Feykir


Feykir - 20.08.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 20.08.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 30/2009 ABSEND GREIN Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar Nýtt skólaár að hefjast Nú um miðjan ágúst fara foreldrar gjarnan að huga að undirbúningi fyrir skólann. Skólatöskur eru teknar fram og foreldrar huga að námsaðstöðu barnanna og innkaupalistum. Gott er að athuga hvort hægt er að nota skóladótið frá þvf í fyrra því meö smá upplyftingu má oft nýta það sem til er og óþarfi að kaupa allt nýtt. Það er að mörgu að hyggja og börnin þurfa svo sannarlega á foreldrum sínum að halda þegar skólinn byrjar. Nú eru þau árinu eldri og ný verkefni blasa við, kannski nýr skóli, nýr kennari eða nýr bekkur. Breytingar verða einnig hjá mörgum foreldrum og sumir huga á nám eða eru að byrja í nýrri vinnu sjálfir. Handleiðsla foreldra er mjög mikilvæg alla skólagönguna og verður seint ofmetin en sérstaklega þarf að huga að 6 ára börnum í skólabyrjun. Sum þessara barna eiga nú erfiðara með að sofna á kvöldin og foreldrar finna að börnin hafa væntingar, eru jafnvel spennt en sum geta líka verið áhugalítil. Mikil- vægt er að foreldrar undirbúi börn sín vel og fylgist með líðan þeirra í aðdraganda skólans. Sumir foreldrar finna líka sjálfir fyrir kvíða sem tengist skólagöngu barnsins. Hvað með sparnaðaraðgerðir sveitarfélagsins varðandi skólana? Hvernig verður stundaskráin? Mun skóla- máltíðin hækka í verði? Nú þarf aftur að fara að huga að nesti og heimanámi. Verður bekknum kannski skipt upp? Hvernig verður með samskipti við bekkjarfélaga og kennara? Mun barnið fá kennslu við hæfi, verður boðið upp á stoðþjónustu og lengda við- veru í skólanum? Hvenær er vetrarfríið? Allar upplýsingar um skólahaldið ættu að vera á heimasíðum skólanna. Einnig þarf að yfirfara hvaða upplýsingar liggja nú fyrir um barnið í skólann og mikilvægt að foreldrar tilkynni skólanum ef um er að ræða breytta hagi hjá barninu eða foreldrum þess. Gott er að fara yfir hvaða aðstandendur eru skráðir hjá barninu og hvort símanúmer og netföng eru rétt. Sé barnið í stjúpfjölskyldu er rétt að taka það fram. Nauðsynlegt er að foreldrar leiti upplýsinga og fái svör við þeim spurningum sem vakna. Á heimasíðum skóla eða hjá skólariturum er líka hægt að fá allar upplýsingar um Mentor, viðtalstíma kennara og einnig er þar hægt að leita upplýsinga um skólaráð, for- eldrafélög, hlutverk bekkjar- fulltrúa, skólanámskrá, námsráðgjöf, skólaheilsu- gæslu og hvaðeina er tengist skólagöngu barnsins. í flestum skólum er boðið upp á skólafærninámskeið fyrir foreldra 6 ára barna og í sumum skólum fyrir foreldra nemenda í öðrum bekkjar- deildum líka. Foreldrar eru hvattir til að sækja þessi fróðlegu námskeið. Þar fá þeir kynningu á skólastarfinu, fræðast m.a. um þroska barna á hinum ýmsu aldursskeiðum, kynnast kennurum barnsins, starfsfólki skólans og foreldrum bekkjarfélaganna. Sumir skólar hafa foreldraviðtöl í tengslum við skólasetningu þar sem foreldrar geta hitt kennara barnsins strax fyrsta daginn í persónulegu viðtali. Láta foreldrar mjög vel að því að fá aðgang að kennaranum í skólabyrjun þar sem hægt er að miðla nauðsynlegum upplýsingum. Hægt er að nýta sér rétt til foreldraorlofs vegna barna yngri en 8 ára og mikilvægt er að foreldrar gefi sér tíma með börnunum á þessum breytingatímum í skólabyrjun. Viðhorf foreldra endur- speglast oft í viðhorfi barn- anna til skólans því er mikilvægt að foreldrar séu jákvæðir og ræði ekki neikvæðar hliðar skólastarfs- ins í návist barnanna. Nemendur þurfa að koma að hreinu borði í orðsins fyllstu merkingu og ekki gott að draga fram gamla drauga eða atburði síðasta skólaárs. Foreldrar þurfa að huga vel að líðan barna sinna, bæði líkamlegri og andlegri líðan og leggja sig fram um að skapa börnunum jákvætt og uppbyggilegt námsumhverfi til að þau verði betur móttækileg fyrir því sem skólinn hefur fram að færa. Foreldrar verum til staðar fyrir börnin okkar, nú sem endranær. Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra ( ÁSKORENDAPENNINN ) Reynir Hjálmarsson skrifar á æskuslóöum Römm er sú taug... Ég skrifa þessar línur á hlýju ágústkvöldi á veröndinni að Skagfirðingabraut 15 á Sauðárkróki. Eldri strákurinn er í Danmörku með ömmu sinni, afi er í golfi, konan á Kaffi Krók með vinkonu sinni og tvíburarnir eru sofandi í vagninum við hliðina á mér, úrvinda eftir blauta Litla-Skógarferð í dag. Þó að nokkuð mörgár séu síðan ég hafði síðast búsetu á Sauðárkróki kemur alltaf þessi sama heimatilfinning yfir mig þegar Húnavatnssýslunni sleppir og Skagafjörðurinn tekur við mér. Það er auðvitað frekja en mér finnst ég eiga hlut í Skagafirði og Skagafjörður eiga hlut í mér. Hann ól mig upp, mótaði mig sem persónu og meitlaði heimsmyndina íhuga mér. Á skagfirskri grundu tók ég fyrstu skrefin og kyssti stelpu í fyrsta skipti. Hún er reyndar frá Hvammstanga, en það ersama. Tengslin eru sterk, hafa margvísleg áhrif og lýsa sér á margvíslegan hátt. T.d. finnstmér ég eiga stærri hlut í Drangey, Tindastóli, Sauðá og Litla-Skógi en t.d. Reykvíkingar, sem eiga ekkert í þessum bestu stöðum og fallegasta landslagi á landinu. Þeir verða að sætta sig við að eiga minni hlut í verri stöðum og ómerkilegra landslagi; stöðum og landslagi sem mér myndi aldrei koma til hugar að slá eign á, sama hversu lengi ég byggi í Reykjavík. Svipaða sögu má segja um samfélagið í Skagafirði. Fólkið hér er einhvern veginn raunverulegra en annars staðar. Skagfirðingarsem ég þekki ekki, þekki ég samt betur en annað ókunnugt fólk. Ég á hlutíþeim og þeirí mér. Alls staðar þar sem ég kem legg ég upp úr því að ég er Skagfirðingur. Meira að segja í útlöndum þegar upp kemst um þjóðernið. Þá hrópar útlendingurinn jafnan uppyfirsig, rígmontinn yfir því að þekkja eitt íslenskt ömefni: „Ah, from Reykjavík?". Þá kemur héraðsremban upp: „No, actually I come from a town in the north of lceland called Sauðárkrókur, in Skagafjörður province. It's the most beautiful place in lceland". Ég hef ekki komið til útlanda eftir að kreppan skall á og líklega þarf maður nú að svara fyrir klisjur um föllnu bankana, kreppu, óöld ogfátækt. Þá get ég stoltur sagt þeim að það sé sko engin kreppa í Skagafirði. Þar geti fólki leyft sér þann munað að kvarta bara undan hafgolunni. Reynir skorar á Kristinn bróðirsinn aðkoma með næsta pistil.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.