Feykir


Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 4
4 Feyklr 32/2009 Sauðákrókur ( ÁSKORENDAPENNINN ) Undirskriftalisti af- hentur sveitarstjóra Hulda Jónsdóttir og dóttir hennar Rebekka Ýr Huldudóttir, afhentu Guðmundi Guðlaugssyni sveitarstjóra Svf. Skaga- Qaröar undirskriftalista í vikunni með 236 nöfnum þar sem skorað er á sveitarfélagið að beita sér fýrir þvf að ná niður umferðarhraða f bænum. Listinn lá frammi í helstu verslunum á Sauðárkróki auk þess sem Hulda mætti við skólann við Freyjugötu og bauð fólki að skrifa nafnið sitt og styðja hana í baráttunni um bætta umferðamenningu í bænum. Er þá helst verið að fara fram á að umferðahraði við skóla verði lækkaður. Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki segir þetta ffábært framtak hjá Huldu og segir embættið taka undir áhyggjur hennar því úrbóta sé þörf. -Það eru götur í bænum sem þola ekki 50 km hámarkshraða og ég vona að hægt verði að gera eitthvað í því strax, segir Stefán. Undirskriftarlistinn fær í framhaldinu hefðbundna með- ferð í Umhverfis- og sam- göngunefnd. Húnaþing vestra Mikil aukning í Bardusu Mikil aukning hefur verið á straumi ferðamanna í Húnaþingi vestra í sumar en í Gallen Bardúsu á Hvammstanga komu jafn margir feróamenn í júh' í sumar og allt sumarið í fyrra. Alls leggja um 60 húnvetnskir handverksmenn vörur sínar inn í galleríið en eingöngu er tekið á móti fyrirfram völdum vörum. Alls hafa rúmlega 200 einstaklingar lagt vörur sínar inn í galleríið frá upphafi en þeir koma allir frá Húnaþingi vestra. Ólöf Birna Björnsdóttir skrifar úr Húnavatnssýslu Ánæqja er mikilvæq lífslina og gefur kjark Núverandi staða bænda og landsbyggðarsam- félagsins hvetur unga bóndakonu til umhugsunar um stöðu greinarinnar. Það er augljóst að staða bænda hefur versnað til muna nú síðustu misseri og Ijóst að breytingar eru að verða á einni elstu atvinnugrein landsins. Bændur hafa tekið á sig gríðarlegar hækkanir á aðföngum eins og á áburði, rúlluplasti, olíu og fóðurbæti, auk þess sem rafmagn og hiti hefur hækkað til muna. Þessar hækkanir eru auðvitað ekki einsdæmi og margar aðrar starfsstéttir eru að fást við það sama. En að auki hafa sauðflárbændureinnig tekið á sig skerðingu í nýgerðum samningi við ríkið og var það þeirra framlag tii bættrar stöðu efnahagslífsins. En staða bænda var fyrir framangreindar hækkanirmjög veik. Hagur þeirra var fyrst og fremst að geta búið á býlum sínum í sátt og samlyndi við þann auð sem okkur bændum hlýstaf búsetu okkar og veru sem landnotendurog náttúruverndarsinnar, auk þess að halda úti matvælaframleiðslu af gríðarlegum metnaði og dugnaði sem drífur flesta bænduráfram. Bændur vilja að neytendur versli vörurnar þeirra, njóti afurðanna og borgi sanngjarnt verð fyrir. Sem sauðfjárbónda finnst mér alltaf jafn sorglegt að líta á framleiðslu mína í kjötborði verslanna. Verðlagið er ótrúlegt, bóndinn fær um það bil 7-9000 krfyrir lambskrokkinn, sem er kannski ekki svo slæmt ef við bændursæjum að neytandinn fengið afurðina okkará nálægu verði. í verslunum getur neytandinn keyþt eitt lambalæri fyrir 5000-7000 kr. Framleiðandinn (þ.e. bóndinn) færtæþlega 40% af verðinu, afurðastöðin um 20 % og að lokum verslunin rúmlega 40 %. Þetta er afar slæm þróun og í hæsta máta óréttlát að mínu mati. Neytendur verða að hafa vai um að versla vöru á hagstæðu verði og bændum verður að vera kleift að selja afurðir sínar á þann hátt að fólk hafi efni á að kaupa þær. Bændur, höldum áfram með baráttuandann að leiðarljósi og höldum í þá gleði og ánægju sem starfið gefur okkur. Ánægja er mikilvæg lífslind og gefur kjark, þorogdugtil aðtakast á við þá erfiðleika sem við horfumst í augu við daglega. Neytendur vil ég hvetja til að versla íslenskt og njóta alls þess besta sem íslensk framleiðsla hefur upp á að bjóða. Góðar íslenskar stundir. Ég skora á frænku mín Guðrúnu Guðmundsdóttir, stórbónda og dugnaðarfork á Guðlaugsstöðum í Blöndudal að koma með pistil í Feyki. Framhaldssaga Feykis Verðandi skuld Feykir mun núfarn afstað með framhaldssögu Feykis en hversaga mun verða íjjórum köflum skrifuð af fjórum höfundum. Höfundarnirfá úthlutað efni en að öðru leytifá þeirfrjálsar hendur. 1. sagan erskrifuð afmeðlimum í Sturlungahópnum og er um nútíma Sturlungu að rceða. Það erAgnar Gunnarsson sem skrifar 1. hluta en í næstu viku kemurBjörg Baldursdóttir meðframhald. Sigurður Hansen og Sigríður Sigurðardóttir munu síðan skrifa tvo síðustu kafla sögunnar. Það er upphaf sögu þessarar að á jslandi hafði ríkt mikið góðæri, skuld- ir við útlönd á hröðu undanhaldi svo hinir vígreifu skuldarar voru hálf miður sín yfir skilvísi íslendingsins. Það hefur löngum verið viðfangsefni íslendinga að fást við óáran, t.d. hafís, eldgos, síldarskort, vínbann og fleira, sem hefur orðið til að efla og styrkja þjóðina í þeirri viðleitni að vera til. Á þessum dögum var forseti lands- ins Axlarbjörn II; var hann nokkuð við alþýðuskap og reyndi meðal annars að ganga í augu þjóðarinnar með útreiðum. Ekki fóru þeir Axlarbjörn og hestarnir sem hann taldi sig sitja á alltaf sömu leiðina og var það Axlarbirni nokkuð til skaða. I sínu innsta eðli var Axlarbjörn þó hallur undir hina betur stæðu og ferðaðist gjarnan á þeirra vegum um himinhvolfin, veitti jafnvel þeim verðlaun sem mest sóuðu af almannafé. Um sumt minnti hann á hinn franska sólkonung, Loðvik 14. Aðal valdafólk þess tíma er hér um ræðir voru þau Golíat og Helga frá Fuglatjörn. Golíat var skörungur, réð öllu og allir hans flokksmenn lutu honum í mjúkri auðmýkt.Orð Golíats voru lög, ekki mátti spyrja nema ákveðinna spurninga, annars varð hann sár og taldi sér misboðið. Helga frá Fuglatjörn komst mjög til áhrifa með Golíat þótt hún væri ekki leiðtogi í sínum flokki. Það var tíðindalítið í landinu svo einn mogun segir frúin frá Fuglatjörn við Golíat: „Æ, Golíat, ég er svo leið á þvi hvað allt er dauflegt, eigum við ekki að gera eitthvað skemmtilegt, t.d einkavæða bankana?" Það kom smá hik á Golíat, en eftir nokkra unhugsun svaraði hann: „Jú.þetta væri skemmtilegt, en hver getur keypt ? “ Fuglatjarnarfrúin setti á sig kartöflusvip og segir: “ Ja, ég veit það nú ekki.” Allt í einu færðist bros yfir stórt andlit Golíats og hann segir: “ Nú dettur mér eitt í hug, hann 1 HLUTI Varúlfur gamli í teinóttu fötunum og með affurgreidda hárið getur keypt, hann er búinn að græða svo mikið i einhverjum útlöndum. Þá kom þóttasvipur á Fuglatjarnarfrúna og hún segir með talsverðum þjósti: „Jú, en hver af mínum mönnum á þá að fá eitthvað ?“ „Ja, segir Goliat, gæti hann Þyrill ekki keypt, hann er að minnsta kosti nægilega vel stæður til að fá hann eltiskinns Jón til að spila afmælislagið sitt.“ Það færðist fagurt bros á frúna frá Fuglatjörn: „Já, nú erum við að skilja hvort annað.“ Bak við hurð lágu þau á hleri, þau sem ætluðu að taka við þegar allt væri komið til fjandans, þau Grábrók og Bjargar. Grábrók hallaði sér að Bjargari og sagði : „Bjargar minn, minn tími mun koma og hann verður með þér.“ Framhald í næsta blaði. Agnar H. Gunnarsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.