmundsson og Magdalenu Margréti Einarsdóttur f Brekkukoti að koma með uppskriftir í þarnæsta blað. FORRÉTTUR Djöflaegg 4-6 egg (c.a. 1 eggámann) 'A dós sýrður rjómi 2 msk. mayonnaise 2 msL sweet relish Karrýogsalt Eggin eru harðsoðin og kæld. Síðan eru þau skorin í tvennt á langveginn. Rauðan hreinsuð úr og sett í skál ásamt öllu hinu og það hrært saman. Karrýi og salti bætt út í eítir smekk. Eggjahvítunum raðað á disk og eggjarauðublöndunni sprautað í eggjahvíturnar. Skreytt með paprikudufti sem stráð er yfir. Gott er að bera þetta fram á salatbeði og með ristuðu brauði. AOALRÉTTUR Folaldalundir með beikoni 500gr. folaldalundir (eða annað kjöt t.d. lamb eða naut) 1 pakki beikon 1 krukka súrargúrkur (litlar gúrkur eða í sneiðum, en má einnigsleppa þeim) Salt ogpipar Folaldalundirnar eru skornar í þunnar endilangar sneiðar. Þær eru kryddaðar með salti og pipar. Síðan er ein sneið af beikoni sett á hverja sneið af folaldalund og síðan biti af súrri gúrku. Þessu er því næst rúllað upp og tannstöngull settur í gegn um rúlluna til þess að halda henni saman. Rúllumar eru brúnaðar á pönnu og síðan látnar malla þar til þær em steiktar í gegn (einnig má grilla þær). Að lokum er rjóma hellt út á pönnuna til þess að útbúa sósu með rúllunum. Sósuna má bragðbæta að vild, t.d. með rifsberja hlaupi. Kartöflugratín 2-3 sætar kartöflur afhýddar og skornar niður í skífúr. Skífúnum er raðað í botninn á eldföstu móti. Síðan er salti, rósmarín og timian stráð yfir. C.a. 2 dl. af rjóma hellt yfir og síðan rifnum osti stráð yfir. Bakað í ofni við 180°C í c.a. 20 mínútur. Gott er að hafa ferskt salat með þessu og rifsberjahlaup. EFTIRRÉTTUR Triffli 1 poki makkarónukökur 1 stór dósjarðarber 1 pakki heitur búðingur (vanillu eða romm) 3A líter rjómi ca. Vi dl sherrí Fyrst eru makkarónurnar settar í skál. Hluta af jarðarberjasafa og sherríinu blandað saman og hellt yfir. Jarðarberin lögð yfir makkarónumar. Látið standa á meðan búðingur er lagaður eftir leiðbeiningum af pakka og hann látinn kólna. Rjómi þeyttur og helmingi hans blandað verlega saman við kaldan búðinginn og sett ofan á jarðarberin. Lagi af þeytta rjómanum sett yfir og sprautið svo restinni sem skrauti efst. Svo má skreyta með súkkufaði og rauðum kirsuberjum eða öðm sem til fellur. Verði ykkur aðgóðu! Af veraldarvefnum Býr læknajurt í þínum glugga? Þessi misserin er ræktun hvers kyns kryddjurta mikið tískufyrirbæri og nota menn og konur jurtir þessar til matargerðar. Það sem færri vita hins vegar er að þessar jurtir má einnig nota í lækningaskyni. Feykir tók saman nokkur góð ráð við slík not kryddjurta. Salvía (Salvia offkinalis L.) er gömul lækningajurt og mikið notuð til slíks brúks á meginlandi Evrópu og líka til lækninga. Sem lækningajurt reynist salvia vel við sýkingum í munni og hálsi, eneinnigviðmeltingartruflunum. Salvíu eiga barnshafandi konur að forðast og það er ekki gott að nota hana í of langan tíma í einu. Lavendel eða lofnarblóm. Sem lækningajurt er lavendel talin veita fólki létti við höfúðverk, hún losar um krampa og fælir auk þess lýs á brott. Fyrir þau sem eiga erfitt með að festa svefn eða hafa litla matarlyst eða eiga jafnvel við meltingartruflanir og uppþembu að stríða, þá er gott að drekka te af lavendel reglulega í einhvern tíma. Kamilla (Chamomillarecutita L.) er sögð hjálpa til við að lækna lifrarbólgu og asma, en þekktari er hún sem meðal við húð- kvillum og meltingarvanda- málum. Kamilluseyði borið í hár lýsir líka ljóst hár í sól. Sem hómópatískt lyf er kamilla þekkt til að hjálpa til með innantökur ungbarna. Timían (Thymus vulgaris L.) er skylt okkar íslenska blóðbergi. Líkt og blóðbergið er timían ljómandi kryddjurt, ekki síst á lambið og í pottrétti og ferskt gefúr það salatinu mjög góðan keim. Um leið nýtist að sjálfsögðu lækningamáttur timíans en það er sérlega gott við lungnakvefi, virkar sótthreinsandi og drepur bakteríur. Auk þess losar það um krampa og stillir pirraðan hóstandann. Kalendúllur eða Morgunfrú eins og við þekkjum hana í garðinum hjá ömmu er þekkt lækningajurt. Helst þá sem meginuppistaðan í græðandi húðkremum og sárasmyrslum. Vegna þessarra jákvæðu áhrifa á húðina þá er hún notuð nokkuð mikið í alls kyns snyrtivörur fyrir húð og hár. Það má líka klípa hringlaga appelsínugul blómin af í fullum blóma, tæta blómblöðin af og dreifa á salatið. Mynta (Menta x piperita L.) vex í íslenskum görðum. Myntur eru margar og læknandi. Mynta virkar róandi á slímhúðir meltingarvegarins og er því afar góð sem drykkur á undan og á eftir mat. Á sumrin er hægt að gera úr blöðum hennar kaldan drykk, jafnvel mojito með rommi, límónu og hrásykri fyrir þau sem hafa smekk fyrir áfengum drykkjum. Á veturna er hægt að hella sjóðandi vatni á blöð myntunar, þurrkuð eða fersk, hvoru tveggja er ljómandi vermandi drykkur. Tekið skal fram að allt ofangreint er ætlað til gamans og vonandi örlítils gagns en þó er ekki ráðlegt að kasta uppáskrifuðum lyfjum og treysta eingöngu á það sem vex úti í glugga eða garði. MINNING MARÍA RAGNARSDÓTTIR F. 28. 06. 1921 - D. 16. 06. 2009 Kveðjafrá ömmubörnum Er leiðir skilja og lýkur göngu þinni á lífsins vegi, hugsum við um þig þá minningarnar elsku amma Maja munum við og geymum hvert um sig. Það er svo margt sem upp kemur í hugann afömmubrauði og kökum vel var veitt og það sem mátti ei annarsstaðar gera var alltafleyft á Skógargötu 1. Nú dvelur þú i Drottinsfaðmi hlýjum og dagsverkinu lokið er um sinn við þökkumfyrir æviþína amma og englar himins lýsi veginn þinn. Gurra

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.