Feykir


Feykir - 31.07.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 31.07.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 28/2009 ( TÖLVUPÓSTVIOTALIÐ ) Helga Guörún Hinriksdóttir starfar viö leikskólann Ásgarö á Hvammstanga en Helga Guörún er tiltölulega nýflutt frá Danmörku með fjölskyldu sinni þar sem þau bjuggu í 2 og hálft ár. Helga Guörún hélt glæsilega myndlistarsýningu á unglistahátíðinni Eldi auk þess sem hún var í stjórn hátíðarinnar. Feyki lá forvitni á aö vita meira um hina framtakssömu Helgu. Hugmyndum á að hrinda í framkvæmd En frá Hvammstanga? -Það er bara allt fínt að frétta héðan. Fólk gæti haldið að það væri lítið um félagslíf og það er það kannski fyrir vissan aldurshóp en hér spretta upp hinir ýmsu klúbbar s.s. sauma-, spila- og matarklúbbar. Hestamennska hefur sjaldan verið eins mikil og núna með tilkomu reiðhallarinnar. Ef fólk er hvorki í hestamennsku né prjónaskap þá syngur það, en hér eru margir kórar og mikið söngfólk. Tvær söngvarakeppnir eru haldnar á hverju ári; önnur á vegum grunnskólans og hin fyrir 18 ára og eldri. Annað slagið eru auðvitað tónleikar á Café Síróp, ekki má gleyma því. Það er í raun frekar erfitt að finna lausar helgar fyrir eitthvað vegna þess hversu mikið er í gangi yfir árið. Þú varst með svolítið skemmtilega Ijósmyndasýningu á hátíðinni, segðu okkur aðeins frá henni? -Já, mér finnst rosalega gaman að taka myndir af fólki og var með þá hugmynd að taka mynd af einum einstakling frá mismunandi aldursári og þannig sýna sekúndubrot í lífi 90 einstaklinga. Ég var búin að taka 5 myndir fyrr í vor áður en ég byrjaði á fullu laugardaginn fyrir hátíð. Á 5 dögum keyrði ég því um og tók myndir af fólki en ég var með tilbúinn lista yfir þá sem mig langaði til að taka myndir af. Þetta rétt tókst fýrir opnun sýningarinnar á fimmtudag og ég var rosalega ánægð með útkomuna. Þú lentir í viðtalið við Færeyska sjónvarpið ekki satt? -Já, það kom hingað maður frá Færeyjum sem var að taka videó af fólki á Islandi. Hann fylgdi okkur í skipulagsnefndinni í heilan dag aðallega til að mynda undirbúning hátíðarinnar og taka viðtöl við fólk. Hann fylgdi mér eftir þegar ég tók myndir af tveimur síðustu einstaklingunum og það var bara mjög gaman. Hann á eftir að vera á íslandi í 4 vikur í viðbót en svo verður þátturinn sýndur í Færeyska sjónvarpinu. Hvaðan kom hugmyndin og hvernig tók fólk í að vera myndað? -Æ, ég man nú ekkert af hverju hugmyndin kviknaði. Það var mjög ánægjulegt að sjá hvað fólk tók vel í þetta. Margir fussuðu reyndar og sögðust „ekkert vera fyrir myndatökur" en létu sig hafa það fyrir málstaðinn. Margir urðu mjög hrifnir af hugmyndinni og tóku til við að stinga upp á fólki sem ég ætti að mynda og þannig fékk ég mikla hjálp frá fólkinu. Það væri líka gaman að hafa þemað „Rauðhært fólk“ eða „Tónlistarfólk í Húnaþingi vestra" eða eitthvað svoleiðis. Kannski ég geri eitthvað í því á næsta ári. Verður sýningin eitthvað sett upp aftur? -Það væri gaman að geta sett verkið upp á fleiri stöðum t.d. í Sparisjóðnum eða Kaupfélaginu því það er hálf leiðinlegt að vera búin að leggja alla þessa vinnu í þetta og sýna það svo bara í 3 daga. Svo ef einhver hefur áhuga á að fá sýninguna, þá er bara að hafa samband við mig. Eitthvað að lokum? -Bara þakklæti til þeirra sem leyfðu mér að taka myndir af þeim og öðrum sem aðstoðuðu við að fmna aldur fólks. Og hjartans þakkir til fólks sem mætti á Eld í Húnaþingi. Öll vinnan við skipulagninguna er unnin í sjálfboðastarfi og það að fá að heyra hvað fólk var ánægt eru svo mikil laun fyrir mikla vinnu. Að endingu vil ég hvetja fólk sem er með einhverja hugmynd í kollinum, um að hrinda henni í framkvæmd. Hvað er svona helst að frétta af þér? -Ég er sem sé nýlega komin heim en ég var að læra kerfisfræði og ætlunin var alltaf að koma aftur heim. Kreppan skall svo á áður en við fluttum en við vorum og erum bjartsýn um framtíðina og vorum ekkert að breyta heimflutningum. Við sjáum heldur ekkert eftir því. Ég fékk strax vinnu í leikskólanum og verðþaráfram næstavetur. Reyndar ætla ég að minnka vinnuna þar og fara að vinna sjálfstætt hluta úr degi við tölvuvinnu og kennslu en ég er líka með kennsluréttindi. Það þýðir ekkert að sitja og bíða eftir að einhver komi með verkefni handa sér, maðurverður bara að bera sig eftir björginni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.