Feykir


Feykir - 03.09.2009, Qupperneq 7

Feykir - 03.09.2009, Qupperneq 7
32/2009 Feykir 7 mjög mikið. Ég er svo fegin að hafa verið vöruð við þessu því ég ákvað að taka þessu með opnum hug og ef ég þuríti að gráta þá grét ég svo einfalt var það. Eins er ég þakklát fyrir þá góðu lækna sem við eigum hér á Hvammstanga en þeir hafa hjálpað mér mjög mikið. Vinir mínir hafa líka reynst mér rosalega vel og sérstaklega vil ég nefna eina vinkonu mína sem heitir Elísa. Hún var hjá mér á hverjum degi og oftast tvisvar til þrisvar á dag meðan ég var á Landspítalanum sögðu mamma og pabbi mér, þar sem að ég man þetta ekki nema að hluta til. Þegar ég fór á Grensás, bjó ég hjá henni og hún keyrði mig á hverjum degi og sótti mig aftur. Hún var algjörlega óþreytandi við að hugsa um mig, kom til dæmis með mat til mín og reyndi að koma honum ofan í mig og talaði við mig og reyndi að virkja mig eins og hún mögulega gat þótt að viðmótið hafi sjálfsagt verið mismunandi hjá mér. Síðastliðið vor hrundu vinir Eydísar af stað fjársöfnun fyrir hana og segir Eydís að sá stuðningur sem hún hafi fund- ið fyrir í sínu nærumhverfi hafi verið ótrúlegur. -Ég hefði aldrei trúað því hversu mikinn stuðning maður fær undir þessum kringumstæðum. Jafnvel fólk sem ég þekki lítið kom og faðmaði mig og sagði hversu ánægt það væri að sjá mig vera að hressast. Þetta er ótvíræður kostur þess að búa í þetta litlu samfélagi. Það standa allir með manni ef eitthvað kemur fyrir og er ég afskaplega þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk. Eins er hún Júlía mín búin að standa sig alveg eins og hetja í þessu öllu saman. Hún var fyrstu vikurnar til skiptis hjá ömmu sinni og afa og Stellu í Gröf og síðan eftir að pabbi hennar kom heim frá Bandaríkjunum hefur hún verið mikið hjá honum og eins hjá systur hans og manni á Sauðárkróki. Ég var heppin að koma henni fljótlega inn á leikskóla hér á Hvammstanga og konurnar á leikskólanum segja að hún standi sig vel, það sé ekki að sjá á henni að eitthvað hafi gengið á. Hún spyr mig þó reglulega áður en við förum að sofa hvort ég sé nokkuð að fara að verða lasin aftur. Framundan eru að sögn Eydísar bara bjartari tímar, hún ætlar að halda áfram með námið á Hvanneyri en í fjarnámi þó, því þær mæðgur ætla að búa heima í Grafarkoti. -Við eigum líka jörðina Lækjarhvamm sem er í tún- fætinum heima og þar ætlum við mæðgur að búa. Ég hef verið hrædd við að vera ein og þykir gott að vita af þeim þarna rétt hjá. Eftir námið ætla ég mér síðan að verða bóndi, ég er farin að safna bústofni á 16 hross sjálf og stefni á að eiga í framtíðinni allt að 800 kindum. Við pabbi erum miklir rolludellukallar en lentum í því á sínum tíma að allt fé var skorið niður vegna riðu. Mamma var ekki á því að taka kindur aftur en við fengum leyfi fyrir 10. Enduðum það haust í 18 og eigum núna 110 og stefnum á 200 í haust. Haustið er minn uppáhalds- tími svo það eru spennandi tímar fram undan. Við ætlum bæði að kaupa gimbrar í Öxarfirði og á Ströndum og er þetta mér mikið tilhlökkunar- efni. Ætli það hafi ekki haldið mér gangandi þessar síðustu vikur að vita tO þess að ég sé að fara að velja mér gimbrar. Þú ert ekkert smeyk við að stefna á búskap svona á þessum síðustu og verstu? —Jú, auðvitað er maður það. Þetta verður ekki auðvelt, sérstaklega ekki þar sem ég er ein, en ég á góða að sem geta hjálpað manni og því stefni ég ótrauð á að verða bóndi hér í nágrenninu. Það eina sem mig vantar er þá maður, en hann verður að vilja verða bóndi, það er eina krafan sem ég geri, segir Eydís og hlær. Eydis Ósk og Júlia Jara. Sarah-Jane synti Grettissund fyrst kvenna Afrekskona Sarah-Jane Emily Caird lét draum sinn rætast og synti hið erfiða Grettissund laugardaginn 15. ágúst sl. og varð þar með fyrsta konan sem það hefur gert. Með henni í för var hinn reyndi sjósundmaður Benedikt Lafleur, sem einnig þreytti sundið sem Grettir Ásmundarson fyrstur manna afrekaði. Talið er að Grettir hafi synt frá þeim stað er nefnist Uppgönguvík, enda til forna nánast eini staðurinn sem hægt var að fara upp í eða úr eyjunni. Því er það Grettissund nefnt þegar menn leggja til sunds frá þeim stað og er um átta hundruð metrum lengra eða 7.5 km en hefðbundið Drangeyjarsund þar sem styst er í land ervegalengdin 6.7 km. Sarah-Jane er fyrsta konan til að synda Grettissund en aðeins viku áður synti Heiða Jóhannsdóttir Drang-eyjarsundið fyrst kvenna. En hver er þessi afrekskona. -Ég erfædd í Hálöndum Skotlands en alin upp í Suður Afriku. Pabbi er skoskur en mamma suður-afrísk af hollenskum uppruna, segir Sarah en bætir við að það sé samt svolítið fióknara en við látum það duga. Sarah æfði og keppti í sundi í Afriku og vann til verðlauna enda segist hún hafa átt heima í sundlauginni og eytt miklum tíma í sundi. Sarah hefur alltaf haft mikinn áhuga á víkingasögu, og það var meðal þess sem dróg hana til ísland ásamt hinni stórkostlegu náttúm eins og hún orðar það. -Ég elska ísland og þessa náttúm sem er hér. Þó að fólk sé að tala um kreppu þá er engin kreppa í náttúmfegurðinni, segirSarah og nefnir að eldfjöll og jöklar hafl heillað hana sérstaklega. Sarah kom til íslands frá Svíþjóð og fór að vinna á Flúðum og eftir viðkomu í Reykholti hóf hún vinnu hjá Rsk Seafood á Sauðárkróki og hér líður henni vel. Sjósundið byrjaði hún að stunda eftir að vinir hennar drógu hana með sér í sjóinn á nýju ári 2008. -Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt og mér fannst þetta spennandi, segir Sarah og er ekki bangin við kuldann. -Mér líður vel í kulda. Miklu betur en í hitanum í Afrfku. Grettissundið ákvað hún að þreyta eftir hvatningu frá vinum sínum sem gáfu henni trú á að hún gæti þetta. - Benedikt hvatti mig líka og sagði alltaf að ég gæti þetta. En til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ekki konan hans. Sumir halda það, segir Sarah og og hlær innilega. -Það var mikil áskomn í því að verða fyrsta konan sem þreytir sundið. Þetta er það stærsta og ánægjulegasta sem ég hef gert. Þama rættist draumur minn sem tengist áhuga mínum á víkingatímanum, segir Sarah. Sundið gekk vel en Sarah sem verður sjóveik þegar hún ferðast í bát segist hafa sloppið að mestu við hana. -Það var mikill sjógangur í restina og ég fann fyrirsjóveiki en égslapp við að gubba. Ég fékk oft sjó upp í nefið sem getur verið óþægilegt en þetta slapp, segir Sarah og segir það hafa verið ótrúleg tilfinning að vera ein út á miðjum firði. -Ekkert nema sjór, blár himinn og fallegfjöll. Misjafnt er hvernig fólk útbýr sig í svona volk og er þá ýmist synt í blautbúningi, sérstökum sundgalla eða þá smurður eða ósmurður og Sarah erspurð hvernig hún hafði það. -Ég hef líklega litið undarlega út, því ég synti bara í bikini. Ég er ekki mjög „professional". Meðan aðrir borða pasta og annað álika fyrir sundið fékk ég mér svið, segir Sa rah en athygli vakti líka að ólíkt Gretti sem eftir sitt sund og baðferð, lagðist í hvfiu og svaf lengi eftir þá fór hún á ball á Blönduósi. -Ég var svo ánægð að ég gat ekki sofnað. En hvað tekur við þegar fólk hefur synt Grettissund? -Kannski syndi ég yfir prðinn, segir Sarah-Jane en hún vill koma kæm þakklæti til allra þeinra sem aðstoðuðu hana við sundið, skipulagningu ogáhöfn fylgdarbáts.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.