Feykir


Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 5
32/2009 Feykir 5 IÞROTTAFRETTIR Golf MITT LIÐ ) Frábær árangur GSS golfara á Greifamótinu Greifamótið, síðasta golfmótið í mótaröð barna og unglinga á Norðurlandi, var haldið sunnudaginn 30. ágúst á Akureyri. Metþátt- taka var eða í kringum 120 þátttakendur. Mótið tókst í alla staði mjög vel og var Jaðarsvöllur á Akureyri mjög glæsilegur í alla staði. Golfklúbbur Sauðárkróks sendi 18 keppendur til leiks og stóðu þau sig öil með sóma eins og við var að búast. Hægt er að sjá heildarniðurstöðu mótsins á www.golf.is en þau sem að unnu til verðlauna af okkar fólki voru: I byrjendaflokki sigraði Hlynur Freyr Einarsson, í flokki 11 ára og yngri stráka sigraði Elvar Ingi Hjartarson og Arnar Ólafsson varð í 3. sæti, eftir að hafa farið í bráðabana um 2. sætið. Iflokki 11 ára og yngri stelpna varð Matthildur Kemp Guðnadóttir í 2. sæti eftir að hafa tapað í bráðabana um 1. sætið. I flokki 14-16 ára stelpna sigraði Helga Pétursdóttir og í flokki 14-16 ára stráka varð Ingvi Þór Óskarsson í 2. sæti og Arnar Geir Hjartarson varð í 3.sæti. Að loknu mótinu var púttkeppni í öllum flokkum og þar sigrðu Helga Pétursdóttir og Arnar Geir Hjartarson í sínum aldursflokkum. Eftir síðasta mótið í móta- röðinni voru síðan veitt verðlaun í heildarstigakeppni mótanna. Ákveðið var að hafa stiga-keppni í öllum mótum þar sem að 3 bestu mótið töldu hjá keppendum. Golfklúbbur Sauðárkróks eignaðist 2 Norðurlandsmeist- ara þetta árið og komu þeir báðir í flokki 11 ára og yngri. Matthildur Kemp Guðna- dóttir sigraði á þremur mótum af fjórum og varð því Norðurlandsmeistari með fullt hús stiga. Elvar Ingi Hjartarson sigraði á öllum mótunum fjórum í sama flokki og varð því líka Norðurlandsmeistari með fullt hús stiga. Björn Ingi, Hlynur, ElvarogJóhann. Knattspyrna 6. flokkur hnátumeistarar B-liða Sunnudaginn 16. ágúst hélt hress hópur stúlkna úr 6. flokki b-liða austur á Egilsstaði og tók þátt í úrslitum í Hnátumóti KSÍ, fyrir Norður- og Austurland. í raun er um Islandsmót að ræða, sem er skipt eftir landshlutum í þessum aldursflokki. Stelpurnar stóðu sig allar frábærlega og enduðu uppi sem sigurvegarar. Til hamingju! Lagt var af stað kl. 7 um morguninn og fyrsti leikur var rétt fyrir eitt. Stúlkurnar unnu Sindra og Hött og gerðu jafntefii við KA. Þetta eru mjög efnilegar stelpur sem stóðu sig frábærlega. Stelpurnar, ásamt Simma þjálfara og nokkrum hressum foreldrum keyrðu í 9 tíma þennan dag, sem er auðvitað heilmikið. Þar fyrir utan spiluðu stelpurnar þrjá hörku leiki og allt með bros á vör. Knattspyrna 2. deild Tindastóll í eifiðum máium Lið meistaraflokks Tinda- stóls rær nú lífróður í botnbaráttu 2. deildar íslandsmótsins í knatt- spymu og situr nú í næst- neðsta sæti með 17 stig. Næstir fyrir ofan er lið Magna frá Grenivík með 19 stig en botninn vermir Hamar frá Hveragerði með 13 stig. Það er því ljóst að Tindastóll verður að bretta upp ermar og vinna alla sína þrjá leiki sem eftir eru til þess að halda sér í deildinni. Tindastóll keppir við Magna á laugardag á Grenivík og þar verður að öllum líkindum hart barist um stigin þrjú. Möguleikar Tindastóls eru þó til staðar ef Magni tapar öllum sínum leikjum en Tindastóll næði þremur stigum og væri það að sjálfsögðu vænlegt fyrir Skagfirðingana. Næsti leikur Tindastóls verður í kvöld á Sauðárkróksvelli á móti KS/Leiftri kl 18.30 og að sjálfsögðu eru allir hvattir til að mæta og hvetja strákana af fullum þunga. ARSENAL Nafn: Reimar Marteinsson Heimili: Hvammstangi Starf: Kaupfélagsstjóri KVH Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Arsenal er mitt lið í boltanum. Ég man ekki nákvæmlega hvernig það kom til en lík- legast er það vegna þess að móðurbróðir minn sem ég hafði miklar mætur á sem krakki var Arsenal aðdáandi. Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Nánast í hvert skipti sem ég horfi á leiki með félögunum. Það vill svo óskemmtilega til að ég á nánast eingöngu leiðinlega vini ( þ.e. Liverpool og Man. Utd. aðdáendur) Hver er uppáhaldsleikmað- urinn fyrr og síðar? Ég hef alltaf verið mikill Maradona kall. En annars eru það Arsenalmennimir og tæknitröllin Tony Adams og Dennis Berghamp. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Hef þrisvar farið á leik með Arsenal allt heimaleikir en enginn á sama vellinum. Higbury, Emirates og síðan fór ég á Wembley á leik Arsenal og Barcelona í meistaradeildinni þegar Arsenal spilaði heima- leiki sína í meistaradeild þar. Áttu einhvem hlut sem tengist liðinu? Ég á allskyns dót sem tengist Arsenal, nokkrar treyjur og svo annað drasl sem kemur til mín í pósti í hvert sinn sem ég greiði árgjaldið íklúbbinn. Hvemig gengur að ala aðra fjöTskyldumeðlimi upp ístuðn- ingi vrið liðið? Þaðgengurágætlega,en myndi örugglega ganga enn betur fyrir sig ef Halldór Sigfússon nágranni minn kæmi ekki í heimsókn annan hvern dag og reyndi að spilla fyrir því ferli, með óþarfa athugasemdum og fölskum lofsöng um Liverpool. Hefur þú einhvem tímann skipt um uppáhalds félag? Nei ég hef haldið tryggð við mitt lið alla tíð, þó það hafi reynst erfitt fyrir mig í denn að verja þá skoðun vegna einstaklega skemmtilegrar leikaðferðar Arsenal hér á árum áður, en það hefur sem betur fer breyst mikið og spila þeir lang skemmtilegasta boltann í dag. Uppáhalds málsháttur? Oft kemur málsháttur úr páska- eggi- Spuming til þín -Kanntu einhverja brandara um reimar? Ég hef allavega heyrt þá ófáa í gegnum tíðina, enda væri sá maður frekar hugmynda- snauður sem ekki gæti fundið einhvernaulabrandaratengdan Reimars nafninu. Hvem viltu sjá svara þessum spumingum? Ég væri til í að sjá Nonna kassa (Jón Óskar Pétursson) framkvæmdarstjóra SSNV taka við keflinu og svara þessum spurningum. Hvaða spumingu viltu lauma að viðkomandi? Mér finnst bara svo gaman hvernig liðinu hans (Liverpool) hefur vegnað það sem af er vetri án þess að hafa spilað við alvöru andstæðing, þannig ætli ég láti það ekki vera núna að koma með einhverja kvikindislega spurningu til hans. Það er nóg að hann gráti yfireinu íeinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.