Feykir


Feykir - 31.07.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 31.07.2009, Blaðsíða 6
6 Feykir 28/2009 Rakel Rós Ágústsdóttir slasaóist illa í reióhjólaslysi Heppni aö ekki Rakel Rós Ágústsdóttir var heppin að ekki fór þó verr er hún datt á hjóli á leiðinni í vinnuna þriðjudags- morguninn 21. júli sl. Rakel Rós misreiknaði sig þegar hún ætlaði upp á kantstein með þeim afleiðingum að hjólið steyptist fram fyrir sig og hún kjálkabrotnaði á fjórum stöðum, fékk skurð á hökuna, auk þess sem tveir jaxlar brotnuðu og einn þurfti að taka alveg úr. Sjálf segir Rakel að hún hafi ætlað að halla sér fram og nota demparana á hjólinu til þess að koma sér upp á kantsteininn, en hún var að koma niður hverfisbrekkuna á mikilli ferð og að fara yfir götuna í innkeyrslunni við íþróttahúsið. Eitthvað sem hún hafði gert oft áður en í þetta sinn misreiknaði hún fjarlægðina og þrýstir demparanum niður aðeins of snemma með fyrrgreindum afleiðingum. -Þegar ég lenti á gangstéttinni þá kraup ég strax upp og hélt fyrir andlitið sem fossblæddi úr. Ég sá strax tannbrot á jörðinni, útskýrir Rakel. Fyrst komu að Rakel hjón sem enginn virðist vita hver eru, -Þau voru íslendingar en voru ekki ábíl og vissu ekki númerið á sjúkrahúsinu. Síðan kom Þröstur Jónsson og hann hjálpaði mér upp á sjúkrahús og var hjá mér þangað til mamma kom. Ég var í svo miklu sjokki að ég fann ekki mikið til, en hrópaði að það væri allt í klessu upp í mér. Mér fannst eins og allar tennur hefðu hreyfst til og ég hafði í raun svo miklar áhyggjur af spöngunmum og tönnunum að ég hugsaði ekki um annað, rifjar Rakel upp, en hún hafði þegar slysið varð, nýlega fengið spangir. Þegar upp á sjúkrahús kom var hringt í Guðbjörgu Ragnarsdóttur, móður Rakelar, bundið var um skurð á höku Rakelar, en þar sem ekki var hægt að mynda hana hér á Sauðárkróki var tekin ákvörðun um að senda hana norður til Akureyrar og fór Rakel ásamt Kristrúnu, föðursystur sinni, í sjúkrabíl en Guðbjörg keyrði á eftir. -Þegar til Akureyrar kom var ég mynduð í sneiðmyndartæki og þá kom í ljóst að ég var tvíkjálkabrotinn að þeir héldu. I framhaldinu var ég send með sjúkrabíl niður á tannlæknastofu til Teits Jónssonar, tannréttinda- sérfræðings, sem hafði tekið myndir af mér áður en spangirnar voru settar, svo hægt væri að bera saman hvernig bitið átti að vera. Þegar þarna var komið sögu var mér farið að vera svolítið flökurt fór verr enda þurfti ég að standa í myndatökunni og hafði greinilega verið búin að kyngja miklu blóði, rifjar Rakel upp. Frá Teit var Rakel send með sjúkrabíl út á flugvöll og þaðan með sjúkraflugvél til Reykjavíkur þar sem hún var lögð inn á Landspítalann. -Ég fór síðan í aðgerð klukkan átta um kvöldið og þar kom í ljós að ég var mun meira brotin en talið hafði verið. En kjálkinn brotnaði á fjórum stöðum. Aðgerðin fór öll fram í gegnum muninn og var unnið út frá því að um opið beinbrot væri að ræða. Komið var fýrir fjórum títanplötum sem skrúfaðar voru við bein til þess að skorða kjálkann á nýjan leik og halda þessu saman, útskýrir Rakel. Hvað þurfti þú síðan að hggja lengi á sjúkrahúsi? -Aðgerðir var búin um hálf ellefu um kvöldið og ég vaknaði um hálf eitt og var þá flutt með sjúkrabíl niður á Barnaspítala Hringsins þar sem ég gisti eina nótt. Þaðan útskrifaðist ég síðan um hádegi daginn eftir. Það var ekkert flug heim á Sauðárkrók þennan dag en við mamma vissum af flugi daginn eftir og báðum um að fá að vera aðra nótt á spítalanum en var synjað um það og þurffum að fmna gistingum hjá ættingja mömmu í eina nótt, segir Rakel. -Þetta var svolítið sérstakt þar sem við áttum ekki foreldra eða systkini í borginni og ég verð að játa að þetta þótti mér svolítið lélegt. Miðað við hvað hún var mikið slösuð hefði mér þótt betra að vera aðra nótt á sjúkrahúsi með hana, segir Guðbjörg. Hjálmurinn hættir að vera kúl Rakel Rós var ekki með hjálm en svo virðist sem að á vissum aldri hætti krakkar að nota reiðhjólahjálma. Hver svo sem skýringin er má segja að eitthvað hvetji unglingana til þess að hætta hjálmanotkun, kannski er hún bara örlítið púkó í þeirra augum. En hvað skyldi Rakel segja um þessi mál í dag? -Ef ég fer aftur að hjóla eftir þetta mun ég örugglega nota hjálm. Ég vil bara hvetja aðra krakka til þess að nota reiðhjólahjálm því þó að hann hefði kannski ekki hjálpað mér í þessu tilviki þá hefði ég ekki þurff að lenda mikið öðruvísi á höfðinu til þess að skaðinn hefði verið það mikill að læknar hefðu ekki getað lagað hann, segir Rakel Rós. Rakel fer aftur suður 10. ágúst en þá verða fjarlægðir saumar úr munni hennar en í framhaldinu verður metið hvort plöturnar verða teknar eða ekki. Síðan taka tannréttingar við eftir átta vikur auk þess sem þarf að smíða í Rakel eina tönn og gera við þær sem brotnuðu. -Ég vona bara að eftir tvo mánuði verði ég búin að jafna mig að fullu. En mig langar að lokum að koma á framfæri þökkum til Þrastar Jóns og Kristrúnar frænku sem reyndust mér mjög vel, segir Rakel Rós. Þuríóur Harpa leggur upp í stærsta feróalag lífsins Þuríður Harpa Sigurðar- dóttir heldur á morgun föstudag af stað til Indlands þar sem hún mun gangast undir stofnfrumumeðferð. Er það von Þuríðar að meðferðin færi henni til baka mátt í fæturna. Allur undirbúningur hefur að sögn Þuríðar gengið vel, söfnun hefur gengið vonum framar og enn eru óska-steinar Þuríðar Hörpu í sölu og verða næstu misserin. Steinana er hægt að panta í gegnum heimasíðu Þuríðar www. oskasteinn.com auk þess sem þeir fást í Upplýsingamið- stöðinni í Varmahlíð, Komp- unni, Isis Kringlunni, Ramma- gerðinni og í Nýprent. Þetta er gríðarlega langt ferðalag, hvernig verður því háttað hjá þér? -Ég flýg til London og þaðan til Delhí en síðara flugið er níu tíma langt, Ég legg af stað frá Keflavík á föstudagsmorgni rétt fyrir átta og ég verð lent klukkan 10 að staðartíma morguninn eftir í Delhí. Hver er tímamismunurinn? Hann er þetta fimm, sex tímar. Veist þú eitthvað hvað tekur við þegar út er komið? -Nei, ég rauninni veit ég það ekki. Ég fer inn á þessa endurhæfingarstöð þar sem ég mun búa næstu níu vikurnar og mun Árni maðurinn minn, búa þar með mér fyrstu fimm vikurnar en eftir það kemur móðir mín út. Ég held að það verði byrjað strax á meðferðinni þegar ég kem út og eins endurhæfingu. Þessi meðferð byggist ekki síður upp á mikill endurhæfingu samhliða stofnfrumu- meðferðinni. Hvernig er tilfxnningin að vera að fara af stað í þessa stóru ferð? -Það eru auðvitað blendnar tilfinningar. Ég sveiflast á milli þess að kvíða fyrir og vera spennt fyrir þessu öllu saman. Nú hefur þú bloggað munt þú halda því áffam úti? -Já, ég mun gera það. Það hafa ótal margir styrkt mig til þessarar ferðar og mér finnst bara sjálfsagt mál að leyfa fólki að fylgjast með hvernig gengur. Hægt er að fylgjast með Þuríði Hörpu á heimasíðu hennar. Þeir sem vilja styrkja för Þuríðar sem er gríðarlega kostnaðarsöm geta lagt inn á söfnunarreikning í Nýja Landsbankanum 0161-15-550165 eða Sparisjóði Skagafjarðar 1125-05-250067. Kennitala viðtakanda er 010467-5439.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.