Feykir


Feykir - 31.07.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 31.07.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 28/2009 Skagafjörður Sparisjóður Húnaþings og Stranda Forsetinn kemur á ULM Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Ghmsson og Dorrit Moussaieff, munu sækja Sauðárkrók heim um komandi verslunar- mannahelgi og verða þau m.a. viðstödd setningar- athöfh Unglingalands- mótsins föstudagskvöldið 31. júlí. Þess má geta að Ólafur Ragnar var við setningarathöfn Lands- mótsins á Akureyri á dögunum en þau hjónin hafa sýnt í verki hve velviljuð þau eru íþróttahreyfingunni Leiðari Skemmtum okkur saman um helgina Framundan er sjálf verslunarmannahelgin. Ein af þessum stórum helgum ársins semjafnan vekur hjáfólki tilhlökkun. Á mínum yngri árum var helgin enn meira spennandi enda sótti maður hinar ýmsu hátíðir. Ég fór í Húnaver, Vaglaskóg og síðar var ég fastagestur á Einni með öllu á Akureyri. En helgin hafði ekki bara sínar góðu hliðar þvíþað var um verslunarmannahelgi sem ég tók minn fyrsta sopa af áfengi. í mínu tilfelli reyndist sopinn saklaus en unglingar dagsins í dag taka því miður margir inn sínfyrstu vímuefniþessa helgi. Önnur börn hafa verið dregin í útilegu meðfjölskyldunniþessa helgi og hafa síðan horft upp á foreldrana i misgáfulegu ástandi öll kvöld helgarínnar. Fyrir allmörgum árum hófUMFÍ að haldafjölksylduhátíð þessa helgi undir nafninu Unglingalandsmót. Mótið er haldið í hinum sanna ungmennafélgasanda og hefur verið gríðarlega vel sótt. Bindindi, íþróttir, glaumur og gleði einkenna þessar helgarþar sem kynslóðirnar skemmta sér saman án allra vímugjafa. Þessar hátíðir hafa farið velfram og verið mótshöldurum til mikils sóma. Skagfirðingarfá nú í annað sinn á stuttum tíma þann heiður að halda mótið og er það vel. Allur undirbúningur mótsins hefur verið tilfyrirmyndarþó stuttur og snarpur ha.fi verið. í Skagafirði verður um helgina hægt að njóta hins eina sanna ungmennafélagsanda. Ég vil nota tækifærið og óska ykkur gleðilegrar verslunarmannahelgar hvarsvo sem þið verðið. Við foreldra unglinga segi ég: Passið börnin ykkar, haldið utan um þau og skemmtið ykkur með þeim og ekki án þeirra. Skemmtum okkur saman kynslóðimar um helgina án allra vímugjafa. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháö fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Feykir Útgefandi: Ritstjóri & ábyrgdamaður. Áskriftarverð: Nýprent ehf. Guðný Jóhannesdóttir 275 krónur hvert tölublað Borgarflöt 7 Sauðárkróki feykir@nyprent.is <C 4557176 með vsk. Póstfang Feykis: Blaðamenn: Lausasöluverð: Box 4,550 Sauðárkrókur Páll Friðriksson 325 krónur með vsk. palli@nyprent.is © 8619842 Blaðstjórn: ÓliArnar Brynjarsson Áskrift og dreifing Árni Gunnarsson, oli@nyprent.is Nýprent ehf. Áskell HeiðarÁsgeirsson, Lausapenni: Sími 4557171 Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Örn Þórarinsson. Umbrot og prentun: Dagbjartsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Nýprent ehf. Á heimasíðu UMSS segir að það sé mikill heiður að forsetahjónin skuli koma í Skagafjörðinn en þau heimsóttu Skagfirðinga vorið 2008. Sú ferð var einkar vel heppnuð og fóru forsetahjónin víða um og voru m.a. viðstödd þegar skóflustunga var tekin að sundlauginni í Hofsósi. Alvarleg staða stofnfjareigenda Fulltrúar sveitastjórnar Húnaþings vestra og hluti stofnfjáreigenda í Sparisjóði Keflavíkur, áður Sparisjóði Húnaþings og Stranda, fúnduðu á dögunum með viðskiptanefnd Alþingis þar sem lýst var yfir áhyggjum af stöðu stofnfjáreigenda í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda. Sparisjóður Keflavíkur hefur sótt um framlag ríkisins í samræmi við neyðarlög um fjármálastofnanir. Það þýðir í dag að þeir sparisjóðir sem sækja um framlag ríkisins munu þurfa að sætta sig við að stofnfé verði fært niður og stofnfjáreigendur geti tapað allt að 80% af sínu stofnfé. Samkvæmt heimildum Feykis eiga margir í Húnaþingi vestra stofnfé í sparisjóðnum og eru margir þeirra stofnfjáreigenda handhafar stórra hluta. Oftar en ekki hvíla lán á þessum hlutum og því ljóst að margir munu sitja eftir með sárt ennið tapist hlutur þeirra að hluta til eða alveg. Þess má geta að Sparisjóður Strandamanna og Afl Sparisjóður sem inniheldur sparisjóðina á Siglufirði og í Skagafirði, hafa ákveðið að sækja ekki um ríkisframlag og helst hlutur stofnjáreigenda þessara sjóða því óbreyttur. Nýtt matvælafrumvarp Innflutningur á hráu og ófrosnu kjöti bannaður Sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra Jón Bjarnason hefur mælti fyrir s.k.matvælafrumvarpi á Alþingi. Frumvarpið sem nú er lagt fram er nokkuð mikið breytt frá því sem það var í þau tvö skipti sem það hefur áður verið lagt fram og þá án þess að ná samþykki. I frumvarpi Jóns Bjamasonar eru veigamiklar breytingar er varða innflutning á ófrosnu kjöti sem skv. frumvarpinu er bannaður. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði m.a. um það atriði í framsöguræðu sinni á Alþingi: “Frumvarp þetta er í samræmi við efnisákvæði ákvarðanna sameiginlegu EES- nefndarinnar að öðru leyti en því að innflutningsbann á hráu kjöti samkvæmt 10. gr. laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim helst og er ekki afnumið. Sama á við um alidýraáburð og rotmassa sem er blandaður alidýraáburði en slíkur innflutningur er óheimill. Háskólinn á Hólum Aldrei fleiri nemendur Á vef Hóla segir að álitlegur stafli umsókna um skólavist hafi hlaðist upp á vordögum. Alls bárust 144 umsóknir f skólann auk 17 umsókna í nám sem er sameiginlegt með öðrum háskólum. Ekki var nóg með að umsóknir væru margar, þær voru einnig vænar. Afgreiðslu umsókna er nú að Ijúka og sömuleiðis inntökuprófum. Á vefnum segir; -Um nám í hestafræðideild sóttu 92 (þar af 12 í BS nám í hestafræði sem er sameiginlegt með Lbhí) í ferðamáladeild 57 og í fiskeldis- og fiskalíffræðideild 12 (þar af 5 i BS nám i sjávar- og vatnalíffræði sem er sameiginlegt með HÍ). Fyrir er í skólanum góður hópur nemenda í öllum deildum þannig að á næsta skólaári verður hér mjög stör hópur nemenda svo ekki sé meira sagt. Það er heldur betur gott að finna fyrir áhuga fólks að mennta sig við Háskólann á Hólum. Það blæs krafti og ánægju í starfslið og kennara. Ekki er vafi á að útskrifaðir nemendur okkar eiga þarna hlut að máli en þeir eru ötulustu og bestu kynningarfulltrúarnir beint og óbeint í gegnum störf sín. Blönduós Útboðí snjómokstur opnuð Bæjarstjórn Blönduósbæjar hefur falið tæknideild bæjarins að ganga til samninga við Ósverk ehf. og Sorphreinsun VH. ehf. um snjómokstur á Blönduósi. Voru þessir aðilar með lægsta tilboð er útboð í verkið voru opnuð á dögunum. Húnaþing vestra Færri selir Eitt þúsund og nftján selir voru taldir f hinni árlegu selatalningu á Hvammstanga á sunnudag. Er þetta fækk- un frá fyrra ári en þrátt fyrir það er ekki talið að stofnin sé að minnka. Svava Granquist var ein af þeim sem stóðu að talningunni hjá Selasetrinu. Hún segir að líklega sé það veðrinu um að kenna að ekki voru taldir jafn margir selir nú og í fýrra. Hvasst var í gær og voru því líklega fleiri selir í sjónum en á landinu miðað við talninguna í fyrra þegar blíðskaparveður var. Stefnt er að því að telja seli á svæðinu í nokkur ár til að fá sem besta mynd af selastofninum. Rúmlega fimmtíu manns töldu seli um helgina og fer fjálboðaliðum sem aðstoða við selatalningu fjölgandi ár ffá ári. Góó heimsókn Landsliðs- kona í heimsókn Sundlið Tindastóls æfir á fullu fyrir Unglingalandsmótið á Sauðárkróki sem haldið verður nú um verslunarmannahelgina. Linda sundþjálfari fékk á æfinguna einn besta sundþjálfara landsins, Ólympfufarann Ragnheiði Runólfsdóttur. Leist henni mjög vel á hópinn og sagði að það væru margir flottir krakkar að æfa sund á Króknum. Ráðagerðir eru um ffekari samvinnu við Ragnheiði um þjálfun.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.