Feykir


Feykir - 20.08.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 20.08.2009, Blaðsíða 11
30/2009 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Magdalena og Pétur kokka Gómsætt rabbarbarapæ Það eru þau Magdalena M. Einarsdóttir, kennari að Húnavöllum og Pétur Snær Sæmundsson, smiður sem bjóða upp á uppskriftir vikunnar. Þau búa í Brekkukoti í Húnavatnshreppi ásamt börnum sínum, Guðbjörgu Önnu og Einari. Þau skora á Kristínu Jónu Sigurðardóttur og Val K. Valsson, Hólabraut 9 á Blönduósi að koma með uppskriftir að hálfum mánuði liðnum. Hér koma tillögur að forrétti, aðalrétti og eftirrétti. FORRETTUR Steiktur Brekkukots-áll Nýveiddur álVálar. Sítrónusafi Rúgmjöl Salt Pipar. Állinn er skorinn í sneiðar, u.þ.b. 2 cm þykkar og slatti af sítróusafa settur yfir. Rúgmjölinu, saltinu og piparnum er blandað saman og álnum velt upp úr því. Kryddunin fer eftir smekk hvers og eins. Því næst er állinn steiktur upp úr heitri feiti á pönnu. Ég nota smjör og blanda það með olíu. Álnum er snúið við og passa þarf að hann brenni ekki. Hitinn lækkaður þegar búið er að loka báðum hliðum. Steikja þarf álinn í 5-10 mín en gott er að athuga eitt stykki til að sjá hvort hann sé tilbúinn. Állinn er borinn fram með nýsoðunum kartöflum og salati. AÐALRÉTTUR Lamba eða folalda rúlla Lamba eða folalda slag Paprika Sveppir Hvítlaukur Beikon Salt Best á lambið krydd. Slagið er tekið og barið létt með kjöthamri til að steikingin verði fljótari og kjötið meyrara. Slagið er því næst kryddað með salti og Best á lambið kryddi. Paprika, sveppir og beikon er skorið niður í litla bita og dreift yfir slagið. Magn hráefnis fer eftir stærð slags og smekks hvers og eins. Einnig er hægt að hafa annað hráefni efvilL Hvítlaukur er saxaður niður eða kraminn og settur yfir allt saman. Slaginu rúllað upp og saumað saman með sláturgarni. Gott er að krydda rúlluna með Season all áður en hún er sett inn í ofninn. Steikt í ofni á 180-200° í klukkutíma (eldunartími fer eftir stærð rúllu). Betra er að hafa rúlluna lengur en skemur í ofninum. Gott er að setja þetta í steikarfat því þá þornar rúllan ekki á meðan á steikingu stendur en ekki er síðra að taka lokið af fatinu síðasta korterið til að fá skorpuna stökka. Slagið er borið fram með kartöflum, salati, brúnni sósu og sultu. EFTIRRÉTTUR Rabbabarapœ 2/3 lítrar rabbarbari, helst rauður 2/3 pakki Ritzkex 1 ‘A dl. púðusykur 1 dl. sólblómafrœ eða graskersfrœ 3 msk. smjör Myljið kexið í fína mylsnu og blandið púðusykrinum saman við. Skerið rabbarbarann í bita og setjið í eldfast mót. Hellið mylsnublöndunni yfir. Ristið fræ á pönnu og stráið yfir allt saman. Bræðið að lokum smjörið og hellið yfir. Sett í 180° heitann ofn í 20-30 mín. Verði ykkur að góðu! ( GUOMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 504 Heilir og sælir lesendur góðir. Gott er að byrja okkar spjall að þessu sinni með þessari mögnuðu vísu Jóns Þorsteinssonar bónda á Arnarvatni. Hefði ég róm, svo rjóðri kinn rynni upp Ijómiglóða. Skyldi hljóma í himinninn heitur ómur Ijóða. Það mun hafa verið Kristján Ólason sem orti svo, er hann taldi æfikvöldin nálgast. Minn er tími aðfœrast jjœr -fyrnist sálargróður. Ég er eins og barnlaus bœr burstalágr og hljóður. Margir hafa átt því láni að fagna, sem Sigursteinn Magnússon kvittar fyrir í næstu vísu. Ég hefeignast hund og hest í höllum kringumstœðum. Þetta tvennt mér þykir best afþúsund jarðargœðum. Jósafat Jónsson bóndi á Brandsstöðum í Blöndudal ætlaði að fara í skemmtiferð bænda í sveitinni. Hætti við á síðustu stundu ogsendifósturdóttursínaí staðinn. Þegar hún birtist í sæti hans í rútubílnum orti Jón Jónsson á Eyvindarstöðum. Mikið breytirfirðumfat farvi á vörum rauðursat. Ég einhvernveginn ekkigat áttað mig á Jósafat. Ingvar Pálsson bóndi á Balaskarði sem einnig var í ferðinni, var ekki sáttur við vísu Jóns og orti þessa. Það er áfólki misjafnt mat menn eru að þrá og vona. Ég kann vel við Jósafat égvilhafa 'annsvona. Þá langar mig næst til að rifja upp nokkrar vísur eftir Benedikt Valdimarsson ffá Þröm. Bið lesendur að taka vel eftir snilld hringhendunnar. Heitt í œðum blóðið rann breytti næði i vöku. Ótalþrœði andinn spann, ástarkvæði ogstökur. Ljúfi blærinn leika kann lækur hlær í runni. Blómið kæra kyssir hann krystalstœrum munni. Öls við bikar andi skýr á sér hiklaust gaman. Augnabliksins ævintýr endist vikum saman. Mikið hefur verið rætt í fréttum nú undanfarið um skyndilegt fráfall Mikael Jackson og ýmsar illar grunsemdir sem tengjast því. Fyrir nokkrum árum síðan er kempa sú var ítrekað í fjölmiðlum, orti Jón Jens Kristjánsson þessa. Oft þarf í hasti að umbreytast, á það í kasti aðfrið 'ann. En allt þetta plast er víst ekkifast sem árlega er klastrað við ’ann. I síðasta þætti birti ég vísu eftir Þórhildi Sveinsdóttur frá Hóli hér í dalnum. Hefúr nú dyggur lesandi þáttarins haft samband og látið mér í té þrjár vísur sem hann segir eftir Þórhildi. Mun hún hafa ort þær á efri árum og þakka ég fyrir þessar upplýsingar. Verður œvikvöldið kátt kvíða mun égeigi. Þegar hafa lagt sig lágt Ijón sem urðu á vegi. Aldrei hræðist ég þá sjón öllu tek sem gríni. Þó að einhver urri Ijón eða bretti trýni. Síst ég kjarkinn kólnafmn kýs ei þjarka um tjónið. Fram ég arka enn um sinn og œtla að sparka í Ijónið. Gaman að fá þessar vísur í þáttinn, hef aldrei heyrt þær fyr og veit ekki hvort þær eru kunnar. Annar tryggur lesandi hefúr einnig haft samband og sent tvær vísur hann segir eftir Jón Þorsteinsson án þess að skilgreina nánar hver hann er. Meðan íslenskt Ijóð og lag lífi haldiðgeta. Ferskeytlunnarfrjálsa brag fólkið kann að meta. Gœfu minnargengi er görótt öðrum þræði. Margt er það sem tnilli ber mest þó lítilræði. Kannski eru þessar vísur eftir bóndann á Arnarvatni. Væri gaman að frétta af því ef lesendur vita. Man reyndar eftir öðrum hagyrðing með sama nafni sem kenndur var við Þorsteinsstaði. Gott að leita til Ingólfs Ómars með lokavísuna. Virðist hann þar vera að spjalla við hauklega mær. Þú ert broshýr baugalín blíð ogglöð í sinni. Ég horfi á þig heillin mín og hrífst affegurð þinni. Verið þar með sæl að sinni. Guðinundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.