Feykir


Feykir - 20.08.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 20.08.2009, Blaðsíða 5
30/2009 FeykJr 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Frjálsar_________ Glæsilegur , árangur á Ml Meistaramót íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, var haldið á Höfh í Hornafirði helgina 15.-16. ágúst. Keppendur voru um 200 og í flestum greinum voru um 30 keppendur. UMSS sendi keppendur á mótið sem stóðu sig með mikilli prýði. Að sögn Gunnars þjálfara var veður ekki sem best fyrri daginn, mótvindur í sprett- hlaupum og frekar kalt, en sólin sýndi sig seinni daginn og þá var vindur líka stilltur. Krakkarnir staðfestu það sem þau sýndu á ULM heima, að þau eru í fremstu röð á landinu í sínum aldursflokkum. Skagfirðingarnir stóðu sig frábærlega á mótinu og unnu 4 íslandsmeistaratitla, auk þess 2 silfur og 3 brons, og allir stóðu krakkarnir sig með sóma. Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (11 ára) varð tvöfaldur fslands- meistari, hún sigraði í hástökki (l,33m) og í langstökki Hvatarmenn lutu í lægra haldi fyrir Gróttu á laugardaginn í 17. umferð 2. deildar í knattspyrnu. Leikið var blfðskaparveðri á Blönduósvelli og voru aðstæður til knattspyrnu- iðkunnar hinar ágætustu. Gróttumenn skoruðu íyrsta markið á 8. mínútu og var þar að verki Garðar Guðnason. Það tók Hvatarmenn ekki nema 7 mínútur að jafna leikinn en þá skoraði Jens Elvar Sævarsson með skalla og voru átökin svo mikil að Jens varð að yfirgefa leikvöllinn fljótlega eftir en hann tognaði illa í læri. Staðan var 1-1 í hálfleik. í þeim síðari létu mörkin standa á sér en á þeirri 76. skoraði Muamer Sadikovic og kom heimamönnum í 2-1 og allt útlit fyrir að Hvatarmenn myndu sigra efsta lið deildarinnar. En einbeitingar- leysi í lok leiksins færði Gróttu tvö mörk. Fyrst á 83. minútu er gamla brýnið Sigurvin Ólafsson skoraði og síðan skoraði Tómas Emil Guð- (4,26m). Þá vann Gunnhildur brons í 60m hlaupi og varð í 5. sæti í kúluvarpi. Fríða Isabel Fríðríksdóttir (11 ára) varð fslandsmeistari í 800m hlaupi (2:57,36mín), hún vann auk þess til tvennra silfurverðlauna, í 60m hlaupi og langstökki, og varð í 5-8 sæti í hástökki. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (13 ára) varð íslandsmeistari í hástökki (l,48m), vann brons í 80m grindahlaupi og varð í 6. sæti í 800m hlaupi. Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (13 ára) varð í 5. sæti bæði í lOOm hlaupi og kúluvarpi. Bjami Páll Ingvarsson (11 ára) varð 5. í kúluvarpi og 6. í spjótkasti. Sandra Sif Eiðsdóttir (13 ára) varð í 6. sæti í hástökki. Sveit UMSS í 4x1 OOm boðhlaupi 13 ára telpna vann til bronsverðlauna, en sveitina skipuðu Þóranna Ósk, Sandra Sif, Þorgerður Bettína og Gunnhildur Dís. mundsson er komið var fram yfir venjulegan leiktíma og sigur Gróttu staðreynd. Lokatölur 2-3 og Hvatarmenn eru sem fyrr í 5. sæti með 24 stig en Grótta trónir ein á toppnum með 34 stig Aftur í fallsæti Tindastóll seig aftur niður í fallsæti 2. deildar á laugardag þegar strákarnir töpuðu gegn liði BÍ/ Bolungarvíkur en leikið var á Skeiðisvelli f Bolungarvfk. Heimamenn komust yfir um miðjan fyrri hálfleik en Bjarki Már jafnaði leikinn skömmusíðar. Vestfirðingarn- ir áttu síðasta orðið og gerðu sigurmarkið þegar skammt var eftir af leiknum. Lokatölur 2-1. Þar sem Magni sigraði í sínum leik er lið Tindastóls nú í 11. sæti deildarinnar og ljóst að leikmenn mega eklci misstíga sig mikið á næstunni ef ekki á illa að fara. Körfubolti Michael Giovacchini til liðs við Stólana Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samkomulagi við Michael Giovacchini um að leika með liðinu í vetur. Hann er bandarískur leikstjómandi en er með ítalskt vegabréf og kemur úr mikilli leikstjómandaflölskyldu. Þetta kemur fram á vef Tindastóls. Michael er 181 cm á hæð og kemur úr mikilli leik- stjórnandafjölskyldu ef svo má segja, því afi hans, pabbi, ffændi og tveir bræður, hafa allir leikið körfúbolta sem leikstjómendur. Karl Jónsson þjálfari Tindastóls telur Michael vera góðan kost fyrir liðið og líklega sá sem getur leitt liðið í vetur með skynsamlegum leik samkvæmt því sem Karl hefúr séð í hinum nýja leikmanni. Hann mun einnig taka að sér þjálfun eins af yngri flokkum Tindastóls í vetur. Tindastóll hefúr nú fýUt leikmannahópinn með reyndum og kappsfúllum strákum sem bíða eftirvænt- ingafúllir eftir að deUdin byrji. Leikmenn á landsliðs- æfingum Mikið er um að vera í herbúðum Tindastóls í körfuboltanum þessa dagana í öllum flokkum. Meistaraflokkurinn er á fljúgandi ferð á æfingum kvölds og morgna og nokkrir Uðsmenn yngri flokka hafa verið kaUaðir til æfinga í úrvalsbúðum KKI undanfarið svo og tU landsUðsæfinga. Ingvi Rafti Ingvarsson mun um næstu helgi taka þátt i landsUðsæfingum U-16 ára landsUðsins f körfuknattleik. Um er að ræða 27 manna æfingahóp. Þá hafa þær Helena Þórdís Svavarsdóttir og Rakel Rós Ágústsdóttir verið kvaddar tíl æfinga í U-94 landsUðshópnum og Helga Þórsdóttir í U-95 hópnum. 2. deildin í knattspyrnu______ Töp hjá Stólum og Hvöt Lanaar að veroa óperu- söngkona Næst komandi laugardag verða haldnir tónleikar í Sauðárkrókskirkju þar sem fram kemur ung og efnileg sópransöngkona, Dagrún Leifsdóttir frá Sauðárkróki. Undirleikari verður Tómas Higgersson og tónleikarnir eru styrktir af Menningarsjóði SSNV. Dagrún hefur stundað söngnám undanfarin misseri hjá Royal Northern College of Music í Bretlandi og útskrifaðist þaðan nú nýverið. Á tónleikunum ætlar Dagrún að bjóða upp á fjölbreytt lagaval en þar syngur hún aðallega þýsk Ijóð og Ijóðaflokk eftir Grieg einnig ítölsk sönglög og óperuaríur. Söngur og leikur hefur lengi heillað Dagrúnu en hún hefur frá unga aldri tekið þátt í uppfærslum á söngleikjum s.s. á Söngvaseiði árið 1991 í Þjóðleikhúsinu er hún bjó sunnan heiða. Einnig tók hún þátt í uppfærslum á skólasöngleikjum og uppfærslu Leikfélags j Sauðárkróks á Trítli. Nú stefnir hugur Dagrúnar á það að komast í óperustúdíó en j hún ætlar að sækja um í vetur bæði í Þýskalandi og Bretlandi og freista þess að komastað árið 2010-11. Helstvildi Dagrún komast * að í Bretlandi en þar hefur henni liðið vel en eins og ? hún segir sjálf þá ræðst það bara af þeim tækifærum sem bjóðast hvar hún lendir. J -Mig langar í framtíðinni að verða óperusöngkona frekar en nokkuð annað því mig ! langar líka til að leika. Það er mjög gaman að vera í leikhúsunum og sérstakur andi sem svífur yfir vötnum l þar, segir Dagrún og ‘ greinilegt að spennandi tímar eru framundan hjá henni. Dagrún Leifsdóttir Ereitthvað að frétta? Hafðu samband - Síminn er 455 7176

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.