Feykir


Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 32/2009 ( TÖLVUPÓSTURINN ) Eva Pandóra Baldursdóttir er fomnaóur Nemendafélags FNV þennan veturinn en samhliða formennskunni stundar hún nám viö vióskipta- og hagfræóibraut, vinnur á heilbrigóisstofnuninni á Sauöárkróki og rekur eigið heimili. Feykir sendi Evu Pandóru tölvupóst og forvitnaðist örlítiö um hana sjálfa, veturinn framundan og busavígsluna sem fór úr böndunum. Ákvaö aö taka síöasta áriö meö trompi Hver er konan? -Konan er hálffullorðið stúlku- barn sem er að spreyta sig á bæði menntabrautinni og lífinu. Eróákveðin en þó lífsglöð flökkukind sem Ifð blátt áfram í lífinu og reynir alltaf að líta á björtu hliðarnar á öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Er að vinna á heilbrigðisstofnunni í ummönnun aldraðra ogstefni á aðfara íhjúkrunarfræðinám seinna meir. Var einnig að byrja að reka mitt eigið heimili nú á dögunum svo maður kvartar varla undar aðgerðarleysi. Hvaðan kemur þú og hverra manna ertu? -Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki, í Skagafirðinum fagra, en er þó hálf af útlendu bergi brotin og stolt af því. Pabbi minn er Baldur Haraldsson frá Hamri í Hegranesi og móðir mín er Pimpan Ushuwathana og kemur hún frá Thailandi. Á hvaða ári ert þú í náminu og á hvaða braut? -Ég er á mínu þriðja og síðasta ári ískólanum ogstunda nám á viðskipta- og hagfræðibraut, sem er mjög skemmtilegt, hagnýtt og fræðandi nám. Sérstaklega á þessum tímum kostnaðarverðbólgunnar. Hvað kom til að þú bauðst þig fram til embættis formanns stjórnar nemendafélagsins? -Ég var í stjórn nemenda- félagsins árið 2008 og gengdi þá hlutverki ritstýru og mér fannst bara svo æðislega gaman að vera í nemendafélaginu að ég ákvað að taka síðasta skólaárið mitt almennilega og bjóða mig fram sem formaður. Ég hef einnig mjög gaman af því að skipuleggja og hafa sumir jafnvel orðað það við áráttu og það kemur sér einkar vel þegar kemur að störfum nemendafélagsins. Hverjir eru aðrir í stjórn og hvernig skiptast embættin niður? -Með mér í stjórninni eru Silja Ýr Gunnarsdóttir sem er ritari og hún er í rauninni mín hægri hönd í nemendafélaginu og er staðgengill minn sem formaður ef ég er ekki við, Hildur Sólmundsdóttir sem er gjaldkeri og sér hún um ÖTI fjármál nemendafélagsins og allt sem að því við kemur, Jóhannes Magni Magneuson sem er tæknimaðurinn og sér hann upp allar tæknilegar uppsetningart.d.heimasíðuna, útvarpið o.fl., Aðalheiður Jonna Friðfinnsdóttir sem er skemmtanastjóri og sér hún um alla viðburði í skólanum sem viðkoma félagslífinu, Edda Borg Stefánsdóttir sem er íþróttaformaður og sér hún um alla íþróttaviðburði okkar, t.d. framhaldsskólamótið í paintball sem er á næstu grösum ogfulltaffleiri mótum sem við tökum þátt í og einnig ýmsa íþróttaviðburði sem við höldum bara innan veggja skólans fyrir nemendur og síðast en ekki síst er Bryndís Lilja Gísladóttir ritstýra og sér hún um Ómen, fréttablað skólans sem kemur út vikulega og er uppfullt af skemmtilegum fréttum af nemendum skólans, Molduxa sem kemur út á vorönn og skiptibókamarkaðinn sem er einu sinni á haustönn og vorönn. Þessar lýsingar á störfun- um eru voðalega formlegar og ef satt skal segja þá erum við voðalega dugleg að hjálpast að við að gera allt. Það er aldrei neinn einn í Nemó sem er að sjá um eitthvað sjálfur, við erum öll að hjálpast að og eru allir mjög duglegir í því að vinna saman. Það er bara einn strákur í stjóm þetta árið er það ekki óvenjulegt? -í rauninni ekki, nemenda- félagsstjómin hefuralltaf verið breytileg, eitt árið eru bara stelpur og næsta bara strákar en hann Magni er búinn að vera mjóg duglegur að vinna í stelpuhópnum og er fínt að hafa einn karimann ístjórninni til þess að lyfta þungum hlutum og drepa pöddur sem koma inn á skrifstofuna! Þið hafið verið með söngleik á haustin hvað á að setja upp í haust? -Það stendur til hjá okkur að setja upp Litlu Hryllingsbúðina ogverðurþaðalltauglýstsíðar meir. Hvað er svo annað fram- undan hjá ykkur? -Á haustönn er margt og mikið að gerast. Núna í október stefnum við á að fara á framhaldsskólamótið í paintball, svo er Menningar- kvöld NFNV alltaf jafn vinsælt og ég vil meina að það sé ekki einungis útaf bodypaintinu, einnig höldum við metakvöld á haustönninni ogsvo ermjög mikið af minni viðburðum sem við verðum dugleg að auglýsa. Eru nemendur í FNV virkir í félgaslífinu? -Nemendur hafa verið mjög virkir í gegnum árin en þar sem félagslífið er varla byrjað núna er varia hægt að segja til um það en auðvitað vonar maður það, félagslíf skólans byggist á nemendunum og ef nemendur eru ekki virkir er ekkert félagslíf. Ætlið þið að gera eitthvað sérstakt átak í að virkja þá sem ekki hafa tekíð þátt í félagslífi? -Við gerum okkur fulla grein fyrir því að nemendur skólans hafa jafn mörg áhugasvið og þau eru mörg og við erum að reyna að hafa eitthvað að moða úr fyrir alla. Þó svo að ákveðnir félagsviðburðir hafa verið vinsælastir þá eru alltaf einhverjir sem vilja gera eitthvað annað og við reynum okkar besta til að koma til móts við alla. Nú var busavígslan slegin af í síðustu viku hvað var það sem fór úrskeiðis? -Ofbeldi í vikunni fyrir busa- vígslu, fyrstu viku skólans, var f rauninni komið úr böndunum og eru mörg dæmi til. Nemendafélagið og skólastjómendur ákváðu því að afnema þessa hefðbundnu busun eins og hefur verið gert í flestöTlum framhaldsskólum landsins. Hefur verið ákveðið hvað verður gert í stað busavígsl- unnar? -Já, það hefur sko sannarlega verið gert. Föstudaginn næst- komandi verður haldinn svokallaður Nýnemadagur þar sem nýnemarnir verða vígðir ínn í skólann á aðeins öðruvísi hátt. Þetta verður í ratleikjaformi og leggjum við áherslu á skemmtun umfram allt. Ég get því miður ekki upplýst mikið um þennan Nýnemadag þar sem þetta á að koma nýnemunum á óvart á föstudaginn en ef þið hafið opin augun á föstudagseftirmiðdeginum þá getið þið ábyggilega greinlega séð glitta í nýnema skólans í ratleiknum um götur bæjarins. Svo endum við þetta með skemmtilegheitum og góðgæti fyrir nemendur skólans, nýnema jafnt sem eldri nemendur. Eitthvað að lokum ? -Égvil bara hvetja ykkurtil að vera dugleg að fylgjast með hvað er að gerast héma hjá okkur í skólanum því oft erum við að bjóða upp á ýmsar skemmtanirsem margirhefðu gaman af.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.