Feykir


Feykir - 10.09.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 10.09.2009, Blaðsíða 3
33/2009 Feykir 3 Út að austan Óslandshlíðingar heiðraðir Myndarlegur hópur fyrir utan Hliðarhúsið. Mynd: Ari Sigurðsson Átthagafélagió Geisli í Óslandshíð hétt upp á t'u ára starfsafmæli sitt laugardaginn 29. ágúst s.l. f Hfðarhúsinu. Við það tækifæri voru nokkrir fynverandi búendur í Óslandshíðinni heiðraðir fyrir störf an í þágu byggðar f Óslandshí ð og einnig gerðir að heiðursfélögum f átthagafélaginu Geisla. Heiðursnafribót fengu þau Jóhannes Sigmundsson og Halldóra Magnúsdóttir í Brekkukoti, Halldór Ólafsson og Guðrún Jónsdóttir á Miklabæ, Kjartan Jónsson og Ingibjörg Stefánsdóttir á Hlíðarenda, Þor- valdur Gestsson og Ingibjörg Ólafsdóttir á Krossi og Rósa Bergsdóttir ífá Marbæli. Á tíu ára starfsferli átthaga- félagsins hefur það staðið að ýmsum verkefhum, skipulagt og ræktað fallegan lund með trjágróðri og komið þar fyrir áletruðum minnisvörðum um merka einstaklinga í hlíðinni og var það verkefhi unnið í samstarfi við umhverfis- og landbúnaðar- ráðuneyti. Einnig var settur upp minnisvarði um upphaf félagsmálaþjónustu á íslandi en samkvæmt skráðum heimildum var það bóndinn á Miklabæ sem stóð fyrir þeirri ffamkvæmd. Var þetta verk unnið í samstarfi við félagsmálaráðuneyti. Síðast en ekki síst var komið upp minnisvarða um kennslu- hætti fyrri tíma, svokallað farskólakerfi, sem var einna lengst starffækt í skólahúsinu í Óslandshlíð og var það gert í samstarfi við menntamálaráðu- neytið. SPARISJÓÐUR Skagafjarðnr SJOVA Skagafjörður__________ Ánægja með lögregluna íbúar í Skagafirði eru ánægðastir allra með löggæslu í sínu umdæmi samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og birt var í vikunni. Ef horft er yfir landið og á önnur sveitarfélög þar sem sambærilegar kannanir hafa verið gerðar má sjá að Skag- firðingar eru ánægðastir allra hér á landi með þjónustu lögreglunnar. Ef rýnt er í tölurnar má sjá að 70.8% íbúa eru ánægð með störf lögreglu. 16,9 % eru hvorki né og 12,3 % eru óánægð. Á svokölluðum ánægjuskala er landsmeðaltal lögreglunnar 3,2 eða sama tala og lögreglan hér fékk árið 2005. I könnuninni sem birt var í gær er tala lögreglunnar á Sauðárkróki hins vegar orðin 3,8 og er ánægja íbúa hér þvi töluvert yfir landsmeðaltali og sú hæsta á landinu. -Þetta er mikið stökk uppávið frá síðustu könnun sem er mjög ánægjulegt fyrir okkur sem hjá embættinu störfum, segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki. -Við fórum markvisst í þá vinnu að bæta samskipti við íbúa og um leið bæta ímynd lögreglunnar á Sauðárkróki og er þessi niðurstaða staðfesting á því að við erum á réttri leið með þá vinnu, bætir Stefán við. Hofsós____________________ Flöskuskeyti í Málmey Magnús Ómar Pálsson á Hofsósi fann flöskuskeyti í Málmey en skeytið hafði verið sent frá AAsgard b platform í Noregi þann 19 febrúar sl. Skeytið hefur að likindum verið sent frá ok'uborpalli en sendandi þess var Khaled Ac-AAnazi í Noregi. Magnús Ómar var á ferð ásamt föður sínum Páli i Pardusi á Hofsósi og mági hans. Var erindi þeirra út í Málmey að sækja rekavið og ganga frá hjólhýsi sem þeir eiga í eyjunni fýrir veturinn. -Ég fór yfir í Kringluskarð á eynni og sá þá að þar lá flaska sem í var bréf en flöskunni hafði verið kastað í sjóinn í febrúar á þessu ári, segir Magnús. Sendandi sendi bæði símanúmer og vefpóstfang en þeir feðgar höfðu ekki tekið ákvörðun um hvort þeir myndu hafa samband við hann. ferðarstofu og Ríkislögreglu- stjóra. Hofsós Stórtónleikar á sunnudag Sunnudaginn 13. september kl. 16.00 verða haldnir stórtónleikar í Félagsheinv ilinu Höfðaborg Hofsósi. Tónleikarnir eru helgaðir minningu rithöfúndarins Bill Holm en hann lést síðast liðinn vetur. Fram koma stórstjöm- urnar Jónas Ingimundarson píanóleikari, Kristinn Sig- mundsson bassi og Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran. Á efhis- skránni eru brot úr mörgum þekktustu óperuperlum heims effir höfundana George Gershwin, Gustav Mahler, Johannes Brahms, Giuseppe Verdi og Vincenzo Bellini. Ljóst er að þarna eru á ferð- inni einstakir listamenn og er það mikill heiður fyrir Skagfirð- inga að fá þau í heimsókn. Smá í Feyki:: Síminn er 455 7171 SlfláAUGLÝSINGAR Húsbíll og trilla til sölu Húsbíll, Fiat Dukato '91. Einnig trilla - Hrappur SK121 (6087) með grásleppuleyfi og spili. Frekari upplýsingar í síma 453 5642, Haukur. Bíll til sölu SK0DA 0CTAVIA C0MBI. Árgerð: 2001. Ljósgrá, ekinn 115 þ.km. Ásett verð 790.000,- kr. Upplýsingar í síma 862 8245. 161/SAUÐÁRKRÓKUR Eva horfir gjarnan á heiminn í gegnum myndavélarlinsu. Hún og 6 aðrirtaka vel á móti þérá Suðurgötunni. • Við leggjum okkur fram um að veita þér persónulega þjónustu. • Við förum yfir kjörin sem þér þjóðast og svörum spurningum þínum. ■ Við veitum einstaklingum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja fjármálin. Komdu við á Suðurgötu 1, Sauðárkróki eða hringdu i okkur (sfma 410 4000. Landsbankinn

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.