Feykir


Feykir - 27.08.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 27.08.2009, Blaðsíða 7
31/2009 Feykir 7 ( TÖLVUPQSTURINN ) Páll Sigurður Björnsson er upphaflega frá Bessastöóum í Hrútafiröi. Páll heypti heimdraganum, hélt til Danmerkur, snéri aftur og hefur aö sögn hugsað sér að vera eitthvaó áfram. Páll heldur ásamt Hlyni vini sínum úti Hvammstangabloggi á slóóinni http://hvt.123.is. Feykir sendi Páli tölvupóst og forvitnaöist örlítió meira um hann sjálfan og ekki síóur hina stórskemmtilegu bloggsíóu. Blogginu hefur veriö mjög vel tekið Hvað er að frétta úr Húnaþingi vestra? -Kíktu bara á http:// hvt.123.is - þá færðu að frétta af því skemmtilegasta sem er að gerast :-) Nei annars, það er allt gott að frétta. Hér standa yfir miklar framkvæmdir við aðalgötuna í gegnum Hvammstanga, það er verið að byggja fjós á einum sveitabænum, fjárhús á öðrum, göngur og réttir fara að byrja bráðum ogsvona mætti telja áfram svoþað er ýmislegt í gangi. En hjá þér sjálfum? -Nú bara allt ágætt. Ég hef 100% vinnu, gríp stundum í að spila á bassann minn við hin og þessi tækifæri og er bara sáttur við að vera fluttur heim þó svo að hrunið hafi komið rúmum tveimur mánuðum á undan mér til landsins. Á meðan myndavélin í símanum er í lagi ogfjölskyldan við heilsu þá eralltígóðu. Hvammstangablogg, hvað er það gamalt fyrírbæri og hvað kom til að þið settuð þetta upp? -Fyrsta færslan var skrifuð 16.4.2009 kl. 17:43. En Hlynur á hugmyndina af blogginu. Þetta er komið til af því að okkur fannst vanta síðu sem er ekki beint að segja fréttir með bloggfærslunum en samt að láta vita af hinu og þessu sem gerist í héraðinu. Hefur þú bloggað eða skrífað eitthvað áður? -Já, ég hefverið með mitt eigið blog en er nýlega búinn að loka því. Reyndar bjó ég svo til annað um áhugamálið mittsem eru fjórhjól: http://pallilitli.123.is - en ég er skráður sem bifreiðastjóri og fjórhjólaáhugamaður í símaskránni Nú er skrifað um allt milli himins og jarðar á blogginu eruð þið alltaf með myndavélina á ykkur og klárír í að skrifa smá blogg um líðandi stund? -Einfaldasta svarið við þessari spumingu er já. Síminn er með myndavél eða myndavélin er með síma, það fer eftir því hvernig á það er litið, og þá er þetta ósköp þægilegt og einfalt. Við höfum líka verið að leika okkur með myndagetraunum, spyrjum þá hvað staðurinn.fossinn, þúfan, kletturinn, eða hvað sem er á myndinni, heitir og hvar það er staðsett. Það hefur vakið lukku. Hvernig hefur blogginu veríð tekið? -Blogginu hefur verið tekið mjög vel, svo vægt sé talað. Fyrsti mánuðurinn var kannski ekki stór í heimsóknartölum en svo fór þetta að spyrjast út og fólk fór að benda vinum sínum á að kíkja á þessa síðu. Sparisjóðsstjórinn hér á staðnum hafði orð á því að bróðir hans í Reykjavík væri nánast hættur að hringja í sig og spyrja frétta, sagðist lesa það allt á þessari síðu. Fólk hefur verið duglegt að kommenta á færslumar en reyndar er að draga dálítið úr því þó svo að heimsóknunum á síðuna fækki ekkert. Stelpurnar hjá Norðanátt.is (nordanatt.is) hafa líka hjálpað okkur af stað og vitnað í bloggin okkar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Facebook hjálpar líka mikið til því eftir hverja bloggfærslu sem við vistum kemur sjálfkrafa tilkynning inn á Facebook um að við höfum verið að blogga. Nú eruð þið tveir með þessa bloggsíðu. Hvererhinn maðurínn? -Hinn maðurinn heitir Arnar Hlynur Ómarsson. Hann er frá Tjarnarkoti á Hrútafjarðarhálsi en býr á Hvammstanga. Það er hann sem startaði þessu öllu og bauð mér svo að vera með í Ijósmynda- og ritstörfunum. Eruð þið báðir jafn virkir? -Tjahh... báðir jafn misvirkir! Við sendum myndir inn og skrifum eitthvað með þeim eða um þær þegar við rekumst á eitthvað til að mynda og skrifa um. Sennilega hef ég sent inn fleiri myndir en við erum ekki í neinni keppni, erum ekki með "færri slög en þyngri" einkenni eins og tíðkast oft hjá trommurum sem keppa :-) Er fólk farið að benda ykkur á efni til þess að setja inn á bloggið? -Ég hef ekki fengið mikið af ábendingum en þó eitthvað. Á að þróa bloggið eitthvað áfram? -Það hefur ekkert verið rætt en þetta er góð hugmynd, og takk fyrir hana :-) Reyndar langar mig mikið til að breyta léninu í eitthvað annað en hvt. En það verður kannski verkefni vetrarins, að færa út kvíarnar með breytingum. Eitthvað að lokum? -http://hvt.123.is :-) Muna að kíkja á hverjum degi á þetta lén. Það er kannski ekki bloggað á hverjum degi en við reynum að senda inn myndir af því sem okkur finnst áhugavert... en svo er svo misjafnt hvað fólki finnst áhugavert. AÐSEND GREIN Sigrún Vésteinsdóttir skrifar Hagnýtt nám fyrir ferðaþjónustuaðila Sfmenntun Háskólans á Akureyri bfður upp á nám f ferðaþjónustu haustið 2009 í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð ferðamála. Námið ber yfirskriftina Ferðaþjónusta: Rekstur - stjórnun - markaðssetning. Námið hentar öllum þeim sem starfa við ferðaþjónustu og þeim sem hafa áhuga á að starfa á vettvangi ferðamála. Um er að ræða 36 klst. nám sem metið er til 6 ECTS eininga. Námið er opið öllum og ekki gerðar neinar kröfur um undanfara. Kennd verða þrjú sjálfstæð námskeið sem eru 12 kennslustundir hvert: Grunnur rekstrar- og viðskiptafræða. Rekstur, mannauður og stjórnun í ferðaþjón- ustu og markaðssetning ferðaþjón- ustu. Markmið námsins er að nemendur öðlist hagnýta innsýn á starfsemi í ferðaþjónustu með áherslu á rekstur og stjórnun fýrirtækja í greininni og markaðssetningu þjónustu. Þannig eiga nemendur að námi loknu að hafa innsýn í stjórnun og rekstur ferða- þjónustuíyrirtækja eftir viðmiðum sjálfbærni og samkvæmt almennum gæðaviðmiðum um vöru og þjónustu. Hvernig miðla skal sínum hugmyndum og vöru á árangursríkan hátt. Námið er sett upp með það í huga að efla þekkingu og færni þeirra sem koma að ferðaþjónustu og þannig styrkja stoðir greinarinnar enn frekar. Kennt verður frá Háskólanum á Akureyri á miðvikudögum frá kl. 16:15 til 18:50 í 12vikur, frá og með 16. september til 2. desember. Einnig verður kennt til fjarstaða um allt land ef ákveðinn lágmarksljöldi þátttak- anda næst á hverjum stað. Námið kostar 65.000 kr. og má semja um greiðslufýrirkomulag. Einnig geta allir sem greiða til stéttarfélaga sótt til starfsmennta- sjóða þeirra um niðurgreiðslur á námskostnaði. Nánari upplýsingar og skráning er á vef Símenntunar Háskólans á Akureyri: www.unak.is/simenntun eða í síma 4608091,4608090. Netfang: simennt@unak.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.