Feykir


Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 11
32/2009 Feyklr 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Kristín og Valur kokka „Gengur undir nafninu svarti kjúklingurinn á okkar heimiir Kristín Jóna Sigurðadóttir kennari við Húnavallaskóla og Valur Kristján Valsson bílstjóri hjá Sorphreinsun VH eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. Þau búa á Blönduósi, ásamt dætrunum Þóru Karen 11 ára og Völu Berglindi 8 ára. Kristín og Valur ákváðu að sleppa forréttinum en láta þess í stað uppskrift af krækiberjahlaupi sem heppnaðist einstaklega vel á þeirra heimili. Selma Svavarsdóttir ökukennari á Blönduósi og synir hennar fá áskorun Kristínar og Vals um að koma með næstu uppskriftir í Feyki. FORRETTUR Krœkiberjahlaup 2 kg. krœkiber 500 ml. vatn 1,2 kg. sykur Sultuhleypir Berin skoluð og sett í pott ásamt vatni. Hitað að suðu og látið malla í 20 mín. Þá er öllu hellt í gegn um sigti og safinn pressaður úr berjunum. Safinn settur í hreinan pott og sykri bætt við. Látið malla í 20 mín. Sultuhleypi blandað við 2 teskeiðar sykur og sáldrað í pottinn og látið malla í 2 mín. Sultunni hellt í krukkur. AÐALRÉTTUR Barbecue kjúklingur (gengur undir nafninu svarti kjúklingurinn á okkar heimili) 8 kjúklingalœri Sósa: 1 dl. barbecue sósa 1 dlCaip grillsósa (8hyrndflaska) 1 dl soja sósa 1 dl. apríkósusulta 100 gr.púðursykur Setjið kjúklinginn í eldfast mót. Sósuefnið sett í pott og suðan látin koma upp. Sósunni hellt yfir lærin ( gott að geyma hluta til að bera fram með kjúklingnum). Bakið í ofni við 200 gráður í 60 mín. Berið fram með hrísgrjónum og góðu salati. EFTIRRETTUR Dásamlegt dúndur 150gr. makkarónukökur 2 Snickers 2Mars 'A l rjómi 3 kiwi Askjajarðarber Askja bláber Makkarónukökurnar muldar og settar í skál. Súkkulaðið saxað og stráð yfir. Ávextirnir settir næst og að lokum þeyttur rjómi. Skreyta svo með ávöxtum. Verði ykkur að góðu! ( GUÐMUNDUR VALTÝSSQN ) Vísnaþáttur 505 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Rannveig Guðnadóttir sem á fyrstu vísuna að þessu sinni. Mun hún hafa ort hana á efri árum. Æskan jafnt og Ellifær óskipt mál að vonum, aðgeta tendrað glœðurnar frá gömlu minningonum Næstu vísu á hagyrðingur sem heitir Magnús Ólafsson. Veit ekki nánari deih á honum. Útþráin og œvintýr œskumanninn seiðir. Ellin sínar byggir brýr til baka áfornar leiðir. Þá hafa mér borist þær upplýsingar að vísa sem ég birti í síðasta þætti og taldi vera eftir Ingvar Pálsson á Balaskarði muni vera eftir annan bónda í Laxárdal, Kristján Sigurðsson frá Hvammi. Bið ég lesendur um upplýsingar ef þeir telja sig kannast við málið. Þá er tilvalið að fá næst tvær vísur eftir Halldór Snæhólm sem einnig var bóndi í Laxárdal, nánar tiltekið á Sneis. Óþarfleg er öfundin út má henni blœða. Horna á milli heimurinn hefur nægtirgœða. I gleðskap verður þessi til. Flýg ég laus viðfár og sút fjarri öllu þrasi. í drottins nafni drekk svo út drjúgan teig úrglasi. Það mum hafa verið Hólmfríður Jónasdóttir frá Hofdölum sem orti þessar fallegu haustvísur. Húmið sígur hœgt um lönd hallar degi glöðum. Geísladrottning græði á hönd gengur skrefum hröðum. Hnígur sól við sævarrönd sumargeislar dvína. Nóttin yfir lög og lönd leggur blessun sína. Hinn kunni kvæðamaður og góði félagi í Iðunni, Ormur Ólafsson mun hafa ort þessar um ástarævintýri í vonum. Við ég brá er Siggu sá svona er aðþrá og langa. En ekki má ég minnast á meirafá en vanga. Mitt ergengiðgœfu stig gefast engar bætur. Ó, égfengi aðfaðmaþig fast og lengi nætur. Trúlega er næsta vísa mörgum kunn, að minnsta kosti Skagfirðingum. Höfundur er Hjalti Jónsson áður bóndi í Víðiholti. Misjaft auði út er býtt ýmsa nauðirfanga. Yfir hauður hart oggrýtt hlýt ég snauður ganga. Önnur vísa kemur hér eftir Hjalta. Txmans straumur burtu ber blöð affeysknum viðum. Gömlum háttum glötum vér gleymum fornum siðum. Snæbjörn Kristjánsson bóndi í Hergilsey var kunnur hagyrðingur á sinni tíð. Eitt sinn er hann dvaldi á eyju sem var í eyði á Breiðafirði við fjárgæslu, orti hann nokkrar vísur. Ekki hafði hann þar ritföng og lítur þessi vísa hans að því. Hér er hvorki blek né blað böl er til að vita, stökur gleymast að því að ekki er hægt að rita. Á efri árum mun Snæbjöm hafa ort þessa skrítnu vísu. Mér er best að beita þögn bröttum Hfs á sviðum. Þótt égfinni að römmust rögn reiki að báðum hliðum. Við andlát Kjarvals mun Ágúst Guðbrandsson hafa ort svo. Skyldifógur lita list líða út í bláinn. Við hófum snillíng mikinn misst meistari Kjarval dáinn. Eitt sinn er sjómannadagur var haldinn hátíðlegur á Sauðárkróki, fiutti gráskeggjaður maður aðal ræðuna. Eftir að hafa hlýtt á það guðspjall orti Erlendur Hansen svo. Nú siglir hann út á sjóinn seglbúinn fyrir nes. Ekki er hann grasigróinn garpurinn Sókrates. Trúlega getum við mörg tekið undir með Ella, er hann veltir fyrir sér lífshlaupinu í næstu vísu. Á göngu lífsins sótti að mérsopinn égsinnti honum eins oggerist best. Við stundaglasið steininn holar dropinn. Við Strönguhvísl erferjafyrirgest. Hart norðaustan veður með ausandi rigningu og vondri hríð til fjalla gekk yfir hér norðaustanlands 20. - 21. ágúst síðastliðinn. Kannski hefur Ingólfur Ómar haft það í huga er hann orti þessa ágætu vísu. Falla laufogfólna blóm fól á brá erjörðin. Norðan gjóstur nöprum róm nístir gróður svórðinn. 'enðþarmeð sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.