Feykir


Feykir - 20.08.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 20.08.2009, Blaðsíða 7
30/2009 Feykir 7 Börn i palestinskum flóttamannabúðum í Beirul i Libanon. Þau eru a.m.k. þriðja kynslóðin sem fæðist þar án nokkurra borgaralegra réttinda i neinu landi. Kúrdisk husmóðir í iran matreiðir. Kúrdisk fjölskylda sem við bjuggum bjé i Tyrklandi. Gestrisnin var einstök. stöður og ég hef hitt fleiri en einn kvenráðherra, en þær koma alltaf úr háttsettum fjölskyldum. Þetta er svo langt frá lýðræðislegri hugsun velferðarsamfélaga Norður- landanna að ég fer mér hægt í að reyna ad skilja þetta. Mér hefur alltaf verid sýnd mikil virðing og mér virðist sem fyrir Kúrdum sé ég tákn hinnar sjálfstæðu skandinav- ískukonuogvelferðarsamfélags Nordurlandanna. Þad spillir ekki fyrir ad hafa prófgráður frá amerískum háskólum. Ingibjörg segist ekki vera á leiðinni heim og allra síst núna þar sem ástandið á íslandi er ekki glæsilegt. -Ég reyni að koma í heimsókn á hverju ári og sérstaklega ef eitthvað er að gerast í íjölskyldunni segir Ingibjörg, en núna kom hún í þriggja vikna sumarfrí sem hún notaði reyndar til þess að vinna í námi sínu en hún stundar nú doktorsnám frá háskóla í New York og vonast til þess að ljúka því innan tveggja ára. -Ég fæ skagfirskan innblástur og nota hann til að vinna í tölvunni og skrifa ritgerðina, segir Ingibjörg að lokum. stund við róðukrossinn var gengið að gjörningi sem Sigurður Hansen hefur framið á eyrunum norðan við Djúpadalsá norðvestur af Haugsnesinu, þar sem hann útskýrði hugmynd sína að bardaganum og hvernig hann hefur fært til mörg hundruð steina sem hver og einn á að tákna eina manneskju, eitt mannslíf. Grjótgjömingur þessi og róðukrossinn verða tákn Sturlungaslóðarinnar, sem félagið Á Sturlungaslóð er að vinna að, ásamt fleiri táknum sem enn eiga eftir að líta dagsins Ijós. Eftir það var gengið í Flugumýri og nokkrir lögðu leið sína á Virkishólinn þar sem eru friðlýstar fornminjar sem taldar eru vera af virki Kolbeins unga. Klukkan fimm voru tónleikar Voces Thules í Miklabæjarkirkju og á sama tíma tók Helgi Hannesson á móti fólki á Örlygsstöðum. Um kvöldið var haldið Ásbirningablót, afbragðs veisla að hætti miðaldamanna í Miðgarði, þar sem Eyþór Ámason frá Uppsölum fór á kostum sem veislustjóri. Á blótinu stigu á stokkSigurðurHansen, Laufey Haraldsdóttir, Einar Kárason, Agnar H. Gunnarsson og Voces Thules. Síðasta gönguferð sumarsins verður farin um næstu helgi. Þá verður gengið frá Örlygsstöðum að Flugumýri. ( MENNINGARUMFIÖLLUN Feykis Á Sturlungaslóð Mögnuö stund vió róöukrossinn Viðburðir og atriði stærsta dags sumarsins Á Sturlungaslóð, laugardaginn 15. ágúst, voru yfirleitt vel sótt. Þó var orð á því haft að margir söngunnendur hefðu misst af frábærum tónleikum Voces Thules i Miklabæjarkirkju þann daginn. Dagskráin hófst á erindi Einars Kárasonar rithöfundar í menningarhúsinu Miðgarði kl. 10 og í beinu framhaldi af því varSigríðurSigurðardóttirmeð framsögnumKolbeinTumason skáld og goðorðsmann á Víðimýri, þar sem Helga Rós Indriðadóttir söng nokkur Ijóða Kolbeins sem hann orti um og eftir 1200. Á sama tíma var bömum boðið í leiki og sögustund í skóginum í fylgd með „miðaldafólki". Klukkan 14:30 vfgði séra Dalla Þórðardóttir róðukross á grundunum fyrir ofan Syðstu- Grund að viðstöddu fjölmenni. Sá kross er reistur til að minna okkur samtíðarfólkið á persónur og atburði í hildarieik Sturlungaaldar, en róðukross var reistur á Róðugrund forðum tíð eftir fall Brands Kolbeinssonar héraðshöfðingja Ásbiminga í Haugsnesbardaga árið 1246. Félagar úr Heimi tóku lagið og skurðlistamaðurinn Jón Adólf Steinólfsson skýrði tilurð róðukrossins. Eftir magnaða

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.