Feykir


Feykir - 20.08.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 20.08.2009, Blaðsíða 10
10 Feykir 30/2009 Sigurliðií: Orri Hreinsa, Maggi Joll og Andrés Bertelsen. Doddafjör 2009 - Ratleikur um Sauðárkrók Magadans á Skagfirðingabraut Starfsmenn Dodda málara héldu sína árlegu óvissuferð þann 7. ágúst s.l. í þetta sinn var boðið upp á ratleik sem fór fram hér á Króknum. Eftir að hafa ruglað eilítið í hópnum um að verið væri að yfirgefa bæinn var þeim loks tilkynnt að svo væri ekki. Var öllum tilkynnt um að verið væri að fara í ratleik þar sem komið yrði við á 8 mismunandi stöðum hér í bænum. Á hverjum stað fyrir sig var lögð fram þraut með keppnisfyrirkomulagi. Þrír 3 manna hópar voru með að þessu sinni. í hverri þraut þurftu allir að taka þátt. Þrautirnar 7 1. þrautin var að mála Óla prik með stóru tá. Þetta féll vel í kramið enda allt þaulvanir málarar hér á ferð þó enginn þeirra hafi lagt það í vana sinn að mála með tánum. 2. þrautin var að tape-a orðið „íjör“ og vafðist það ekki fyrir neinum enda var dómnefnd ekki einróma sammála um hvaða hópur skildi hreppa hnossið í þeirri þraut. 3. þrautin var síðan að vaða yfir Sauðá og telja upp á 10 á dönsku. Til þess að vera viss um að talningin væri rétt og skýr var danskur einstaklingur fenginn til að hlusta á talningarnar og gefa einkunn. Aftur var mjótt á munum og reyndist það aðeins fram- burður á einum tölustaf sem réði úrslitum. Hvað dönskuna varðar þá er hún skyldufag í málaraiðngreininni. 4. þrautin fólst í því að sparka fótbolta fram af Nöfunum inná íþróttavöllinn. Hjá Dodda málara vinna nú í sumar ekki nema 6 fótbolta- snillingar sem allir spila með meistaraflokki kvenna og karla og því lá vel við að hafa boltaþraut. 5. þrautin var minigolf. Minigolfhefur verið ómissandi keppnisgrein í starfsmanna- ferðum Dodda málara á erlendri grund. Því lá vel við að taka nokkrar holur hér á Króknum. f stað hefðbund- innar golfkylfu og golfkúlu var notast við ofnarúllu og tape- kúlu. Svo góð voru tökin á þessum nýju græjum að úrslitin réðust í bráðabana. 6. þrautin var heldur óhefðbundin og kom líka verulega á óvart enda ekki á hverjum degi sem starfs- mönnum Dodda málara er gert að dansa magadans á Skagfirðingabraut. Þetta reyndist miserfitt fyrir þá en sigurvegari magadansins reyndist vera fyrrum Tyrk- landsfari og beindist grunur hinna keppendana að því að viðkomandi sigurvegari hafi sótt þar námskeið í magadansi, slíkir voru yfir-burðir hans. 7. þrautin varsíðan klassískt boðhlaup sem fólst í því að borða kókósbollu. Eftir sjöundu þrautina skelltu strákarnir sér í sund....ja í pottinn allavega. Eftir sundferðina var síðan haldið á lagerinn í grillveislu. Að henni lokinni var síðan haldin spurningakeppni og átti hún eftir að vera æsispennandi enda 12 stig í boði. Þegar henni lauk var ljóst að aðeins einu stigi munaði á milli fyrsta og annars sætis og ekki nema fjórum stigum á öðru og þriðja sæti. Það má því með sanni segja að keppnin hafi verið mjög jöfn og spennandi. Að lokum fór fram verð- launaafhending þar sem Doddabikarinn var afhentur til stigahæsta liðsins sem einnig fékk gjafabréf út að borða í boði Málningar ehf. Skemmtinefnd Dodda málara vill koma á framfæri þakklæti til Kaupfélags Skagfirðinga, Fiskiðjunnar og Málningu fyrir að hjálpa okkur við að halda þessa ógleyman- legu skemmtun Doddafjör 2009. Minigolfmeð málningarrúllu og teipkúlu. Verðlaunagripurinn. Táslumálning varmeðal keppnisgreina. Önnur þraut var að teipa orðið ‘fjör’. DOÖÖA GfeOlfíP 2008 n DOÐÖA FðÖlB 2008 P V a ■il mjæ ■»« iu Starfsmenn Dodda málara.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.