Feykir


Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 9
32/2009 Feykir 9 Ásbjörg Ýr Einarsdóttir opnaði í byrjun ágúst snyrtistofuna Wanitu á neöri hæö heimili síns í Birkihlíö 6 á Sauóárkróki. Á snyrtistofunni sinnir Ásbjörg Ýr viöskiptavinum sínum auk þess aö selja ótrúlega ódýrar snyrtivörur. FYRIRTÆKI VIKUNNAR: Snyrtistofan Wanita Lét gamlan draum rætast Ásbjörg Ýr, eða Obba eins og hún er alltaf kölluð, er frá Kúskerpi í Blönduhlíð. Sannkölluð sveitastelpa sem þó hafði ofnæmi fyrir mörgu í sveitalífinu og hafði meira gaman að því að vera inni að snyrta sig en vera úti í sveitastörfunum. Það má því segja að áhugi hennar á snyrtifræðum hafi snemma kviknað. -Systkini mín búa öll í sveitinni, eldri bróðir minn er bóndi og yngri bróðir minn stefnir á það líka og var að útskrifast sem búfræðingur en systir mín er íþróttakennari í Varmahlíð og býr í sveitinni. Ég skipti algjörlega um kúrs og skellti mér í snyrtifræðina, segir Obba og hlær. Árið 2007 skellti Obba sér í nám í Snyrtiakademíunni í Kópavogi en námið er þriggja anna nám sem tekið er á einu ári. Síðan tekur við 10 mánaða nemasamningur sem Obba tók á snyrtistofunni Hrund í Kópavogi. Eftir námið flutti Obba affur norður á Sauðárkrók þar semhúnbýrásamtkærastanum sínum, Benedikt Rúnari Egilssyni. Saman áttu þau íbúð í Grenihlíð en í sumar keyptu þau Birkihlíð 6, æskuheimili Benedikts. -Það voru foreldar hans sem áttu hugmyndina að því að ég myndi bara setja stofúna upp hérna í kjaUaranum enda var það húsnæði sem í boði var fyrir stofu annars staðar í bænum bæði óhentugt og eins þurfti að leggja mikla peninga í að gera það hæft rekstri sem þessum. Við enduðum því hér í miðju íbúðarhverfi, útskýrir Obba og hlær. Snyrtistofuna opnaði Obba síðan þriðjudag eftir verslun- armannahelgi og segir hún að viðtökur hafi verið framar vonum. -Það er búið að vera fullbókað síðan ég opnaði svo ég þarf ekki að kvarta. En skyldi ekki vera erfitt að labba inn í banka og fá lán til þess að stofna fýrirtæki svona í miðri kreppu? -Nei, nei ekki svo. Ég byrjaði strax að safna mér þeim tækjum sem þarf þegar ég byrjaði í skólanum en þetta er svosem ekki alveg gefins að gera þetta en með góðri hjálp vina og ættingja slapp þetta til, án þeirra hefði þetta verið erfitt. Á snyrtistofunni bíður Obba upp á alla almenna snyrtingu, andlitsböð, vax, lit og plokk auk förðunar, húðhreinsunar og svona mætti áfram telja. Eins bíður hún upp á augnhárapermanet sem hefur hlotið góðar viðtökur. -Ég er líka að bjóða upp á lúxusmeðferðir bæði andlits, fót og handa þannig að það er um að gera fyrir rómantíska eiginmenn eða vinahópa að skella í gjafabréf handa þeim sem þau telja að það eigi skilið. Síðan býð ég líka upp á snyrtivörur frá Sothys, Alessandro og Golden Rose og síðast nefnda merkið er með mjög ódýra og góða vöru. Verð sem ég get fullyrt að komi á óvart, segir Obba. Svo þú ert bara bjartsýn á framhaldið? -Já, ég get ekki verið annað. Viðtökur hafa verið góðar og aðstaðan sem ég hef komið hér upp er mjög góð. Síðan get ég bara skellt mér upp og verið komin heim ef rólegt er sem er gott, segir Obba að lokum. Blaðamaður þakkar fyrir sig og endar á að panta sér tíma í litun og plokk enda eiga allar konur slíkt dekur skilið annað slagið. Láta fkh stojppa sg Hann ívar Eli kom að máli við blaðamann í berjamó sl. sunnudag en ívar og Helga Júlíana, tvíburasystir hans voru í berjamó ásamt mömmu sinni og tveimur yngri systkinum. Ástæða þess að ívar koma að máli við blaðamann var sú að þá hafði rignt í góðar 20 mínútur og ívar og fjölskylda ákváðu að láta veðrið ekki stoppa sig heldur tína áfram enda var verið að safna í dýrindis krækiberjahlaup. Feykir þakkar Ivari fyrir að hugsa til sín og skorar á fleiri börn að senda myndir og smá fréttir af daglegum afrekum sínum. VótCi/yieJIur v cx QfZ/yi/óL /yiátaw1 *' 1 glas rjómi 1 glas mjólk 100 gr. smjörliki Allt sett í pott og soðið í rúmlega 1/2 klst. eða þartil karamellan harðnar undir rennandi vatni. Síðan er sniðugt að hella þessu á bökunarpappír og láta harðna og klippa svo niður. Ef ykkur langar í súkkulaðikaramellur þá er sniðugt að bæta 1 tsk kakó út í alveg undir lokin. Það getur lika verið gott að setja smá vanilludropa alveg í lokin. Krakkar, munið bara að karamellan verður svakalega heit og sýður auðveldlega upp úr. Það er því nauðsynlegt að fá leyfi hjá mömmu og pabba og aðstoð í fyrsta sinn sem karamella ersoðin. Lt/a Lú/x/útújhcá/ry 4 Mamma: Af hverju setur þú bangsann þinn inn í frysti? Halli: Af því mig langar í ísbjörn. Einn fimm ára við vin sinn: Ef ég erfi ömmu mína þá veit ég ekki hvað ég á að gera við hana Pabbinn: Hvar er nýja, vatnshelda, höggþétta og óbrjótanlega úrið sem ég gaf þér f afmælisgjöf? Stebbi: Ég týndi þvi. Krajktarl Endi/e^a Sejvdi^ syryndir-, -frᣣit') Uppskri-ftil' e&a bsc& Se/*i ykkut' dettuf i /}UQ £1/ /ey/jis á n&£far)Qf$i fa///irtSf*///ih Js /yiet/(£ Barna/iotn. Ef/ii^ ykkar Vertut síhar Ait£ vi& fyts£a £ceklfceti. (SUDOKO ) 1 6 2 4 5 8 5 1 7 4 3 9 5 8 2 6 1 3 6 7 9 8 5 4 3 7 4 4 5 6 2 7 2 9 3 8

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.